Ársfundur 2007
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík 31. maí 2007. Á fundinum hélt Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson ávarp, auk Herdísar Á. Sæmundardóttur, stjórnarformanns og Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar.
Að loknum ávörpum þeirra voru haldin erindi undir yfirskriftinni "Stoðkerfi atvinnulífsins, hvernig vinnur það og hvernig ætti það að vinna". Erindi héldu Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, og Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Að loknum erindum þeirra komu þrír fulltrúar frumkvöðla og sögðu frá sinni reynslu. Þau voru Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, Þuríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Móa og Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni.
Erindi allra og kynningar má nálgast hér að neðan.
Ársskýrsla Byggðastofnunar 2006
Ávarp Iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar
Ræða sjórnarformanns, Herdísar Á. Sæmundardóttur
Skýrsla forstjóra Byggaðstofnunar, Aðalsteins Þorsteinssonar (PowerPoint kynning)
Erindi Snorra Björns Sigurðssonar - Atvinnuþróunarstarf á tímamótum, (PowerPoint kynning)
Erindi Tryggva Finnssonar - Starf atvinnuráðgjafans
Erindi Sigríðar Elínar Þórðardóttur - Viðhorf kvenna til stoðkerfis atvinnulífsins (PowerPoint kynning)
Kynning Jóns Ágústar Þorsteinssonar