Reglur um viðskipti starfsmanna
Reglur þessar eru hluti af heildarreglum stofnunarinnar um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og eru birtar sérstaklega á vef Byggðastofnunar. Reglurnar eru samþykktar af stjórn stofnunarinnar og þær skal endurskoða eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Starfsmenn skulu við upphaf starfs hjá stofnuninni staðfesta að þeir hafi kynnt sér efni reglanna.
Reglur um viðskipti starfsmanna
Reglur þessar eru settar skv. 1. og 2. mgr. 57. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og gilda um viðskipti Byggðastofnunar annars vegar og starfsmanna stofnunarinnar eða aðila í nánum tengslum við þá hins vegar.
Um viðskipti forstjóra og lykilstarfsmanna, og aðilum í nánum tengslum við þá, gilda ákvæði reglna þessara og viðeigandi ákvæði starfsreglna stjórnar Byggðastofnunar. Ákvörðun um viðskipti við þessa aðila skal ávallt staðfest af stjórn Byggðastofnunar.
Viðskipti starfsmanna Byggðastofnunar
Viðskipti starfsmanna Byggðastofnunar, eða aðila í nánum tengslum við þá, skulu, nema annað sé sérstaklega tilgreint, lúta sömu reglum og viðskipti almennra viðskiptavina Byggðastofnunar, í sambærilegum viðskiptum.
Óheimilt er að bjóða starfsmönnum stofnunarinnar tiltekin starfsmannakjör í viðskiptum við stofnunina.
Lánveitingar til starfsmanna og/eða aðila í nánum tengslum við þá skulu ávallt vera í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir, gildandi lánareglur stofnunarinnar og aðrar verklagsreglur.
Sjálfsafgreiðsla óheimil
Starfsmanni er óheimilt að framkvæma eða koma að hverskonar afgreiðslu fyrir eigin hönd í kerfum stofnunarinnar. Þá er starfsmanni óheimilt að koma að afgreiðslu viðskipta aðila sem er í nánum tengslum við viðkomandi starfsmann.
Staðfest á fundi stjórnar Byggðastofnunar á Sauðárkróki 2. júní 2023