Fréttir
Vinna með íbúum á Raufarhöfn heldur áfram
Áhersla á aðkomu íbúa er kjarninn í verkefni um þróun byggðar á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að. Liður í þeirri vinnu var íbúaþing sem haldið var í janúar síðastliðnum. Næstkomandi þriðjudag, 26. febrúar nk. verður haldinn kynningar- og umræðufundur með íbúum Raufarhafnar, þar sem skilaboðum íbúaþingsins verður fylgt eftir.
Á íbúaþinginu voru viðraðar og ræddar ýmsar hugmyndir um eflingu byggðar. Verkefnisstjórn hefur unnið úr hugmyndunum og á fundinum á þriðjudag verður brugðist við þeim. Íbúar hafa einnig tekið við boltanum í ýmsum málum og hafa væntanlega frá einhverju að segja líka.
Skref fyrir skref er að verða til forgangsröðun varðandi verkefni og aðgerðir. Byggðastofnun hefur ráðið verkefnisstjóra á Raufarhöfn, til eins árs, Kristján Þ. Halldórsson og mun hann fylgja málum eftir. Áfram verður lögð áhersla á virka þátttöku íbúa, enda er það forsenda þess að árangur náist.
Fundurinn á þriðjudag er mikilvægur áfangi í byggðaþróunarverkefninu og vonandi sjá allir áhugasamir sér fært að mæta. Fundurinn verður í Félagsheimilinu, kl. 17. Boðið upp á kaffi og meðlæti.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember