Fréttir
-
Úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs 2025
Nýverið var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn. Viðburðurinn var haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla að þessu sinni. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð.Lesa meira -
Hátindur 60+ Leiðandi verkefni fyrir velferðarlausnir í dreifbýli
Undanfarna daga hafa verið birtar fréttir af úthlutun styrkja úr C.1. í tengslum við stefnumótandi byggðaáætlun. Nýsköpunar- og þróunarverkefninu Hátindur 60+ hlaut slíkan styrk árið 2022 sem lauk á síðasta ári en verkefið snéri að nýsköpun í velferðarþjónustu fyrir 60 ára og eldri í sveitarfélaginu Fjallabyggð.Lesa meira -
Þrettán verkefni fá úthlutað 140 milljónum til að efla byggðir landsins
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum kr. til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins.Lesa meira -
Hvaða framúrskarandi menningarverkefni hlýtur Eyrarrósina 2025?
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair auglýsa nú í nítjánda sinn eftir umsóknum um Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum. Horft er til þess að verkefnið hafi fest sig í sessi, verið starfrækt í yfir þrjú ár og hafi áhrif á menningarlíf á sínu landssvæði.Lesa meira -
Sterkar Strandir – mörg áhugaverð verkefni í Strandabyggð
Fimmtudaginn 20. febrúar var haldinn lokaíbúafundur verkefnisins Sterkar Strandir hvað þátttöku Byggðastofnunar áhrærir. Verkefnið hófst í júní 2020 eftir nokkrar tafir vegna heimsfaraldurs og hefur staðið í á fimmta ár.Lesa meira -
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Flateyri
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu aflaheimilda á Flateyri í Ísafjarðarbæ.Lesa meira -
Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar í Grímsey
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 20. febrúar sl. úthlutun á allt að 300 þorskígildistonnum af aflamarki Byggðastofnunar í Grímsey vegna fiskveiðiáranna 2024/2025, 2025/2026 og 2026/2027. Úthlutunin byggir á reglugerð nr. 1256/2024 um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda án vinnsluskyldu skv. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.Lesa meira -
Flutningsjöfnunarstyrkir vegna sölu olíuvara fyrir árið 2024
Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um flutningsjöfnunarstyrki vegna sölu olíuvara til söluaðila sem starfrækja sölustaði á svæðum sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegra og lýðfræðilegra aðstæðna, skv. ákvæðum laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011.Lesa meira