Ársfundur 2012
Ársfundur Byggðastofnunar 2012 var haldinn föstudaginn 1. júní í Menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði. Á fundinum hélt aðstoðarmaður ráðherra ávarp fh. ráðherra auk Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns og Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra.
Þá var auk þess Örlygi Kristfinnssyni forstöðumanni Síldaminnjasafnsins á Siglufirði veittur Landstólpinn 2012. Að því loknu var haldið haldið málþing um stöðu sveitasamfélaga.
Erindin héldu Anna Karlsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Sigurður Árnason sérfræðingur á Byggðastofnun, Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Hafdís Sturlaugsdóttir bóndi í Húsavík á Ströndum.
Erindi og kynningar má nálgast hér að neðan
Ársskýrsla Byggðastofnunar 2011.
Þóroddur Bjarnason, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar.
Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar.
Afhending „Landstólpans“ samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar. - Ræða Örlygs Kristfinnssonar
Staða sveitarsamfélaga
Anna Karlsdóttir, lektor við Háskóla Íslands - hverjir og hvað mun endurnýja og viðhalda íslensku sveitalífi til framtíðar?
Sigurður Árnason sérfræðingur á Byggðastofnun – þróun byggðar í sveitasamfélögum.
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands – Forsendur fyrir nýliðun í landbúnaði.
Hafdís Sturlaugsdóttir bóndi í Húsavík á Ströndum – viðhorf bóndans.