Fara í efni  

Fréttir

Ársskýrsla Byggðastofnunar 2023

Ársskýrsla Byggðastofnunar fyrir árið 2023 var gefin út samhliða ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var í Bolungarvík 17. apríl síðastliðinn. Í skýrslunni er farið yfir helstu áhersluþætti í starfi Byggðastofnunar yfir starfsárið og skýrsla stjórnar og ársreikningar lagðir fram.

Meðal þess sem kemur fram í ársskýrslunni er umfjöllun um fundaröð sem fyrirtækjasvið stofnunarinnar stóð fyrir ásamt HMS, Samtökum Iðnaðarins, Lóunni og landshlutasamtökunum. Alls voru haldnir átta fundir víðsvegar um landið þar sem fundarefnið var atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar. Vel var mætt á fundina en ljóst er að bæði tækifæri og áskoranir eru fjölbreytt víða um land. Á fundunum kynntu starfsmenn Byggðastofnunar þá lánaflokka sem nýst geta til uppbyggingar í landsbyggðunum en fram kom hjá fundargestum að lánastarfsemi stofnunarinnar er gífurlega mikilvæg til uppbyggingar á atvinnustarfsemi í öllum landshlutum.

Í ársskýrslunni er einnig stiklað á stóru varðandi afmælismálþing Brothættra byggða og Byggðaráðstefnuna en báðir viðburðir þóttust takast vel.

Meðal annarra nýjunga sem finna má í skýrslunni má nefna umfjöllun um náms- og kynnisferð fulltrúa Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna til Noregs, leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu sveitarfélaga og vinnustofur í þátttökubyggðarlögum um aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga, og er þá ekki allt upp talið.

Fyrir áhugasama má finna ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir árið 2023 hér.

Líkt og í fyrra kemur skýrslan eingöngu út á rafrænu formi sem er liður í Grænum skrefum stofnunarinnar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389