Ársfundur 2008
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í á Hótel Héraði á Egilsstöðum, 23. maí 2008. Á fundinum hélt Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri í Iðnaðarráðuneytinu ávarp auk Örlygs Hnefils Jónssonar stjórnarformanns Byggðastofnunar og Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar.
Að loknum ávörpum þeirra voru haldin erindi undir yfirskriftinni "Hagvöxtur um land allt". Erindi héldu Sigurður Jóhannesson, Hagfræðistofnun HÍ, Pétur Reimarsson forstundefinedmaður stefnumóturnar og samskiptasviðs SA, Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur Háskólanum á Akureyri, Gunnlaugur Aðalbjarnarson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa og Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Að erindunum loknum voru pallborðsumræður þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum.
Erindi allra og kynningar má nálgast hér að neðan.
Ársskýrsla Byggðastofnunar 2007
Ávarp Sveins Þorgrímssonar
Örlygur Hnefill Jónsson, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar
Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar
Hagvöxtur um land allt
Hagvöxturinn og fyrirtækin, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa
Hagvöxturinn og sveitarfélögin, Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.