Fréttir
Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála 2017
Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2017. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.
Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til hvernig verkefnið styður við markmið sjóðsins, vísindalegs- og hagnýts gildis þess og hæfni umsækjenda.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar.
Styrkir verða veittir til eins árs. Til úthlutunar eru 10 milljónir og samkvæmt reglum sjóðsins er miðað við að styrkirnir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm ár hvert.
Þetta er í þriðja árið sem úthlutað verður styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði, en sjóðurinn var settur á laggirnar í byrjun árs 2015. Eftirfarandi rannsóknir hafa hlotið styrk úr sjóðnum:
- Aðferðir framtíðarfræða. Hvert er hagnýtt gildi þeirra við byggðaþróun? Styrkhafi er Framtíðarsetur Íslands ehf. Styrkupphæð 2,5 milljónir.
- Byggðir og breytingar – atvinnuhættir íslenskra þéttbýlisstaða í fortíð, nútíð og framtíð. Styrkhafi er Þekkingarnet Þingeyinga. Styrkupphæð 2 milljónir.
- Fjarbúa og fasteignamarkaður á landsbyggðunum. Styrkþegi eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Styrkupphæð er 2,5 milljónir.
- Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni. Styrkhafi er Þekkingarsetrið Nýheimar. Styrkupphæð 3 milljónir.
- Nýir íbúar í norðri: Hamingja og velferð innflytjenda á Norðurlandi. Styrkhafi er Markus Hermann Meckl (Háskólinn á Akureyri). Styrkupphæð 3 milljónir.
- Samstarfsverkefni sveitarfélaga. Styrkhafi er Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Styrkupphæð 2 milljónir.
- Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla. Styrkhafi er Þóroddur Bjarnason. Styrkupphæð 3 milljónir.
- Vinnusóknarmynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi. Styrkhafi er Lilja Guðríður Karlsdóttir. Styrkupphæð er 2 milljónir.
Rafrænt umsóknarform er hægt að nálgast hér.
Hér má finna reglur Byggðarannsóknasjóðs og starfsreglur stjórnar sjóðsins.
Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Sveinsdóttir. Netfang: holmfridur@byggdastofnun.is. Sími: 545 8600.
Umsóknir þurfa að berast Byggðastofnun fyrir miðnætti 8. mars 2017.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember