Fréttir
-
Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni - Umsóknargátt
Aðgerð B.7. á byggðaáætlun hefur það markmið að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Þannig geta ríkisstofnanir nú sótt um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.Lesa meira -
Stjórn Byggðastofnunar fundar í Hrísey
Í gær fundaði stjórn Byggðastofnunar í Húsi Hákarla-Jörundar í Hrísey. Að stjórnarfundi loknum var snæddur hádegisverður með hverfisráði eyjunnar áður en farið var í heimsóknir í Hríseyjarbúðina, sem hefur hlotið styrki úr byggðaáætlun, og í Hrísey Seafood sem er samningsaðili að aflamarki Byggðastofnunar í Hrísey. Góðum degi lauk svo með fundi með bæjarstjórn Akureyrarbæjar í ráðhúsinu á Akureyri þar sem ýmis mál voru rædd, m.a. byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir (verkefnið), aflamark Byggðastofnunar, styrkjapottar, samstarf við landshlutasamtök sveitarfélaga, mælaborð Byggðastofnunar og fleira. Stjórn Byggðastofnunar og starfsfólk þakkar fyrir góðar móttökur og umræður.Lesa meira -
Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði
Meðalfasteignagjöld viðmiðunareignar eru orðin hærri í landsbyggðunum en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um fasteignagjöld viðmiðunareignar 2025. Samhliða skýrslunni hefur mælaborð verið uppfært fyrir öll matssvæðin í greiningunni sem eru nú 103 talsins. Heildarfasteignamat viðmiðunareignar er að meðaltali 67,1 m.kr. og fasteignagjöld að meðaltali 502 þ.kr. Mikill munur er á upphæðum fasteignagjalda milli matssvæða, sérstaklega í sameinuðum sveitarfélögum þar sem álagningarhlutföll eru þau sömu hvort sem eignir eru staðsettar í stærri eða minni byggðakjörnum.Lesa meira -
Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur. Til ráðstöfunar verða allt að 27 milljónir kr.Lesa meira -
Sterkur Stöðvarfjörður - Úthlutun styrkja
Fjórða úthlutunarathöfn verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður fór fram þann 12. mars sl. í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar.Lesa meira -
Íbúar í Reykhólahreppi völdu heitið Fjársjóður fjalla og fjarða
Formleg þátttaka íbúa Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir hófst með íbúaþingi helgina 22. - 23. mars og er þetta fimmtánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þings í blíðviðri, en 30-35 íbúar á breiðum aldri tóku þátt á þinginu auk fulltrúa frá Byggðastofnun, Vestfjarðastofu og annarra gesta.Lesa meira -
Flutningsjöfnunarstyrkir - umsóknarfrestur til 31. mars
Lögbundinn lokafrestur umsókna vegna flutningskostnaðar árið 2024 er 31. mars 2025.Lesa meira -
Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Brothættum byggðum haldið í Byggðastofnun
Undanfarin ár hefur verið leitast við að halda vinnustofu/ námskeið fyrir þau sem eru að hefja störf sem verkefnisstjórar í Brothættum byggðum. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum um verklag í verkefnunum og auðvelda þannig verkefnisstjórunum störf sín og auka líkur á góðum árangri.Lesa meira