ÁRSSKÝRSLA 2020
2
Umsjón: Helga Harðardóttir
nnun og umbrot: Hvíta húsið
Prentvinnsla: Svansprent
Forsíðumynd: Melar á Kópaskeri
Ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson
Aðrar ljósmyndir:
Emil H. Valgeirsson, bls. 8, 36 og 41.
Kristján Þ. Halldórsson, bls. 17, 20, 23, 25, 32 og 39.
Ragnar Th. Sigurðsson, bls. 5, 11, 15, 19 og 27.
Kort og gröf: Bygastofnun nema annað sé tekið fram
ISBN: 978-9935-518-02-6
ÁRSSKÝRSLA
2020
3
EFNISYFIRLIT
Formáli stjórnarformanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Inngangur forstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
Stjórn og starfsfólk Byggðastofnunar . . . . . . . . . . . . . . 9
Starfsemi fyrirkjasviðs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
Starfsemi þróunarsviðs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Fjárhagur og rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
Ársreikningur Byggðastofnunar 2020 . . . . . . . . . . . . . . 45
Framlög og styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62
Lög og reglugerð um Bygastofnun . . . . . . . . . . . . . . . 63
4
Þess ber þó að geta í upphafi að enginn einn
þáttur getur orðið allsráðandi um búsetu eða
þróun byggða, nema náttúruhamfarir.
Í viðhorfskönnun Gallup kemur fram að
rúmlega sex af hverjum tíu Íslendingum telji
að heimurinn muni hverfa nokkurn veginn til
fyrra ástands þegar COVID-19 faraldurinn er
genginn yfir, en tæplega fjórir af hverjum tíu að
það verði miklar breytingar í kjölfar faraldursins
og heimurinn verði nánast gjörbreyttur. Ekki
verður lagt mat á hvort kann að reynast réttara
en frekar má spyrja hvaða byggðaleg áhrif
kunni að verða af þeim vágesti sem COVID-19
hefur verið.
Allar spár benda til þess að í framhaldi af
þeim samdrætti sem orðið hefur í atvinnu og
samgöngum heimsbyggðarinnar í faraldrinum
verði umtalsverður efnahagssamdráttur, þótt
enn sé deilt um hve mikill hann verði. Augljós-
asta afleiðingin er fyrir ferðaþjónustu um
allt land. Með niðursveiflu í hagkerfum flestra
landa má reikna með að ráðstöfunar
einstaklinga og fjölskyldna hafi minnkað og
möguleikar til ferðalaga milli landa þar með.
Vissulega hefur raunin orðið sú hér á landi að
þeir sem hafa haldið fullri vinnu og tekjum telja
sig að einhverju leyti vel setta því þeir fjármunir
hafi sparast sem hefðu annars farið í ferðir til
annarra landa. Alls óvíst er að sama sé uppi á
teningnum hjá öðrum þjóðum og að auki má
reikna með að flugfargjöld hafi hækkað veru-
lega þegar losnar um ferðahömlur sem dragi
enn úr ferðahug yfir höf og lönd. Samdráttur í
ferðaþjónustu hefur í landsbyggðunum m.a.
komið fram í þörf þjónustuaðilanna til að fresta
afborgunum lána sem Byggðastofnun hefur
veitt eins og aðrar fjármálastofnanir. Nokkuð
mikil óvissa ríkir enn um hvenær ferðahömlum
verður aflétt og ekki síður hvernig það verður
gert. Hvernig sem það verður má gera ráð fyrir
að ferðamennska og tekjur af erlendum ferða-
mönnum vaxi hægt í byrjun og það taki ferða-
þjónustufyrirtæki nokkurn tíma að ná sér á
réttan kjöl aftur, ef það þá tekst. Víða um land
getur endurreisnin því orðið nokkuð erfið og
þarf að huga vel að því að ekki er allt unnið þótt
COVID-19 sé haldið í skefjum og frelsi til ferða-
laga endurheimt. Þau fyrirki sem hafa byggt
allt sitt á ferðamennsku gætu þurft á áfram-
haldandi stuðningi að halda eða nýjum lausn-
um til að lifa af fyrstu misserin eftir að „eðlilegt
ástand“ er endurheimt. Fyrir flest byggðarlög
í landsbyggðunum skiptir höfuðmáli að vel
takist til í þessum efnum og óhjákvæmilega
hlýtur Byggðastofnun að hafa þar hlutverki að
gegna.
FORMÁLI
STJÓRNARFORMANNS
Byggðaþróun á Íslandi hefur gengið í gegnum ýmis tímabil og einkennst af
margvíslegum ytri og innri aðstæðum í þjóðfélaginu og heiminum yfirleitt.
Áhrifavaldar á byggð og búsetu hafa sprottið upp úr margvíslegum og
mismunandi aðstæðum. Tækniþróun, efnahagsþróun og breytingar í
menningu hafa gjarnan átt þar stóran þátt. Það er því áhugavert að velta
því fyrir sér hvaða áhrif nýjar tæknilausnir, breytt viðhorf í umhverfismálum
og efnahagsnursveifla vegna COVID-19 faraldursins koma til með að
hafa á byggðaþróun.
5
Það er oft sagt að í öllum hörmungum felist
ný tækifæri. Í því ástandi sem heimsfaraldur
COVID-19 olli á sl. ári þurftu nánast allir að
takast á við meiri eða minni breytingar á
daglegu lífi. Fólk aðlagaðist og lærði að nýta
sér fjarvinnu þar sem störf buðu upp á þann
möguleika að vinna heima. Fundir, ráðstefnur,
nám og önnur samskipti fluttust yfir á stafrænt
form. Nýjar lausnir ruddu sér til rúms og tækni-
kunnátta og viðhorf þróuðust á undraverðum
hraða. Á tiltölulega fáum vikum aðlagaðist
samfélagið að nýjum lausnum sem munu
áfram verða til staðar og halda áfram að
þróast og mótast. Þessar nýju lausnir munu
óhjákvæmilega hafa áhrif á byggðaþróun á
komandi árum. Spurningin er kannski frekar á
hvern hátt það verður. Munu nýjar tæknilausnir,
þar sem staðsetning starfsmanna skiptir ekki
höfuðmáli, verða til þess að störfum án
staðsetningar fjölgar til muna? Verður það til
þess að byggð utan stærstu þéttbýliskjarna
styrkist eða verður enn erfiðara að halda
staðbundnum verkefnum í landsbyggðunum?
Við þessum spurningum er vissulega snúið að
finna svar og einungis tíminn getur leitt þau í
ljós. Það má sömuleiðis velta því fyrir sér hvort
sífellt betri aðgangur að menntun, vöru og
þjónustu á internetinu muni styrkja hinar
dreifðu byggðir þar sem þéttleiki byggðar eða
fjarlægð frá stærri þjónustukjörnum skiptir
ekki öllu máli eða hvort netþjónustan verður
til að kippa fótunum undan annars veikum
þjónustustofnunum í fámennari bygum.
Það er því mjög mikilvægt í öllu tilliti að halda
vöku sinni gagnvart því hvernig hægt er að
nýta breytingar til jákvæðra áhrifa á þjóðlíf allt,
ekki síst fyrir hinar dreifðu byggðir sem ætíð
eru viðkvæmastar fyrir samfélagslegum
umbyltingum.
Allt er í heiminum hverfult“ orti skáldið
Jónas og það hefur okkur þótt sannast vel
síðan ritað var. Hverfulleikinn hefur síðustu
áratugi meðal annars birst okkur í þeim
breytingum á vistkerfi jarðar sem við höfum
skynjað og fengið vísindalegar ábendingar um.
Við verðum vör við breytingar á veðrakerfi
jarðar og höfum tengt það við gróðurhúsaáhrif
í lofthjúpnum. Við fáum fréttir af gífurlegri
plastmengun í hafi og viðvarandi umhverfis-
slysum, mengun lands og ágangi á náttúru-
VIÐ INGJALDSHÓL Á SNÆFELLSNESI
6
gæði. Vitundarvakning er orðin um að bæta
þurfi vistkerfið á öllum sviðum og stjórnvöld
um mestallan heim hafa gert samþykktir eða
gengist undir samninga um úrbætur. Þótt
margumræddur heimsfaraldur hafi kannski
ekki orðið til þess að slíkar samþykktir væru
gerðar þá hafði hann þó þau áhrif að með
útgöngubönnum, samkomu- og ferðatak-
mörkunum dró verulega úr allri mengun.
Í stórborgum uppgötvaði fólk bláan himin og
hreinni vötn og mælingar á loftmengun sýndu
umtalsvert betra ástand. Það má því reikna
með að viðhorf til umhverfismála hafi tekið
jákvæðum breytingum og almenningur muni
gera meiri kröfur til umhverfisvænna lausna.
Hvarvetna munu slíkar lausnir verða hluti af
byggðaþróun þar sem landnýting og mannlíf
verður skoðað í nýju ljósi. Íslenskar lands-
byggðir hafa yfir að ráða miklu landi miðað
við höfðatölu og löngum ströndum við stór
hafsvæði. Það htur því að verða eitt af
byggðaverkefnum framtíðarinnar að takast
á við varðveislu þeirra gæða sem í þessu felast
og þróa byggð og mannlíf á sjálfbæran,
jákvæðan hátt. Í slíkri byggðaþróun felast mikil
tækifæri þar sem hreinleiki og jafnvægi milli
náttúru og bygaþróunar verða metin til
sérstakra lífsgæða.
Árið 2020 var einstakt í mannlífi jarðarbúa
þar sem hver þjóð var að glíma við nýja vá og
aðra nálgun á flest sem að samfélagsgerð lýtur.
Í heimsfaraldrinum reyndi á flestalla innviði
hverrar þjóðar sem leiddi aftur í ljós hve sterkir
þeir eru. Í þessum átökum við hinn örsmáa en
hættulega óvin sem kórónuveiran er mæddi
auðvitað mest á heilbrigðisstarfsfólki og
öðrum sem sinna framlínustörfum sem sönn-
uðu bæði ágæti sitt og hæfni. Þeirra frammi-
staða verður sennilega seint fullþökkuð.
Það reyndi líka á stjórnkerfi Íslands þar sem
umbylting af því tagi sem faraldurinn olli hefði
auðveldlega getað leitt til upplausnarástands.
Segja má að stjórnkerfið hafi einnig staðist
prófið með ágætum og öll viðbrögð við
félagslegum og efnahagslegum afleiðingum
faraldursins hafi sýnt að innviðir samfélagsins
eru sterkir. Nú er farið að sjást til lands í
brimróðrinum við hinn örsmáa vágest og
framundan er endurreisnarstarf þar sem
almenningur, fyrirki, stofnanir og stjórnvöld
þurfa öll að leggja sitt af mörkum til að árangur
náist. Það er alveg ljóst að Byggðastofnun er
einn hlekkurinn í viðreisnarferlinu í landsbyg-
unum og mikilvægt að hún styrkist enn frekar
til að áratökin á það borðið verði örugg og
ákveðin.
Ég vil þakka stjórnarmönnum, forstjóra og
starfsmönnum Byggðastofnunar einstaklega
gott og gefandi samstarf. Það eru forréttindi
að starfa með jafn öflugum og samhentum
hópi þar sem málefnaleg nálgun viðfangsefna
og fagmennska er höfð að leiðarljósi. Sömu-
leiðis vil ég þakka Sigurði Inga Jóhannssyni,
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og
starfsfólki ráðuneytis hans fyrir gott samstarf
og þann mikla áhuga sem þau sýna byggða-
málum.
Magnús B. Jónsson
Stjórnarformaður Byggðastofnunar
7
Margt bendir til þess að allra svartsýnustu
spárnar hafi reynst of neikvæðar og ljóst er að
aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans hafa
haft mikið að segja til að draga úr neikvæðum
áhrifum faraldursins. Miklu mun þó skipta að
vel gangi að koma ferðaþjónustunni í fullan
rekstur aftur. Að mati Seðlabankans mun
efnahagsþróun næstu mánaða ráðast að
miklu leyti af því hvernig til tekst við að ráða
niðurlögum farsóttarinnar bæði hér á landi
og alþjóðlega.
Ferðaþjónusta hefur um nokkurra ára
skeið verið ein helsta ef ekki helsta vaxtargrein
í atvinnulífi landsbyggðanna og hefur þar af
leiðandi verið fyrirferðarmikil í útlánasafni
Byggðastofnunar og hafa flestir ferðaþjónar
í hópi viðskiptavina stofnunarinnar nýtt mögu-
leika í formi skuldbreytinga eða frystingar lána.
Á komandi misserum má reikna með því að
fara þurfi í afskriftir eða skuldaaðlögun hjá
mörgum þessara fyrirtækja ef áhrif faraldurs-
ins dragast á langinn. Þegar þær ákvarðanir
verða teknar er mikilvægt að horft verði til
byggðasjónarmiða þegar unnið er úr þeim
málum og mat lagt á lífnleika einstakra
fyrirtækja.
Þessar aðgerðir reyna mjög á fjárhag stofn-
unarinnar og raska verulega áætlunum um
sjóðsstreymi. Líklegt er að þeirra áhrifa gæti
einnig á árinu 2021. Samkvæmt rekstrarreikn-
ingi nam tap af rekstri stofnunarinnar 61,8 millj-
ónum króna á árinu en til samanburðar var
95,4 milljóna króna hagnaður á árinu 2019.
Eigið fé í lok desember 2020 samkvæmt
efnahagsreikningi var 3.154 milljónir króna.
Samkvæmt 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjár-
málafyrirki skal eiginfjárgrunnur í heild nema
að lágmarki 8% af áhættugrunni, en í árslok var
eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar skv. þessu
viðmiði 19,12% en var 19,25% í lok árs 2019.
Niðurstaða efnahagsreiknings stofnunar-
innar nam 20.285 milljónum króna í lok des-
ember 2020, og hefur hækkað um 3.809 millj-
ónir króna frá árslokum 2019. Stærsti einstaki
liðurinn á eignahlið efnahagsreiknings eru útlán
til viðskiptavina sem námu 16.835 milljónum
króna og höfðu hækkað um 2.985 milljónir
króna frá byrjun árs. Handbært fé í lok desem-
ber 2020 nam 1.165 milljónum króna, en var
475 milljónir króna í árslok 2019. Lántökur og
skuldabréfaútgáfur námu 16.789 milljónum
króna og höfðu hækkað um 3.774 milljónir
króna á árinu. Ný útlán á árinu námu 3.369
milljónum króna á móti 2.685 milljónum króna
á árinu 2019.
Árið 2020 var ár mikilla breytinga hjá Byggða-
stofnun. Um mitt ár flutti stofnunin í glæsilegt
nýbyggt hús sem er sérstaklega hannað með
hlutverk stofnunarinnar og verkefni í huga.
Húsið er afar vel búið og það er mat starfsfólks
að mjög vel hafi tekist til. Það hefur ekki síst
komið í ljós í þeim samkomu- og fjöldatak-
mörkunum sem leitt hafa af COVID-19.
Húsinu var þá skipt upp í sérstök sóttvarna-
INNGANGUR
FORSTJÓRA
Ár umbreytinga
Árið 2020 verður eflaust í minnum haft sem eitt hið erfiðasta í íslensku
samfélagi. Heimsfaraldur COVID-19 varð til þess að fjöldi fyrirtækja lagði
upp laupana og atvinnuleysi mældist hærra en nokkru sinni fyrr. Harðast
bitnuðu áhrif faraldursins auðvitað á ferðaþjónustunni sem hafði svo aftur
áhrif á aðrar atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa haft tekjur af sölu vöru
og þjónustu til ferðaþjónustufyrirtækja. Störfum hefur fækkað talsvert og
mikið atvinnuleysi mælst. Þótt óvissan sé enn mikil er smátt og smátt að
birtast skýrari mynd af áhrifum faraldursins á atvinnulíf og samfélag.
8
svæði og því þurfti starfsfólk ekki að vinna að
heiman nema eftir því væri sérstaklega óskað.
Aðalverktaki við húsbygginguna var Friðrik
Jónsson ehf. á Sauðárkróki ásamt undirverk-
tökum úr Skagafirði. Hönnun hússins var í
höndum Úti og Inni arkitekta. Áætlanir um
kostnað stóðust og litlar tafir urðu á verkinu
þrátt fyrir COVID-19.
Stofnanir verða að búa yfir getu til að þróast
áfram í takt við þarfir þess samfélags sem
þeim er ætlað að þjóna og nú hefur sam -
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ákveðið
að viðamikið verkefni verði fært til Byggða-
stofnunar þegar stjórnsýsla og eftirlit m
póstþjónustu flyst frá Póst- og fjarskiptastofn-
un til Byggða stofnunar. Stefnt er að því að
því að sú breyting taki gildi um mitt þetta ár.
Nokkrar breytingar hafa orðið á starfs-
mannahópi stofnunarinnar á tiltölulega
skömmum tíma. Reynslumiklir starfsmenn
með mikla þekkingu og hæfni hafa látið af
störfum sakir aldurs og þeirra er auðvit
saknað úr hópnum. Það er mjög krefjandi
verkefni að fylla þau skörð sem þá myndast
óhjákvæmilega, en það er mat mitt að mjög
vel hafi tekist til án þess að nokkurt rof yrði í
starfseminni. Starfsmenn stofnunarinnar
eru nú 26 talsins.
Sameyki stéttarfélag birti í október niður-
stöður hinnar árlegu „stofnun ársins“ könnunar
sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga taka þátt í.
Þar má lesa um starfsánægju og ýmsa þætti
starfsins á borð við starfsanda, stjórnun, laun
o.fl. Byggðastofnun hefur undanfarin ár komið
ágætlega út í könnuninni en tekur nú stórt
stökk upp á við, úr 18. sæti í það 6. í flokki
meðalstórra stofnana og úr 41. sæti í það 12.
þegar litið er til allra stofnana ríkisins.
Eins og áður er fram komið er ljóst að verk-
efni Byggðastofnunar á árinu 2020 mörkuðust
mjög af COVID-19 og fyrir starfsfólk var árið
einstaklega annasamt. Met voru slegin í fjölda
afgreiddra lánsbeiðna hjá stofnuninni og því til
viðbótar þurfti stór hluti viðskiptavina á sviði
ferðaþjónustu á skuldbreytingu eða frystingu
lána að halda. Á sama tíma var bryddað upp á
ýmsum nýjungum í útlánastarfi stofnunarinnar,
allt með það að markmiði að bæta og efla
þjón ustu hennar við atvinnulíf landsbyg-
anna. Nánar má lesa um þetta annars staðar
í ársskýrslunni. Starfsmenn Byggðastofnunar
unnu að fjölmörgum greiningum á áhrifum
faraldursins á atvinnulíf og samfélag víða um
land og mati á mótvægisaðgerðum þeim
tengdum. Meðal annarra verkefna má nefna
að opnað var sérstakt gagnatorg á heimasíðu
Byggðastofnunar, en þar er að finna lýðfræði-
legar upplýsingar um íbúaþróun fyrir allt landið,
eftir landshlutum, sveitarfélögum, kyni, aldri,
kisfangi og fjölskyldugerð. Auk þess eru þar
upplýsingar um íbúaveltu, framfærsluhlutfall
og lýðfræðilega veikleika.
Samhentur og öflugur hópur starfsfólks
stofnunarinnar hefur snúið bökum saman og
lyft grettistaki á árinu 2020 og færi ég þeim
sérstakar þakkir fyrir framlag sitt á þessu erfiða
starfsári.
Aðalsteinn Þorsteinsson
Forstjóri Byggðastofnunar
FRÁ VESTMANNAEYJUM
9
STJÓRN OG STARFSFÓLK
BYGGÐASTOFNUNAR
MARS 2021
STRN BYGGÐASTOFNUNAR
Magnús B. Jónsson, formaður
Halldóra Kristín Hauksdóttir
Heiðbrá Ólafsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
Gunnar Þorgeirsson
Karl Björnsson
María Hjálmarsdóttir
FORSTJÓRI
Aðalsteinn Þorsteinsson
FYRIRTÆKJASVIÐ
Arnar Már Elíasson
Andri Þór Árnason
Guðbjörg Óskarsdóttir
Jóhanna Birgisdóttir
Pétur Friðjónsson
Pétur Grétarsson
LÖGFRÆÐISVIÐ
Hjalti Árnason
Helga Eyjólfsdóttir
Margrét Helgadóttir
REKSTRARSVIÐ
Magnús Helgason
Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir
Hrund Pétursdóttir
Ingibjörg M. Valgeirsdóttir
ÞRÓUNARSVIÐ
Sigríður Elín Þórðardóttir
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
Anna Lea Gestsdóttir, í leyfi
Anna Lilja Pétursdóttir
Eva Pandora Baldursdóttir, í leyfi
Helga Harðardóttir
Kristján Þ. Halldórsson
Laufey Kristín Skúladóttir
Reinhard Reynisson
Sigríður K. Þorgrímsdóttir
Sigurður Árnason
Þorkell Stefánsson
ENDURSKOÐUNARNEFND
UMSJÓNARMAÐUR
ÁHÆTTUSTÝRINGAR
REGLURÐUR
PERSÓNUVERNDARFULLTRÚI
10
STARFSEMI
FYRIRTÆKJASVIÐS
Starfsemi fyrirtækjasviðs einkenndist af áhrifum COVID-19 þetta árið,
eins og gefur að skilja. Þannig var hefðbundnum kynningarfundum og
heimsóknum til viðskiptavina slegið á frest og stórum hluta lánasafnsins
skilmálabreytt að beiðni viðskiptavina sem margir hverjir glímdu við
gríðarlegan tekjubrest, sér í lagi þeir sem starfa á vettvangi ferðaþjónustu.
Í árslok hafði um 1/3 hluta lánasafns stofnunarinnar verið skilmálabreytt
og afborgunum frestað.
Á sama tíma var met slegið í fjölda lánsbeiðna
sem stofnuninni bárust. Lánsbeiðnirnar voru
158 að upphæð rúmir 6,4 ma.kr. Fyrra metið
var frá árinu 2017 þegar 156 lánbeiðnir bárust
að upphæð um 6,2 ma.kr. Umsóknir voru 132
árið 2018 og 136 árið 2019.
Myndin sýnir fjölda lánsumsókna og af-
greiðsl ur þeirra frá árinu 2008. Fjöldi láns-
beiðna og samþykktarhlutfall lækkuðu
veru lega eftir efnahagshrunið en hækkuðu
svo töluvert frá árinu 2012. Samþykktarhlut -
fall lánsumsókna fór svo aftur lækkandi árið
2020 frá fyrra ári sem gefur vísbendingu um
að verkefnin séu veikari en árið áður.
Heildarfjöldi erinda til lánanefndar (láns-
beiðnir, skuldbreytingar, skuldskeytingar,
Lánsbeiðnir
159
Hlutafjárkaup
3
Annað
56
Veðbandslausn
15
Skuldskeyting
9
Skilmálabreyting
162
Sala eigna
6
Afgreiðslur lánanefndar
Fjöldi lánsumsókna til Byggðastofnunar
54%
45%
82%
71%
66%
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Samþykkt Synjað Samþykktarhlutfall
74%
58%
67%
73%
65%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
2018
64%
76%
2019 2020
70%
ÁRSSKÝRSLA
2020
11
Lánaflokkar
Fram til ársins 2014 var einungis einn lána-
flokkur í boði hjá stofnuninni, en þá voru kynnt
til sögunnar svokölluð landbúnaðarlán. Þau
voru hugsuð til að auðvelda nýsköpun í land-
búnaði og bjóða ungum bændum hagstæð lán
til jarðakaupa. Flokkurinn var svo útkkaður
skömmu síðar og nær nú einnig yfir endur-
bætur og uppbyggingu á búum í rekstri.
Skömmu síðar var svo farið af stað með lán
til stuðnings atvinnureksturs kvenna í þeim
tilgangi að efla þátttöku þeirra í stofnun og
rekstri fyrirtækja. Báðir lánaflokkarnir hafa
reynst vel og er stöð ug eftirspurn í þá. Farið
var að veita nýsköpunarlán á haustmánuðum
2018, en aðgengi að fjármagni til nýsköpunar
utan höfuðborgarsvæðisins hefur verið tak-
markað, frumkvöðlar hafa talið lítinn stuðning
þar að finna og eftirsóknarvert er fyrir byggða-
þróun að bætt væri úr með betra aðgengi að
láns fjármagni.
Á árinu 2019 var fjórða sérhæfða lána-
flokknum bætt við þegar græn lán voru kynnt
til sögunnar, en mikilvægt þótti að skapa sér-
stakan lánaflokk til umhverfisvænna verkefna.
Þessi lán eru veitt til verkefna sem með einum
eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd,
s.s. vegna nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa
(smávirkjana, vatns-, vind- og sólarorku, lífgass),
bættrar orkunýtni (í iðnaði, húsnæði og í
sam göngum), mengunarvarna, bættrar
auðlindanotkunar (söfnun úrgangs, með-
höndlun, endurvinnslu, endurnotkun,
orkuvinnslu, meðferð spilliefna), lífrænnar
matvælaframleiðslu o.s.frv.
Á árinu urðu svo þau ánægjulegu tíðindi
að stofnunin ritaði undir samkomulag við EIF
(European Investment Fund) um aðild að
svokölluð COSME ábyrgðakerfi. Þessi sjóður er
í eigu Evrópubankans og Evrópusambandsins
að mestu leyti auk annarra minni opinberra-
og einkaaðila. Samkomulagið gerir stofnuninni
kleift að veita enn hagstæðari lánaskilmála en
áður í gegnum tiltekna lánaflokka. Þannig eru
nú í boði allt að 90% lán til kynslóðaskipta í
landbúnaði, allt að 90% lán til umhverfisvænna
verkefna og allt að 80% lán til fiskvinnslu í við-
kvæmum sjávarbyggðum. Þessum breyt-
ingum hefur þegar verið vel tekið og uppfærðir
lánaflokkar eru eftirsóttir víða um land.
Sértækir lánaflokkar eru því orðnir sex talsins
og framboð stofnunarinnar í lánveitingum fjöl-
breytt og sniðið að þörfum landsbyggðanna.
Mikilvægt er að stofnunin fylgist áfram með
þróun atvinnulífs og búsetu í landsbyggðunum
og bjóði upp á fjármögnunarmöguleika sem
best henta starfsemi innan þeirra hverju sinni.
Sér í lagi er þetta mikilvægt á nýju ári þegar
vænta má að atvinnulífið takið við sér á ný í
kjölfar heimsfaraldursins.
skilmálabreytingar, breytingar á lánsloforðum
o.s.frv.) var 409 á árinu sem er það langmesta
frá upphafi. Erindin voru afgreidd á 42 fundum
lánanefndar (og eftir atvikum á fundum
stjórnar) eða að meðaltali um 10 erindi fyrir
hvern fund.
VIÐ SELJALANDSFOSS
12
STARFSEMI
FYRIRTÆKJASVIÐS
Atvinnugreinar
Tæplega helmingur allra lánsumsókna komu úr
landbúnaði árið 2020, en landbúnaður hefur
síðustu ár verið fyrirferðamesta atvinnugreinin
í lánasafni Byggðastofnunar og heildarútlán
um áramótin tæpir 7,5 ma.kr. eða rúmlega 40%
af lánasafninu í heild. Kostnaðarsamar fram-
kvæmdir vegna lausagöngufjósa hafa skýrt
þessa miklu eftirspurn síðustu ára að miklu
leyti auk þess sem að 90% lán vegna kynslóða-
skipta hafa reynst eftirsótt.
Töluvert minna var af lánsbeiðnum úr ferða-
þjónustu árið 2020 en árin á undan sem skýra
má af mikilli óvissu innan greinarinnar tengdri
COVID-19. Búast má við að umsóknum úr
greininni muni fjölga aftur á næsta ári og árið á
eftir þegar áhrifa bóluefna fer að gæta og fjöldi
ferðamanna eykst á ný.
Landsvæði
Þegar horft er til landsvæða komu langflestar
umsóknir frá Suðurlandi, líkt og árin á undan,
eða tæpur þriðjungur með tilliti til fjölda og
nærri helmingur með tilliti til upphæða. Því er
ljóst að verkefnin á Suðurlandi eru ekki ein-
göngu flest heldur einnig hlutfallslega stærri
en önnur. Ástæðurnar eru vafalítið margar en
einna helst mætti nefna hlutdeild landshlutans
í landbúnaði sem alla jafna er fremur fjárfrekur.
Lánsbeiðnir frá öðrum landshlutum koma svo
nokkuð jafnt þar á eftir, þó minnst frá Suður-
nesjum sem ef til vill búa við betra aðgengi að
lánsfjármagni úr viðskiptabönkunum en önnur
svæði.
Kynjahlutföll
Það er liður í samþættingu kynjasjónarmiða hjá
Byggðastofnun að halda til haga tölfræði um
hvernig umsóknir sem berast til stofnunarinnar
skiptast eftir kyni eigenda eða forsvarsmanna
fyrirkja og hvernig samþykkt lán skiptast
eftir kyni umsækjenda. Í lok árs 2014 samþykkti
stjórn Byggðastofnunar sérstakan lánaflokk
til að styðja við atvinnurekstur kvenna á starfs-
svæði stofnunarinnar. Upphaflega var um að
ræða tímabundið átak með 200 m.kr. heildar-
potti en þegar því fjármagni hafði verið
ráð stafað var ákveðið að setja 200 m.kr. til
viðbótar í þetta verkefni.
Lánsumsóknir 2020 eftir landshlutum
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
m.kr.
35
30
25
20
15
10
5
0
AustfirðirNorðurl.
eystra
Vestfirðir VesturlandNorðurl.
vestra
Suðurland
Samþykkt – upphæð
Synjað – upphæð Samþykkt – fjöldi
Synjað – fjöldi
10
11
18
17
7
29
3
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
70
60
50
40
30
20
10
0
Samþykkt – upphæð
Synjað – upphæð Samþykkt – fjöldi
Synjað – fjöldi
ði kyn KarlarKonur
Lánsumsóknir 2020, kynjaskipting
m.kr.
m.kr.
Samþykkt – upphæð
Synjað – upphæð
Samþykkt – fjöldi
Synjað – fjöldi
SjávarútvegurLand-
búnaður
Iðnaður,
þjónusta
og verslun
Fea-
þjónusta
Fiskeldi Annað
Lánsumsóknir 2020 eftir atvinnugreinum
50
40
30
20
10
0
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
11
2
19
14
47
7
20
25
1
1
11
0
Suðurnes
4
6
18
18
9
5
3
4
69
11
32
16
26
ÁRSSKÝRSLA
2020
13
sem iðulega hafa mælst vel fyrir, sátu nær
alfarið á hakanum árið 2020 sökum áhrifa
COVID-19 eins og áður segir. Ætla má að þörf
íbúa landsbyggðanna fyrir lánsfé til góðra verk-
efna á samkeppnishæfum kjörum hafi aldrei
verið meiri í kjölfar gríðarlegs tekjufalls margra
atvinnugreina síðustu mánuði. Er því mikilvægt
að kynningarfundir og heimsóknir í landshlut-
ana fari af stað að nýju við allra fyrsta tækifæri.
Hlutafjáreign Byggðastofnunar
Byggðastofnun á nú hlutafé í 36 fyrirtækjum
víða um land. Er þetta hlutafé tilkomið vegna
átaksverkefna fyrrum ríkisstjórna til eflingar at-
vinnulífs, breytinga skulda í hlutafé tengdu
skuldauppgjöri eða vegna heimilda í lögum um
stofnunina til þess að styrkja atvinnulíf í lands-
byggðunum.
Eignarhlutur stofnunarinnar er aldrei hærri
en 40% í hverju félagi, enda réttast að þau séu
rekin og þeim stýrt af heimafólki og frumkvöðl-
um í landsbyggðunum. Bókfært virði þessara
bréfa er rétt rúmur 1 ma.kr. en stofnunin hefur
lengi átt töluvert af bréfum sem erfitt hefur
reynst að losa. Öll hlutabréf í eigu Byggða-
stofnunar eru ávallt til sölu en lista yfir þau
má nálgast á heimasíðu hennar
1
.
Á árinu 2018 voru aðeins 7% umsókna frá
konum. Hlutfallið var 11% árið 2019 og er um
10% nú. Karlar sóttu um 30% lána og sækja því
enn ríflega þrisvar sinnum oftar um en konur.
Það hljóta þó að teljast jákvæð tíðindi að
langmestur fjöldi lánsbeiðna berst frá aðilum
þar sem kynin koma bæði að rekstri eða
60% umsókna.
Heildarstaða lánasafns
Byggðastofnunar
Heildarstaða lánasafns Byggðastofnunar í
lok árs 2020 var tæpir 18 ma.kr. Þetta er mikil
stækkun safnsins frá fyrri árum í kjölfar vax -
andi eftirspurnar. Til samanburðar var lánasafn
Byggðastofnunar 11,5 ma.kr. í árslok 2017,
13,3 ma.kr. árið 2018 og rúmir 15 ma.kr. í
árslok 2019.
Útlán til landbúnaðar og ferðaþjónustu vega
langþyngst í lánasafni stofnunarinnar. Þar af
eru útlán til landbúnaðar nú tæpir 7,5 ma.kr.
eins og áður segir og lán til ferðaþjónustu tæpir
5 ma.kr.
Starfsmenn fyrirtækjasviðs hafa reglulega
heimsótt landið allt með það fyrir augum að
kynna lánaflokka stofnunarinnar og hitta lands-
menn til að hlýða á hugmyndir þeirra sem
þarfnast fjármögnunar. Þessar heimsóknir,
1. https://www.byggdastofnun.is/is/eignir-til-solu/hlutafe
Lánasafn Byggðastofnunar 31. 12. 2020
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
120
100
80
60
40
20
0
Ferðaþjónusta
Iðnaður, þjónusta og
verslun
Landbúnaður
Sjávarútvegur
og fiskeldi
Fasteignafélög
Önnur starfsemi
Fjöldi viðskiptavina
SuðurnesHöfuðborgar-
svæðið
Vesturland Vestfirðir Norðurland
vestra
Norðurland
eystra
Austurland Suðurland
11
60
71
104
68
45
79
14
Milljónir króna
Fjöldi viðskiptavina
14
Starfsemi þróunarsviðsins á tímum kórónu-
veirufaraldursins einkenndist af miklu annríki.
Það fólst m.a. í vinnslu greinargerðar fyrir sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um áhrif
faraldursins á samfélög þar sem ferðaþjónusta
hefur verið mikilvæg stoð. Í framhaldinu var
þróunarsviði falið að gera samninga í þeim
sex sveitarfélögum, utan Suðurnesja, sem
fóru verst út úr hruni ferðaþjónustunnar.
Samningarnir fólu í sér aðgerðir til stuðnings
atvinnulífi og samfélögum. Þróunarsviðið vann
að útfærslum mótvægisaðgerða stjórnvalda
til að bregðast við afleiðingum faraldursins í
viðkvæmum byggðarlögum. Útfærður var
farvegur fyrir aukaframlag til frumkvæðisverk-
efna í Brothættum byggðum og áttu starfs-
menn víðtækt samstarf við samstarfsaðila í
verkefnisstjórnum allra þátttökubyggðarlag-
anna. Einnig hafði sviðið umsjón með styrkjum
vegna aukinna fjölda mála og kostnaðaraukn-
ingar sem fylgdi faraldrinum hjá félagsþjónustu
sveitarfélaga í dreifðustu byggðum landsins.
Umsóknir voru metnar að stigum með tilliti til
mælikvarða og hlutu fjögur sveitarfélög styrk í
fyrsta umsóknarkalli.
Á heimasíðu Bygastofnunar er að finna
nánari upplýsingar um starfsemi þróunar-
sviðsins. Þar er m.a. að finna stöðugreiningar
landshluta, framtíðarspá um þróun mann-
fjölda eftir sveitarfélögum til ársins 2067,
atvinnutekjur 2008–2019 eftir atvinnugreinum
og landsvæðum og upplýsingar um staðsetn-
ingu ríkisstarfa um áramót 2019/2020. Einnig
má nefna greinargerðir um þátttöku og árangur
Íslands í Norðurslóðaáætluninni (NPA), í
Norræna Atlantssamstarfinu (NORA), um
framvindu verkefna í Brothættum byggðum
árið 2019 og um framkvæmd Sóknaráætlana
landshluta 2015–2019. Einnig eru upplýsingar
um samanburð fasteignamats og fasteigna-
gjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum og upplýs-
ingar um orkukostnað heimila í þéttbýli og
dreifbýli. Mælaborð með ýmsum byggða-
tengdum upplýsingum s.s. mannfjölda eftir
kyni, aldri, ríkisfangi og sveitarfélögum, búferla-
flutningar eftir sveitarfélögum frá 1998–2020
og kort með upplýsingum um húsnæði fyrir
störf án staðsetningar, um raforku- og hús-
hitunarkostnað heimila og skipan sveitarfélaga
frá 1875 til dagsins í dag.
Hér á eftir er fjallað um byggðaáætlun og
verkefni sem tengjast henni með beinum
hætti og gerð grein fyrir nokkrum þáttum í
starfsemi þróunarsviðsins.
Byggðaáætlanir og framlög til
einstakra verkefna
Samkvæmt lögum nr. 53/2018 um breytingu á
ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á
sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar-
og bygamála var gerð meginbreyting á
uppbyggingu og gildistíma byggðaáætlunar.
Með lögunum eru áætlanir á sviði sam-
göngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggða-
mála samþættar og ná þær allar til 15 ára með
fimm ára aðgerðaáætlunum og allar verða þær
endurskoðaðar á þriggja ára fresti. Að auki er
gert ráð fyrir samþættingu við aðrar áætlanir
um uppbyggingu innviða í landinu.
Stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál er
ætlað að efla samhæfingu og tryggja aðkomu
allra ráðuneyta að undirbúningi byggðaáætl-
unar en samkvæmt lögunum skal ráðherra
skipa byggðamálaráð sem gerir tillögu að
byggðaáætlun að fengnum áherslum ráðherra.
Ráðherra hefur þegar skipað byggðamálaráð
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Eins og fram kemur í lögum og reglugerð fyrir Byggðastofnun er hlutverk
þróunarsviðs að annast samstarf við atvinnuþróunarfélög og stofnanir,
gagnasöfnun og úrvinnslu upplýsinga og hafa umsjón með úttektum,
rannsóknum og öðru þróunarstarfi á sviði byggðamála og atvinnulífs.
ÁRSSKÝRSLA
2020
15
sem í sitja tveir fulltrúar ráðherra og sam-
kvæmt lögunum er annar þeirra formaður,
einn fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga,
forstjóri Byggðastofnunar og fulltrúi þeirrar
skrifstofu ráðuneytisins sem fer með byggða-
mál, alls fimm einstaklingar.
Í aðgerðaáætlun skal gerð grein fyrir sérstök-
um áformum ríkisins um stuðning við atvinnulíf
á skilgreindum stuðningssvæðum byggðakorts
af Íslandi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
hefur samþykkt fyrir tiltekið tímabil og tengingu
þeirra við sóknaráætlanir. Áður en aðgerða-
áætlun er unnin leggur ráðherra fram fjárhags-
ramma til byggðamálaráðs. Einnig ber að hafa
samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga
og aðra haghafa auk þess sem almenningi
verður gefinn kostur á að koma fram sínum
sjónarmiðum í opnu samráðsferli.
Byggðaáætlun fyrir árin
2018–2024
Markmið byggðaáætlunar samkvæmt lögum
eru að jafna aðgengi að þjónustu, að jafna
tækifæri til atvinnu og að stuðla að sjálfrri
þróun byggða um allt land. Þá er einnig lö
mikil áhersla á samþættingu við aðrar stefnur
og áætlanir. Settar eru fram 47 áherslur sem
leiða margar, en ekki allar, til aðgerða, sumar
fleiri en einnar. Aðrar áherslur eru til sam-
þættingar við aðgerðir í öðrum opinberum
áætlunum. Í byggðaáætlun eru tilgreindar 54
aðgerðir sem falla undir ofangreind markmið,
hvaða ráðuneyti bera ábyrgð á þeim, fram-
kvæmda- og samstarfsaðilar og á hvaða
tímabili reiknað er með að þau komi til fram-
kvæmda. Þá eru ýmist gerðar tillögur um hver
muni fjármagna verkefni eða hvaða fjármagni
af fjárveitingu til byggðaáætlunar verði varið til
þeirra. Í árslok 2020 voru 40 aðgerðir í vinnslu
en 14 aðgerðum var lokið, samkvæmt skýrslu
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem
lögð var fram á Alþingi í desember 2020 um
framvindu byggðaáætlunar. Fjárveiting til
byggðaáætlunar á árinu 2020 var 643 milljónir
króna. Framlag til byggðaáætlunar var hækkað
tímabundið um 568 milljónir króna til að
bregðast við áhrifum af COVID-19 faraldrinum.
Viðbótarframlaginu var varið til að styrkja
Brothættar byggðir, sveitarfélög á Suður-
nesjum, félagsþjónustu og barnavernd, fimm
sveitarfélög á Suðurlandi og eitt á Norðurlandi
eystra, Ísafjarðarbæ og Flateyri.
Endurskoðun byggðaáætlunar
– gerð Grænbókar
Vorið 2021 verða þrjú ár liðin frá samþykkt
gildandi byggðaáætlunar og hófst vinna við
undirbúning nýrrar tillögu til þingsályktunar
með fundi sem haldinn var í júní 2020. Lögum
samkvæmt fer byggðamálaráð með verkefnis-
stjórn í þeirri vinnu, sem unnin er af starfsfólki
Byggðastofnunar og samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytis. Á upphafsfundi endur-
skoðunarinnar lagði ráðherra áherslu á víðtækt
samráð. Opnuð var sérstök samráðsgátt á
vef Byggðastofnunar þar sem kallað var eftir
skoðunum á núverandi byggðaáætlun,
kostum hennar og göllum, og hverjar væru
helstu áskoranir framundan við mótun nýrrar
áætlunar. Samráðsgáttin var opin í þrjá mánuði
FRÁ HÚSAVÍK
16
og bárust 13 svör frá forsvarsmönnum sveitar-
félaga, starfsmönnum og forsvarsmönnum
landshlutasamtaka sveitarfélaga, atvinnu-
greinasamtökum og einstaklingum. Í október
sl. voru svo haldnir samráðsfundir með full-
trúum allra landshlutasamtaka sveitarfélaga,
Sambands íslenskra sveitarfélaga, alþingis-
mönnum og stýrihópi Stjórnarráðsins um
byggðamál, alls 11 fundir. Tilgangur fundanna
var fyrst og fremst að leita eftir skoðunum
og sjónarmiðum á gildandi bygaáætlun og
áskorunum komandi ára. Fundirnir voru vel
sóttir og umræðan á þeim opin, virk og gagnleg.
Samhliða samráðsferlinu var unnið að gerð
stöðumats, svokallaðrar Grænbókar, sem lögð
var fram í samráðsgátt stjórnvalda í árslok.
Er þetta í fyrsta skipti sem unnið er stöðumat
með þessum hætti fyrir málaflokkinn. Í Græn-
bókinni er farið yfir skipulag og umgjörð mála-
flokksins innan stjórnsýslunnar og gerð grein
fyrir samráði við gerð núgildandi áætlunar og
endurskoðunar hennar. Sérstaklega er fjallað
um samhæfingu áætlana hins opinbera, bæði
kis og sveitarfélaga. Samhæfingin er mjög
mikilvæg til að ná fram skilgreindum megin-
markmiðum byggðaáætlunar um jöfnun að-
gengis að þjónustu og tækifæra til atvinnu sem
hvort tveggja er forsenda sjálfbærrar þróunar
byggðarlaga um land allt. Megininntak Græn-
bókarinnar snýr að stöðumati og er þar m.a.
komið inn á alþjóðlega þróun í málaflokknum,
byggðaþróun í landinu, þróun fjárheimilda og
kynja- og jafnréttismál, en þau eru oft samofin
byggðamálunum. Þá er gerð grein fyrir mati á
gildandi áætlun sem byggir annars vegar á
samráðsferli sem viðhaft var og hins vegar á
skilgreindum árangursmælikvörðum áætlunar-
innar. Á grunni stöðumatsins, skilgreindra
lögbundinna markmiða, framtíðarsýnar sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og
áherslu ráðherra er svo sett fram framtíðarsýn
ásamt lykilviðfangsefnum, áherslum og leiðum.
Grænbókina má nálgast á vef samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins*.
Verkefnastyrkir samkvæmt
stefnumótandi byggðaáætlun
fyrir árin 2018–2024
Á grundvelli gildandi byggðaáætlunar 2018–
2024 var ákveðið að veita styrki í fjögur verkefni
á byggðaáætlun. Um er að ræða í fyrsta lagi
sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, C.1,
en alls eru áætlaðar 870 m.kr. af byggðaáætlun
í þau verkefni á tímabilinu. Í öðru lagi framlög
til að styðja verslun í strjálbýli, A.9, en 55 m.kr.
eru áætlaðar í þau verkefni, og í þriðja lagi
almenningssamgöngur um land allt, A.10, en
í þau verkefni eru áætlaðar 107,5 m.kr. Loks eru
framlög til fjarvinnslustöðva, B.8, en áætlað er
að styrkir til þeirra verði 300 m.kr. á tímabilinu.
Á árinu 2020 voru auglýstir styrkir úr þremur
þessara potta, C.1, heildarfjárhæð 76,5 m.kr.,
A.9, heildarfjárhæð 12 m.kr. og A.10, heildar-
fjárhæð 32,5 m.kr., auk þess sem úthlutað var
án auglýsingar 7 m.kr. úr B.8. Úthlutað var úr
pottunum skv. reglugerð ráðherra, en ráðherra
setti árið 2018 á fót þriggja manna valnefnd til
að fjalla um umsóknir. Sama valnefndin er fyrir
öll verkefnin. Samkvæmt reglunum fer Byggða-
stofnun með umsýslu umsókna, gerð samn-
inga, umsýslu greiðslna og eftirlit m
framkvæmd samninga þessara verkefna.
Vegna þess að sum verkefni sem þegar hafa
fengið styrki eru til lengri tíma en eins árs var
nokkuð gengið á sjóði áranna 2019–2020 og
var því ákveðið að sameina umsóknir þeirra ára
í verkefnum A.9 og B.8 og úthluta í árslok 2019
fyrir bæði árin. Á árinu 2020 var samt úthlutað
aukalega 12 m.kr. úr A.9 og ákveðið var að fram-
lengja eitt verkefni sem áður hafði fengið styrk
úr B.8 og gera viðaukasamning um þá fjárhæð
sem til ráðstöfunar var, en sú fjárhæð var ekki
auglýst til úthlutunar. Á árinu var einnig úthlut-
að í fyrsta sinn styrkjum vegna almennings-
samgangna, A.10.
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
*https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/29/Fyrsta-graenbok-um-byggdamal-kynnt-i-samradsgatt/
ÁRSSKÝRSLA
2020
17
C.1. Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Til úthlutunar voru 76,5 m.kr. Alls bárust
28 um sóknir og hlutu eftirfarandi níu verkefni
styrki:
Nýsköpunarnet Vesturlands. Styrkfjárhæð
19 m.kr., sem deilist á árin
2021–2022
. Styrkþegi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Með verk-
efninu á að tengja saman þá aðila sem vinna
að nýsköpun á Vesturlandi og efla þau nýsköp-
unarsetur og samvinnurými sem þegar eru til
staðar.
Hrið. Styrkfjárhæð 19 m.kr. árið 2021.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga og atvinnu-
þróunar á Norðurlandi eystra. Uppbygging
frumkvöðlaseturs og myndun klasa nokkurra
stofnana í húsnæði sem áður hýsti Fiskiðjuna.
Vínlandssetur í Dalabyggð. Styrkfjárhæð
5,3 m.kr. fyrir árið 2020. Styrkþegi: Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi. Ljúka á fjármögnun
á verkefninu, sem áður fékk styrk úr sama sjóði,
að fjárhæð 15 m.kr. árið 2018.
Friðlandsstofa – anddyri friðlands Svarf-
dæla í Dalvíkurbyggð. Styrkfjárhæð 35 m.kr.,
sem deilist á árin 2021-2023. Styrkþegi: Samtök
sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi
eystra. Stofnun og uppbygging Friðlandsstofu
á Dalvík. Skólabygging á Dalvík verður nýtt fyrir
starfsemina, en þar verður einnig hýst byggða-
safn og fuglasafn.
Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og
hugsanleg stækkun hitaveitu. Styrkfjárhæð
7,2 m.kr. árið 2021. Styrkþegi Samtök sveitar-
félaga á Norðurlandi vestra. Prufudæling bor-
holu (RS-14) á Reykjatanga í Hrútafirði og mat á
vinnslugetu jarðhitasvæðisins og hugsanlegri
stækkun hitaveitunnar.
Austurland – áfangastaður starfa án stað-
setningar. Styrkfjárhæð 8 m.kr. árið 2021.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á Austurlandi.
Taka á saman í eina gátt á austurland.is þau
tækifæri sem bjóðast varðandi starfsaðstöðu
á Austurlandi, með áherslu á sjö jaðarsvæði.
Kortleggja á þörf og skrá rými sem bjóðast.
Gróðurhús í Öxarfirði. Styrkfjárhæð 2 m.kr.
árið 2021. Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga og
atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Verk-
efnið snýst um nýtingu auðlinda í Öxarfirði,
með jarðhita í sandinum og nýtingu hans fyrir
gróðurhús. Ráða á verkefnisstjóra með aðsetur
á Kópaskeri.
Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum.
Styrkfjárhæð 8 m.kr. á árinu 2021. Styrkþegi:
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kortleggja og skilgreina á uppbyggingu nýs
klasa á Suðurnesjum sem er klasi fyrirtækja
sem sérhæfa sig í þjónustu við stór og tækni-
vædd skip á Norður-Atlantshafi.
Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn.
Styrkfjárhæð 6 m.kr. á árinu 2021. Styrkþegi:
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Kynna á íslensku ullina, bjóða upp á námskeið
og kennslu í texl með nýtingu og vörusölu í
huga. Boðið verður upp á tækjaleigu til einstak-
linga til vöruþróunar.
FRÁ ÞINGEYRI
18
A.9. Framlög til verslunar í strjálbýli.
Til úthlutunar voru 12 m.kr. fyrir árið 2021.
Alls bárust fimm umsóknir og hlutu eftirfarandi
þrjú verkefni styrki:
Notendavæn verslun sem er aðlaðandi
samkomustaður. Styrkfjárhæð 1 m.kr. árið
2021. Styrkþegi: Hríseyjarbúðin ehf. Verkefnið
fékk áður styrk árið 2018. Vinna á áfram að
endurbótum á húsnæði, endurnýja hillur, af-
greiðsluborð, bæta aðstöðu fyrir viðskiptavini,
kynningarefni o.fl.
Opnun og rekstur verslunar á Reykhólum.
Styrkfjárhæð 5,8 m.kr. árið 2021. Styrkþegi:
Helga Guðmundsdóttir. Versluninni á Reyk-
hólum var lokað haustið 2020. Umsækjendur
ætla að opna hana á ný og gera endurbætur
á húsnæðinu.
Lagfæring og betrumbætur á mjög lélegu og
óhentugu húsnæði verslunar. Styrkfjárhæð:
5,2 m.kr. árið 2021. Styrkþegi Kauptún rekstrar-
félag ehf. vegna verslunar á Vopnafirði. Vinna
á að ýmsum endurbótum á húsnæði fyrir
verslun og veitingaaðstöðu, m.a. að útbúa
löglegt eldhús.
B.8. Framlög til fjarvinnslustöðva.
Ekki voru auglýstir styrkir til úthlutunar á árinu
2020. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
ákvað að veita framhaldsstyrk að fjárhæð
7 m.kr. til sýslumannsins á Norðurlandi eystra
vegna verkefnisins Rafræn skönnun fjöl-
skyldumála á landsvísu. Verkefnið hlaut styrk
að fjárhæð 6 m.kr. árið 2020. Unnið er að
heildstæðri rafrænni málaskrá og skanna á
eldri skjöl og tryggja þannig vistun og aðgengi til
framtíðar, bæta þjónustu og stuðla að réttar-
öryggi. Á vegum verkefnisins var ráðinn starfs-
maður, staðsettur á Þórshöfn á Langanesi.
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
A.10. Framlög til verkefna á sviði
almenningssamgangna.
Til úthlutunar voru allt að 32,5 m.kr. fyrir árin
2020–2021. Alls bárust 22 umsóknir og hlutu
eftirfarandi 11 verkefni styrki:
Fýsileikakönnun almenningssamgangna á
Norðurlandi vestra. Styrkfjárhæð 2,9 m.kr.
á árinu 2021. Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra. Gera á fýsileikakönnun á
þróun almenningssamgangna á Norðurlandi
vestra. Markmiðið er að komast að þörf á
uppbyggingu almenningssamgangna, hverjir
myndu nýta sér þær og á milli hvaða staða.
Horft verður sérstaklega til nýrra leiða, svo
sem samnýtingu við annan akstur, deiliþjón-
ustu og leiða sem farnar hafa verið í dreifbýli
hér á landi og erlendis.
Fólk og farmur á Austurlandi. Styrkfjárhæð
3 m.kr. á árinu 2021. Styrkþegi: SVAust –
Almenningssamgöngur ehf. Kortleggja á þá
aðila á Austurlandi sem sinna fólks- og/eða
farmflutningum og kanna möguleikana á
tengja gildandi leiðarkerfi SVAust ehf. við aðrar
stofnleiðir á hringveginum. Gerð verður þarfa-
greining og skoðað hvort forsenda sé til þess
að fjölga ferðum með því að samnýta fólks-
og farmflutninga; s.s. póst og minni dagvöru,
á leiðum Strætisvagna Austurlands.
Samþætting skóla- og tómstundaaksturs og
almenningssamgangna. Styrkfjárhæð 2 m.kr.
á árinu 2021. Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi. Skoðað verður hvort hægt væri að
efla almenningssamgöngur á svæðinu með því
að tengja saman skólaakstur í grunnskóla, tóm-
stundaakstur, skólaakstur í framhaldsskóla og
landsbyggðarstrætó. SSV vinni úttekt á þess-
um möguleikum í samráði við hagsmunaaðila.
Farveita – SVAust ehf. Styrkfjárhæð 3 m.kr.
á árinu 2021. Styrkþegi: SVAust – almennings-
samgöngur ehf. Í verkefninu er leitast við að
tryggja íbúum þessara svæða öruggar sam-
göngur og leita leiða til að tryggja jafnari stöðu
íbúa. Ætlunin er að skilgreina þjónustuþörfina
og þróa smáforrit sem gerir farþegum kleift að
tengjast inn á áætlunarkerfi SVAust með
pöntunarþjónustu.
ÁRSSKÝRSLA
2020
19
Flateyri, efling þjónustu og atvinnusóknar á
norðanverðum Vestfjörðum. Styrkfjárhæð
10,6 m.kr. sem deilist á árin 2020-2023. Styrk-
þegi: Vestfjarðastofa ses. Tilgangurinn er efling
almenningssamgangna til Flateyrar. Markmiðið
er að bæta þjónustu en horfa jafnframt til
samlegðaráhrifa og að efla atvinnusókn á milli
Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar. Horft er til
jafnræðis byggða í Ísafjarðabæ með umsókn
um fjármagn til fjölgunar ferða til að bæta þjón-
ustu við íbúa á Suðureyri og Þingeyri. Markmið-
ið er að tryggja fjárhagsramma í almennings-
samgöngur til að mæta réttmætum þörfum
íbúa bygarlaga í Ísafjarðarbæ en jafnframt
að auðvelda uppbyggingu atvinnulífs.
Sambíllinn. Styrkfjárhæð 3 m.kr. árið 2021.
Styrkþegi: Vestfjarðastofa ses. Unnin verður
greining á möguleikum þess að efla almenn-
ingssamgangnaakstur, með því að nýta þá
þjónustu sem nú þegar er í boði s.s. skóla-
akstur og þjónustuakstur. Þess er vænst
að skólaakstur geti þannig orðið að kjölfestu
almenningssamgangna ásamt samþættingu
við annan þjónustuakstur í dreifbýli, án mikils
kostnaðarauka fyrir samfélagið.
Framlag til rannsóknar- og þróunarverkefnis
á sviði almenningssamgangna á Suðurlandi.
Styrkfjárhæð 3 m.kr. á árinu 2021. Styrkþegi:
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Fram-
kvæmd verði rannsókn og greining á þjónustu
almenningssamgangna á landsbyggðinni sem
unnt verður að nýta í öðrum landshlutum.
Könnun verður gerð á meðal íbúa og gesta á
Suðurlandi um ferðahegðun. Spurningar verða
einnig lagðar fyrir rýnihópa sem m.a. verða
samsettir af nemendum á framhaldsskólastigi.
Samfélagsleg nýsköpun – samlegð farþega
og póstflutninga á Norðausturlandi.
Styrkfjárhæð 2,8 m.kr. Styrkþegi: Samtök
sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi
eystra. Markmið þessa verkefnis er að samnýta
póst- og farþegaflutninga svo að leiðin frá
Húsavík til Þórshafnar verði rekstrarhæf og
til að íbúar og ferðamenn geti nýtt sér þjón-
ustuna. Unnin verður þarfagreining, samtöl
við hagsmunaaðila og gerð rekstrar- og leiða-
áætlana.
Pöntunarakstur Strandir og Reykhólar 2020,
2021, 2022 og 2023. Styrkfjárhæð 9,1 m.kr.
sem deilist á árin 2020-2023. Styrkþegi: Vest-
fjarðastofa ses. Reykhólar og Drangsnes eru
þéttbýlisstaðir sem ekki eru tengdir sam-
gönguneti almenningssamgangna. Komið
verði á akstri frá þessum stöðum í tengslum við
leið 59, sem ekur á milli Hólmavíkur, Búðardals
og í umferðarmiðstöð í Borgarnesi, og leið 61
sem ekur til Ísafjarðar að sumarlagi.
FRÁ BÍLDUDAL
20
Frístundaakstur og almenningssamgöngur
í dreifbýli í sveitarfélaginu Hornafirði.
Styrkfjárhæð 3,2 m.kr. árið 2021. Styrkþegi:
Sveitarfélagið Hornafjörður. Áframhaldandi
þróun á frístunda- og tómstundaakstri milli
Hafnar og Suðursveitar annars vegar og
Hafnar og Lóns hins vegar. Hægt verði að bjóða
almenningi far á þeim leiðum. Einnig verði bætt
við aksturstengingu við Öræfi sé það mögulegt.
Tímasetning ferða ræðst af þátttöku barna í
íþróttastarfi en það liggur fyrir í september
byrjun og verður endurskoðað um áramót.
Pöntunarakstur Vesturbyggð og Tálkna-
fjarðarhreppur 2020, 2021, 2022 og 2023.
Styrkfjárhæð 4,7 m.kr. sem deilist á árin
2020–2023. Styrkþegi: Vestfjarðastofa ses.
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa
í samstarfi við fyrirki í sveitarfélögunum
byggt upp almenningssamgöngur milli
byggðarlaga. Samdráttur í þjónustu ríkisins
kallar á bættar almenningssamgöngur þannig
að gætt sé jafnræðis íbúa í sveitarfélögunum.
Bættar almenningssamgöngur munu einnig
auka aðgengi barna og unglinga að afþreyingu
og tómstundastarfi.
Aflamark Byggðastofnunar
Aflamark Byggðastofnunar byggir á 10. gr.
laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og hefur
stofnunin til ráðstöfunar aflaheimildir til að
styðja við fámenn byggðarlög í alvarlegum og
bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarút-
vegi. Á fyrsta fiskveiðiári verkefnisins, 2013–
2014, hafði stofnunin 1.800 þorskígildistonn til
ráðstöfunar. Magnið hefur aukist á hverju fisk-
veiðiári og úthlutaði stofnunin rúmlega 5.000
þorskígildistonnum á síðasta fiskveiðiári.
Í gildi eru samningar á ellefu stöðum; Bakka-
firði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi,
Flateyri, Grímsey, Hrísey, Raufarhöfn, Suður-
eyri, Tálknafirði og Þingeyri.
Markmið verkefnisins er að auka byggðafestu
í þeim sjávarbyggðum sem; a) standa frammi
fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna
skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í
sjávarútvegi, b) eru háðastar sjávarútvegi og
eiga minnsta möguleika á annarri atvinnu-
uppbyggingu, c) eru fámennar, fjarri stærri
byggðarkjörnum og utan fjölbreyttra vinnu-
sóknarsvæða.
Með aflamarki Bygastofnunar er stefnt
að uppbyggingu í sjávarútvegi sem skapar eða
viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir
bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og
afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyg-
um. Jafnframt er því ætlað að stuðla að sem
öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma
og draga sem mest úr óvissu um framtíð
sjávarbyggðanna. Til að nýta aflaheimildirnar
og úthluta þeim á þann hátt að þær komi að
sem mestu gagni mótaði stofnunin leiðbein-
ingar og viðmið þar sem áhersla er m.a. lögð á
víðtækt samstarf við útgerðarfyrirtæki og fisk-
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
FRÁ DÝRAFIRÐI – DÝRAFJARÐARGÖNG
ÁRSSKÝRSLA
2020
21
vinnslur sem búa yfir möguleikum til fullvinnslu
sjávarafurða í hverju byggðarlagi fyrir sig.
Aflamarkinu hefur nú verið úthlutað í sjö ár.
Úthlutunin hefur alls ekki gengið hnökralaust
fyrir sig en ekki verður fram hjá því litið að afla-
markmið hefur átt mikinn þátt í að viðhalda
störfum á stöðum sem byggja afkomu sína að
öllu eða mestu leyti á sjávarútvegi. Þannig hef-
ur aflamarkið stuðlað að aukinni byggðafestu á
þessum stöðum og í einhverjum tilfellum
viðhaldið þrótti í atvinnulífinu til að byggja upp
nýja starfsemi sem getur tekið við hlutverki
kvótabundins sjávarútvegs.
Atvinnu- og byggðaþróun
Alþingi ákveður á fjárlögum sérstakt framlag
til styrktar atvinnu- og byggðaþróunar í lands-
byggðunum og nam sú upphæð 209,6 m.kr. á
árinu 2020. Bygastofnun skiptir fjármagninu
milli landshlutanna samkvæmt reiknireglu sem
byggir á stærð og fjölda vinnusóknarsvæða
innan þeirra svæða og greiðir það út sam-
kvæmt samningum.
Samningsaðilar eru Samtök sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga og
atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Austur-
brú, Heklan undir Sambandi sveitarfélaga á
Suðurnesjum, Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og
Vestfjarðastofa. Starfssvæði og starfsstöðvar
félaganna má sjá á kortinu hér ofar á síðunni.
Með samningum við Byggðastofnun hafa
félögin tekið að sér atvinnuráðgjöf og ýmis
byggðaþróunarverkefni á sínum starfssvæð-
um. Markmið samninganna er að skapa grund-
völl til samstarfs um byggðaþróun í samræmi
við stefnu Alþingis í byggðamálum, með
áherslu á búsetuskilyrði og samkeppnishæfni,
nýsköpun og atvinnuþróunarstarf. Einnig að
samþætta áherslur ríkisins og sameiginlegar
áherslur landshlutanna, meðal annars í sam-
ræmi við sóknaráætlanir þeirra. Þá skal einnig
unnið að uppbyggingu og gagnkvæmri miðlun
þekkingar, reynslu og hæfni á sviði atvinnu- og
byggðaþróunar milli samningsaðila.
Á vegum samningsaðila er veitt ráðgjöf við
stofnun og rekstur fyrirkja á starfssvæðum
þeirra, svo sem um markaðssókn, vöruþróun,
fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu og
erlend samskipti. Áhersla er lögð á fyrirtæki
sem hafa afgerandi áhrif á atvinnulíf í fámenn-
um og dreifbýlum byggðarlögum, fyrirtæki í
nýjum atvinnugreinum, fyrirtæki með nýja vöru
eða þjónustu og nýstofnuð fyrirtæki. Unnið er
í samstarfi við sveitarfélög, opinbera aðila og
félagasamtök að greiningu og eflingu búsetu-
þátta og samningsaðilar veita Byggðastofnun
eins og kostur er upplýsingar um ástand
atvinnulífs og búsetuþátta.
Síðustu ár hefur hlutverk atvinnuráðgjafa
breyst töluvert og er orðið veigameira innan
landshlutanna. Félögin hafa í meiri mæli tekið
að sér að leiða saman aðila, hvort heldur sem
um ræðir einstök verkefni, fyrirki, stofnanir
eða einstaklinga í atvinnurekstri. Félögin þurfa
að vera tilbúin að taka breytingum í takt v
þarfir hvers tíma, en sú þörf sýndi sig sannar-
lega á árinu 2020. Svæði Heklunnar og SASS
horfa fram á fordæmislausar atvinnuleysis-
tölur, í kjölfar lokunar landamæra vegna
COVID-19, og var þörf á að bregðast strax v
og ráðast í sértækar aðgerðir til að sporna við
stöðunni eins og hún þróaðist á fyrri hluta árs
2020. Þá hefur faraldurinn enn fremur haft
áhrif á starfsemi samningsaðila að því leytinu
til að vegna kórónuveirunnar hafa allir fundir
og ráðstefnur farið fram rafrænt og viðburðum
verið frestað eða jafnvel aflýst í einhverjum
tilfellum.
22
en ekki eru viðlíka öflug verkfæri til taks í
byggðarlögum sem ekki byggja á sjávarútvegi.
Orkustofnun/Orkusetur hefur úthlutað styrkj-
um til orkusparandi aðgerða í íbúðarhúsum á
Raufarhöfn og í Breiðdal. Á árinu 2020 bárust
samtals 35 umsóknir um styrki til orkusparandi
aðgerða frá byggðarlögum sem starfa nú undir
merkjum Brothættra byggða þ.e. frá Borgar-
firði eystri, Bakkafirði, Öxarfjarðarhéraði (utan
hitaveitusvæðis) og Þingeyri og nærsveitum.
Á árinu 2020 voru veittir samtals 100 styrkir til
frumkvæðisverkefna á öllum svæðunum, að
heildarfjárhæð 135 m.kr. Munar þar mest um
sérstakt fjárfestingarátak stjórnvalda að
upphæð 100 m.kr. vegna COVID-19 faraldurs.
Verkefnisstjórar Brothættra byggða hafa
verið ráðnir af landshlutasamtökum sveitar-
félaga og/eða atvinnuþróunarfélögum
samkvæmt samningum við Byggðastofnun.
Aðstæður móta umgjörðina en hver verkefnis-
stjóri sinnir einu eða tveimur byggðarlögum.
Byggðastofnun fjármagnar starf verkefnis-
stjóranna að stórum hluta af framlögum til
Brothættra byggða.
Í þátttökubyggðarlögum Brothættra byggða
er skipuð verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar
Byggðastofnunar, landshlutasamtaka sveitar-
félaga og atvinnuþróunarfélaga eftir því sem
við á, viðkomandi sveitarfélags og íbúa. Haldið
er íbúaþing þar sem rætt er um þau mál sem
íbúar vilja setja á dagskrá, til dæmis er varðar
stöðu byggðarinnar og leiðir til úrlausna.
Framhald verkefnisins byggir á stöðugreiningu,
ásamt niðurstöðum íbúaþingsins, markmiðs-
setningu og verkefnum sem sett eru fram í
samhengi við markmiðin.
Meginmarkmið Brothættra byggða er að
stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri
byggðar kjörnum og sveitum landsins. Verk-
efnið byggir á víðtæku samráði og því að virkja
þekkingu og getu íbúanna til að móta fram-
tíðarsýn, markmið og lausnir. Aðferðum sem
er beitt er ætlað að stuðla að valdeflingu sem
birtist m.a. í fyrirkomulagi funda, t.d. árlegra
íbúafunda þar sem farið er yfir árangur verk-
efnisins á hverjum tíma og ferlið í heild sinni.
Í tengslum við verkefnið Brothættar bygir
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Brothættar byggðir
Byggðastofnun hafði á árinu 2012 frumkvæði
að tilraunaverkefni þar sem leitað var lausna á
bráðum vanda Raufarhafnar. Hugmyndin með
verkefninu var að leiða fram vilja og skoðanir
íbúa og leita lausna á þeirra forsendum í sam-
vinnu við Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag
Þingeyinga og aðra aðila sem létu sig framtíð
byggðarlagsins varða.
Verkefnið á Raufarhöfn var hugsað sem
fyrirmynd sem hægt væri að nota þar sem
samfélög stæðu frammi fyrir neikvæðri íbúa-
þróun, vanda í atvinnulífi eða annarri ógn.
Árið 2013 var ákveðið að verkefnið skyldi einnig
ná til Bíldudals, Skaftárhrepps og Breiðdals-
hrepps. Árið 2015 var þremur byggðarlögum
bætt við, Hrísey, Grímsey og Öxarfjarðarhéraði.
Verkefninu á Bíldudal lauk í lok ársins 2016.
Þátttöku Byggðastofnunar í verkefninu á Rauf-
arhöfn lauk í upphafi árs 2018, í Breiðdal og
Skaftárhreppi í upphafi árs 2019 og í Hrísey
í upphafi árs 2020. Á árunum 2017 og 2018
var Árneshreppi, Borgarfirði eystri og Þingeyri
bætt við. Verkefnið hófst í byggðinni v
Bakkaflóa vorið 2019 og í Strandabyggð á árinu
2020 þrátt fyrir ýmsar hindranir af völdum
COVID-19. Til stóð að Byggðastofnun lyki
formlegri þátttöku í verkefnunum í Grímsey
og Öxarfjarðarhéraði í lok ársins 2020 en það
hefur dregist vegna takmarkana af völdum
COVID-19. Meðal annars hefur ekki verið
hægt að halda íbúafundi.
Svæðin eiga það sameiginlegt að undanfarin
10–15 ár varð mikil fólksfækkun, ekki síst í yngri
aldurshópum, sem þýðir fá börn á skólaaldri
og hækkandi meðalaldur. Á flestum þessara
staða er skortur á íbúðarhúsnæði, sérstak-
lega á leigumarkaði, þrátt fyrir fækkun íbúa.
Ástæðurnar fyrir þessari þróun og aðstæður
eru hins vegar ólíkar og mögulegar lausnir því
sérhæfðar í hverju byggðarlagi fyrir sig þrátt
fyrir sameiginlegt verklag.
Vel hefur tekist að virkja heimamenn og efla
samstöðu þeirra í þátttökubyggðarlögunum.
Aflamark sem Byggðastofnun hefur síðustu
árin úthlutað til sjávarbyggða í erfiðleikum hef-
ur komið sumum þessara byggðarlaga til góða
ÁRSSKÝRSLA
2020
23
leiddi Bygastofnun ERASMUS+ samstarfs-
verkefni fimm landa um menntun í brothætt-
um byggðarlögum. Verkefnið hlaut heitið
Innovation and Entrepreneurship for Fragile
Communities in Europe, skammstafað
INTERFACE. Verkefnið hófst í september 2017
og því lauk í ágúst 2019. Afraksturinn er m.a.
þétt og reglulegt samstarf Byggðastofnunar
við verkefnisstjóra í núverandi og fyrrverandi
þátttökubyggðarlögum.
Samkvæmt samkomulagi við ríkið er gert
ráð fyrir að bæði ráðuneyti og stýrihópur
Stjórnarráðsins um byggðamál fjalli um verk-
efnisáætlanir einstakra bygarlaga. Á undan-
förnum árum hefur verið unnið markvisst að
því að kynna verkefnið í ráðuneytum, stofnun-
um og þingokkum Alþingis en hlé varð á þeirri
viðleitni á árinu 2020 m.a. vegna kórónuveiru-
faraldursins. Verkefnið var kynnt á ný fyrir
stýrihópi Stjórnarráðsins í ársbyrjun 2021.
Með byggðaáætlun hefur fjárhagsgrundvöllur
verkefnisins verið tryggður til næstu ára.
Búsetukönnun
Byggðastofnun hóf á árinu 2019 viðamikla
rannsókn á búsetuáformum landsmanna í
samstarfi við innlendar og erlendar háskóla-
stofnanir. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá
greinargott yfirlit um búsetuþróun á Íslandi,
orsakir hennar og afleiðingar. Rannsókninni var
einnig ætlað að efla fræðilegar byggðarann-
sóknir og styðja við stefnumótun stjórnvalda
og aðgerðir í byggðamálum og uppbyggingu
opinberrar þjónustu.
Starfið var leitt af Þóroddi Bjarnasyni pró-
fessor við Háskólann á Akureyri. Fyrsta áfanga
lauk 2019 og fjallaði hann um áform fólks sem
býr í smærri bæjum og þorpum. Annar og þriðji
áfangi voru sambærilegar kannanir, önnur
meðal fólks sem býr í dreifbýli og hin í stærri
þéttbýliskjörnum og á höfuðborgarsvæðinu.
Strjálbýli
Meirihluti íbúa dreifbýlis á Íslandi telur ekki
klegt að þeir flytji burt í framtíðinni, hvorki
tímabundið né fyrir fullt og allt. Bændur eru
ólíklegri en þeir sem ekki eru bændur til þess
að áforma flutninga úr sveitinni. Atvinnutæki-
færi eru mikilvægasta einstaka ástæða þess
að svarendur segjast ætla að flytja búferlum
en aðgengi að menningu og afþreyingu,
heilbrigðisþjónustu, nálægð við börn eða
stjúpbörn og erfiðar samgöngur skipta einnig
verulegu máli. Af þeim sem segjast ætla að
flytja á næstu tveimur til þremur árum reikna
27% með að flytja á höfuðborgarsvæðið, 25%
ætla að flytja innan sama landshluta, 17% í ann-
an landshluta og fimmtungur til annars lands.
Um 80% íbúa dreifbýlis landsins eru ánæ
með búsetu sína þar en karlar eru þó ekki jafn
ánægðir og konur. Þá eru þeir sem eru 61 árs
og eldri ekki jafn ánægðir og þeir sem yngri eru
og íbúar í strjálbýli á Vestfjörðum eru ekki eins
ánægðir með búsetuna og þeir sem búa í öðru
dreifbýli.
Yfirgnæfandi meirihluti svarenda segir að
náttúran og samfélagið í sveitinni skipti sig
persónulega miklu eða talsverðu máli. Þá
skiptir húsið sem fólk býr í einnig máli. Fyrir
áframhaldandi búsetu skipta hreint loft, kyrrð
og ró og lítil umferð miklu máli, þessir þættir
skipta mun fleiri miklu máli en nálægð við ætt-
ingja eða vini, foreldra eða tengdaforeldra (sjá
mynd).
Rúmlega þriðjungur bænda reikna með
afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við
jörðinni þegar þeir hætta búskap. Flestir íbúar
eiga fjölskyldu og vini í sömu sveit en einnig er
algengt að nánasta fjölskylda búi í byggða-
kjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem
eiga flesta í nánustu fjölskyldu og vini í sömu
sveit eru ólíklegri til þess að ætla flytja burt en
þeir sem eiga fáa eða enga nána ættingja eða
vini í sömu sveit.
FRÁ ÖXARFJARÐARHÉRAÐI
24
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Stærri bæir
Um 70% íbúa í stærri bæjum og á höfuð-
borgarsvæðinu telja ólíklegt að þeir muni flytja
á brott fyrir fullt og allt í framtíðinni. Þeir sem
eru 25 ára og yngri eru líklegri en aðrir til að
flytja á meðan elsti hópur svarenda er ólíkleg-
astur. Þó almennt sé sjaldgæft að íbúar allra
bæjarfélaganna sjái fyrir sér að flytja í burtu
framtíðinni er nokkur munur milli bæja hvað
það varðar. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á
Akranesi og á Akureyri eru meðal þeirra sem
síst sjá fyrir sér að flytja í framtíðinni en íbúar
í Vogum, Sandgerði, Garði og á Ísafirði eru
almennt líklegri til þess en víða annars staðar.
kur á búferlaflutningum aukast með versn-
andi fjárhagsstöðu. Þeir sem segja að flestir
eða allir nánustu fjölskyldumeðlimir og vinir
búi í sama bæjarfélagi eru ólíklegri til að ætla
að flytja en þeir sem eiga færri vini í næsta
nágrenni.
Um 44% þeirra sem búa í bæjum utan
höfuðborgarsvæðisins og segjast ætla að flytja
segja að nálægð við vini eða flskyldu skipti
miklu máli fyrir þær fyrirætlanir. Yfir 30% segja
jafnframt að atvinnutækifæri sín eða maka
síns, betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu og
menntunartækifæri sín eða maka síns séu
mikilvægar ástæður fyrir því að þau hyggi á
flutninga.
Af þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðis-
ins og hyggjast flytja segjast flestir ætla að
flytja á höfuðborgarsvæðið, sérstaklega þeir
sem búa í Vestmannaeyjum, á Ísafirði eða á
Suðurnesjum utan Reykjanesbæjar. Margir
stefna á að flytja til útlanda, sérstaklega þeir
sem búa í Reykjanesbæ, Akranesi og Borgar-
nesi. Þeir sem eru líklegastir til að flytja innan
landshluta eru íbúar Húsavíkur og Selfoss en
klegastir til að flytja til annars landshluta utan
höfuðborgarsvæðisins eru þeir sem búa á
Sauðárkróki eða Egilsstöðum.
Yfir 80% íbúa í öllum bæjum í könnuninni
eru frekar eða mjög ánægðir með búsetuna í
sínu bæjarfélagi en 4% eru frekar eða mjög
óánægð. Yfirgnæfandi meirihluti, eða yfir 75%
svarenda, segir að náttúran og umhverfið í
heimabænum og íbúðarhúsið skipti sig tals-
Ástæður fyrir áframhaldandi búsetu í strjálbýli
Hreint loft
Kyrrð og ró
til umfe
Lítil hætta á afbrotum
Núverandi húsnæði
Atvinna svaranda
lægð við börn eða stjúpbörn
rðin fari ekki í eyði
Sveitin fari ekki í eyði
Atvinna maka
Nálægð við barnabörn
Nálægð við aðra ættingja eða vini
Nálægð við foreldra/tengdaforeldra
81%
13%
76%
18%
68%
22%
66%
21%
58%
28%
45%
22%
43%
23%
40%
23%
40%
22%
38%
18%
28%
19%
50%
22%
45%
21%
27%
Skiptir miklu máli Skiptir nokkru máli
100%0%
Gott samfélag
Kyrrð og ró
Hreint loft
lægð við vini eða fjölskyldu
til umfe
Möguleikar til útivistar
Atvinnutækifæri
Ódýrt eða gott húsnæði
Lítil hætta á afbrotum
68%
22%
61%
26%
58%
22%
57%
28%
55%
28%
52%
29%
49%
19%
48%
29%
47%
25%
50% 100%0%
Skiptir miklu máli
Skiptir nokkru máli
Ástæður fyrir áframhaldandi búsetu í stærri bæjum
ÁRSSKÝRSLA
2020
25
verðu eða miklu máli. Flestir telja jafnframt
staðinn sjálfan og samfélagið á staðnum
skipta sig máli, en meiri munur er á milli staða
hvað þessa þætti varðar.
Flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgar-
svæðisins sem hyggjast ekki flytja úr sínu
bæjarfélagi segja að gott samfélag sé þáttur
sem skipti miklu máli fyrir áframhaldandi
búsetu. Meirihluta svarenda segir jafnframt
að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða
fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar
skipti miklu máli (sjá mynd).
Landstólpinn
Landstólpinn – samfélagsviðurkenning
Byggðastofnunar, var veittur í fyrsta skipti á
ársfundi stofnunarinnar árið 2011. Nafnið
Landstólpinn er fengið úr kvæði Jónasar
Hallgrímssonar, Alþing hið nýja.
Hugmyndin að baki viðurkenningunni er að
efla skapandi hugsun og bjartsýni. Hún er veitt
einstaklingi, fyrirtæki eða hópi/verkefni á
vegum fyrirtækis eða einstaklinga sem vakið
hefur jákvæða athygli í landsbyggðunum með
verkefni, starfsemi, umfjöllun á opinberum
vettvangi eða með öðru móti.
Við úthlutun er haft í huga hvort viðkomandi
hafi gefið jákvæða mynd af landsbyggðunum
eða sínu svæði, aukið virkni íbúa, aukið sam-
stöðu og jákvæðni íbúa og/eða dregið að gesti.
Sá sem hlýtur viðurkenninguna fær afhentan
listmun hannaðan af lista- eða handverksfólki.
Listmuninn sem afhentur var í mars 2021
hannaði listakonan Kata Sümegi sem rekur
listasmiðju á Borgarfirði eystri. Það er hægt
að horfa á hann frá ýmsum sjónarhornum en
grunnhugmyndin er tveir svanir sem teygja
sig í átt að sólarupprásinni.
Tilnefningar til Landstólpans bárust
víðsvegar að af landinu, en alls voru 12 aðilar
tilnefndir. Niðurstaða dómnefndar sem í sitja
starfsmenn Byggðastofnunar varð sú að veita
Hákoni Hanssyni dýralækni á Breiðdalsvík
Landstólpann árið 2021. Til stóð að veita
viðurkenninguna á árinu 2020 en vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu vegna COVID-19 dróst
afhendingin á langinn.
Hákon fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1950
og starfaði lengst af sem dýralæknir á suður-
fjörðum Austfjarða og hefur verið búsettur
á Breiðdalsvík frá árinu 1977. Hákon hefur alla
tíð verið ákaflega vel liðinn sem dýralæknir
en lét nýverið af störfum. Hann hefur látið
atvinnu- og samfélagsmál í Breiðdal sig varða
og hefur sinnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörf-
um í byggðalaginu í áratugi. Hann er m.a. einn
af forvígismönnum Breiðdalsseturs, situr þar í
stjórn og hefur verið formaður um árabil. Hann
vann ötullega að því að borkjarnasafn Náttúru-
fræðistofnunar Íslands yrði flutt til Breiðdals-
kur árið 2017 og hann var ein helsta driffjöð-
urin þegar vinna hófst við að koma upp Rann-
sóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík.
Hákon var persónukjörinn oddviti Breiðdals-
hrepps á árunum 2014–2018. Breiðdalshrepp-
ur var eitt fyrsta bygarlagið til að taka þátt í
verkefnum Byggðastofnunar undir merkjum
Brothættra byggða. Hákon kom þar fram af
festu sem leiðtogi heimamanna. Hann hefur
jafnan verið vakinn og sofinn yfir hagsmunum
síns byggðarlags. Það er samdóma álit allra
sem rætt er við að Hákon er ein meginstoðin í
samfélaginu í og við Breiðdal og er sannarlega
vel að nafnbótinni kominn.
Frá afhendingu
Landstólpans 2021
26
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Gagnagrunnur
Gagnagrunni Byggðastofnunar er ætlað að
hýsa og veita aðgang að gögnum sem á
einhvern hátt snerta byggðaþróun á Íslandi.
Gögnum er safnað saman úr ókum áttum,
ýmist aðkeypt eða fengin endurgjaldslaust.
Sífellt er leitast við að uppfæra og auka gagna-
forða grunnsins sem styður við starfsemi
þróunarsviðs og kemur við sögu í fjölmörgum
verkefnum sem þar eru unnin.
Meginmarkmið gagnagrunnsins eru þrjú:
1. Söfnun og varðveisla byggðatengdra
upplýsinga á einum miðlægum stað.
2. Stuðningur við greiningu og rannsóknir með
stýrðu aðgengi starfsmanna
Byggðastofnunar og utanaðkomandi
fagfólks að þessum upplýsingum.
3. Örvun vitundar almennings á byggðaþróun
með myndrænni framsetningu slíkra
upplýsinga gegnum vefgátt.
Helstu verkefnum sem tengd eru gagnagrunni
Byggðastofnunar má skipta upp í fimm svið.
a. Rekstur og viðhald á vef- og gagna-
grunnsþjóni ásamt vél sem keyrir
þróunarumhverfi.
b. Vistun og uppfærsla aðgengilegra
gagna í gagnagrunn.
c. Þróun vefviðmóts.
d. Þróun á aðferðum við úrvinnslu gagna.
e. Kennsla og þjálfun starfsmanna á
hugbúnaði til kortagerðar.
Dæmi um upplýsingar í gagnagrunninum eru
gögn um kynja- og aldursskipta íbúadreifingu,
atvinnutekjur og búferlaflutninga frá Hagstofu
Íslands, orkukostnað heimilanna frá Orku-
stofnun, fasteignagld heimilanna frá Þjóðskrá
Íslands ásamt landfræðilegum gögnum frá
Landmælingum Íslands t.d. um sveitarfélaga-
skipan. Sem dæmi um upplýsingar sem safnað
hefur verið á vegum Byggðastofnunar má
nefna byggðarannsóknir í sveitum og byggða-
kjörnum, mögulegt húsnæði fyrir störf án stað-
setningar um allt land, dreifingu ríkisstarfa eftir
sveitarfélögum, þjónustukannanir landshluta
og mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni.
Árið 2020 varð mikil framför í birtingu gagna
um lýðfræðilega þróun landshluta og sveitar-
félaga. Þá opnaði Byggðastofnun í samstarfi
við SASS, Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi
og Intenta ehf., gagnatorg með lýðfræðilegum
upplýsingum um íbúaþróun fyrir allt landið,
eftir landshlutum, sveitarfélögum, kyni, aldri,
kisfangi og fjölskyldugerð. Auk þess birtast
þar upplýsingar um íbúaveltu, framfærsluhlut-
fall og lýðfræðilega veikleika. Gagnatorgið er
aðgengilegt í gegnum heimasíðu Byggðastofn-
unar og á sveita.data.is.
Árið 2020 voru einnig þróuð mælaborð til
birtingar á vef sem gera notendum kleift að
öðlast fljótlega og skýra yfirsýn yfir byggða-
tengdar upplýsingar. Á þessum mælaborðum
er hægt að sneiða gögn eftir hentugleika og
einblína til dæmis aðeins á einn ákveðinn
landshluta. Tölur úr gagnasafni birtast jafn-
óðum fyrir valin svæði, tiltekið ár eða aðra
þætti sem greint er eftir. Mæligildi geta einnig
birst á skýran hátt á kortum þar sem ítarlegri
upplýsingar fást með því að færa músarbendil
yfir tiltekið landsvæði. Gögn um íafjölda
sveitarfélaga og byggðakjarna, sveitarfélaga-
skipan, breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga
og húsnæði fyrir störf án staðsetningar eru nú
þegar komin inn í vefviðmótið og til stendur
að koma sem mest af gögnum inn í það á
næstunni. Yfirlit yfir þau mælaborð sem eru
opin er á vefsvæðinu www.byggda stofnun.is/
is/utgefid-efni/maelabord, sem
nýlega var gert aðgengilegt í gegnum heima-
síðu Byggðastofnunar.
ÁRSSKÝRSLA
2020
27
NORA, Norræna
Atlantssamstarfið
Norræna Atlantssamstarfið (NORA) er sam-
starfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands
og norður- og vesturhluta Noregs. NORA heyrir
undir Norrænu ráðherranefndina og er hluti
af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og
svæðasamstarfs. Aðalskrifstofa NORA er í
Þórshöfn í Færeyjum og eru landsskrifstofur
í hverju aðildarlandi. Byggðastofnun hefur um-
sjón með starfinu á Íslandi sem á þrjá fulltrúa
í svokallaðri NORA-nefnd auk þess sem sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið á fulltrúa
í framkvæmdastjórn. Aðildarlöndin skiptast á
formennsku árlega og voru Íslendingar með
formennsku á árinu 2019.
Stærstur hluti tekna NORA kemur frá
Norrænu ráðherranefndinni eða 80%. Aðildar-
löndin greiða árlega rúmlega 20% og greiðir
Ísland 29% af því framlagi. Að auki fær NORA
lítils háttar framlag frá færeysku landsstjórn -
inni og frá Vestnorræna sjóðnum.
NORA leggur áherslu á samstarf innan
svæðisins og á miðlun reynslu og þekkingar í
byggða- og atvinnumálum, sem og á nýsköpun
og sjálfbæra þróun. NORA veitir styrki til
verkefna sem stuðla að eflingu atvinnulífs og
byggða með auknu samstarfi milli landanna.
Það er gert með því að styrkja nýsköpun á
sviði sjávarútvegs og auðlinda hafsins, þróun
atvinnutækifæra á sviði ferðaþjónustu, land-
búnaðar og orkumála og verkefni á sviði
upplýsingatækni, fjarskipta, samgangna og
flutninga m.a. með það að markmiði að sigrast
á fjarlægðum. Samstarfsverkefni sem NORA
hefur styrkt hafa skilað góðum árangri.
Styrkir geta numið allt að 500 þús. d.kr. á
ári og verkefni verið styrkt að hámarki í þrjú ár.
Styrkfjárhæð getur ekki numið meira en 50%
af heildarkostnaði verkefnis og skilyrði er að um
samstarf minnst tveggja NORA landa sé að
ræða. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í mars
og október. Á árinu 2020 bárust 39 umsóknir.
Úthlutað var tæpum 4,2 millj. d.kr. til fimmtán
verkefna og eru Íslendingar þátttakendur í
ellefu þeirra. Íslensk þátttaka í verkefnum
NORA er mjög góð og hefur á undanförnum
árum verið á bilinu 70–90%. Á heimasíðu
NORA, www.nora.fo, er að finna yfirlit yfir öll
verkefnin og á heimasíðu Byggðastofnunar er
að finna yfirlit yfir öll verkefni með íslenskri
þátttöku.
NORA leggur áherslu á að styrkja stöðu sína
innan norræns samstarfs, en einnig að styrkja
tengsl við lönd við Norður-Atlantshafið, s.s.
Skotland, Hjaltlandseyjar, Orkneyjar og austur-
strönd Kanada, m.a. gegnum ýmis samstarfs-
verkefni.
NORA starfar nú samkvæmt stefnuáætlun
fyrir árin 2021–2024 en í henni er sem fyrr lö
áhersla sjö fagsvið. Áætlunin hvílir á þremur
grunnstoðum sem eru verkefnastuðningur,
stefnumörkun og tengslamyndun.
Hugmyndasmiðja NORA sem sett var upp
í kjölfar svæðagreiningar OECD á NORA-svæð-
inu árið 2011 starfar áfram og í henni sitja tveir
fulltrúar frá hverju landi. Lagðar hafa verið fram
ýmsar tillögur sem hafa orðið að veruleika,
t.d. tillaga um þverfaglegt háskólanám í NORA
löndunum.
FRÁ FLATEY
28
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Norðurslóðaáætlunin (NPA)
Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery
and Arctic Programme) er samstarfsvettvang-
ur Skotlands, Írlands, Norður-Írlands, Svíþjóðar,
Finnlands, Noregs, Íslands, Grænlands og
Færeyja. Aðstæður eru ekki einsleitar í löndun-
um en þau hafa ákveðin sameiginleg sérkenni
sem felast m.a. í veðráttu, strjálbýli, miklum
vegalengdum, náttúruauðlindum, háu mennt-
unarstigi og atgervisflótta frá dreifbýlum
svæðum.
Aðalskrifstofa NPA er í Kaupmannahöfn
og eru landsskrifstofur í hverju aðildarlandi.
Byggðastofnun hefur umsjón með starfinu
hér á landi. Meginmarkmið Norðurslóðaáætl-
unarinnar er að stuðla að bættu atvinnu- og
efnahagslífi og eflingu búsetuþátta.
Þátttaka Íslands í NPA er byggðaaðgerð
sem á rætur sínar í þingsályktun um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002–2005. Þar var
kveðið á um að stuðla markvisst að þátttöku
stofnana og atvinnulífs á landsbyggðinni í al-
þjóðlegu samstarfi. Til að ná markmiðinu var
lagt til að Ísland gerðist aðili að Norðurslóða-
áætlun Evrópusambandsins. Það gekk eftir
og hefur Ísland verið virkur þátttakandi síðan
árið 2002. Þátttaka Íslands byggir nú á byggða-
áætlun fyrir árin 2018–2024. Heildarframlag
til NPA á yfirstandandi tímabili, 2014–2020,
eru 56,5 milljónir evra, þar af er framlag Íslands
3 milljónir evra. Af 58 verkefnum sem styrkt
hafa verið á tímabilinu tekur Ísland þátt í 31
verkefni og eru þau langest staðsett í lands-
byggðunum.
Markmið Norðurslóðaáætlunar 2014–2020
er að stuðla að samstarfsverkefnum sem
miða að því að finna lausnir á sameiginlegum
viðfangsefnum samstarfslandanna á fjórum
megináherslusviðum:
Nýsköpunarverkefni sem stuðla að yfir-
færslu nýrrar tækni og þekkingar og aukinni
sköpun í opinberri þjónustu
Frumkvöðlastarfsemi með áherslu á
verkefni sem efla stoðkerfi lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja og stækkun markaða
Verkefni sem stuðla að orkunýtingu og auk-
inni notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum.
Verkefni sem stuðla að verndun náttúru og
menningar og hagkvæmri nýtingu auðlinda
og auknu íbúalýðræði.
Mikilvægt er að úr verkefnunum komi afurð,
vara og/eða þjónusta, sem styrkir atvinnulíf,
búsetu eða bætir öryggi íbúa. Þátttakendur
geta verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkisstofnanir,
atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsókna-
stofnanir eða frjáls félagasamtök.
Norðurslóðaáætlunin er samkeppnissjóður
sem rekinn er á svipuðum forsendum og
rannsóknaáætlanir innan EES samningsins,
þar sem umsækjendur keppa í gæðum um
það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Umsóknir
eru metnar af sérfræðinefndum í öllum
aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k.
40% mótframlagi umsækjenda hvað íslenska
þátttöku varðar.
Á árinu 2020 var auglýst eftir verkefnum
með áherslu á þátttöku frá öllum samstarfs-
löndum áætlunarinnar til að takast á við þær
margvíslegu áskoranir og afleiðingar heimsfar-
aldursins af völdum COVID-19. Skilgreind voru
sex þemu:
a. Klínískir þættir – samanburður á mismun-
andi viðbragðsaðgerðum viðkomandi landa,
kortlagning tíðni kórónuveirusýkinga og
-greininga.
Starfssvæði
Norðurslóðaáætlunar innar
2014–2020
Heimild: Nordregio 2014
ÁRSSKÝRSLA
2020
29
b. Heilsa og vellíðan. Áhrif einangrunar og
sóttkvíar á einstaklinga og geðheilsu þeirra.
c. Tæknilausnir. Hvaða rafheilsulausnir
(e. e-health solutions) eru nú þegar til og
hvað ætti að virkja? Hvernig er hægt að
koma tækninni til þeirra sem þurfa á henni
að halda?
d. Þátttaka borgara. Viðbrögð samfélagsins,
lítil jaðarsamfélög hafa þurft að læra að
vera sjálfbjarga, hvernig geta þau miðlað
þekkingu sinni áfram?
e. Efnahagsleg áhrif. Hver verða áhrif
COVID-19 á almenna heilbrigðiskerfið nú
og á næstu árum? Á hvaða hátt hefur sam-
félögum okkar og hagkerfi nú þegar verið
breytt?
f. Ný þemu. Hugmyndir sem falla að skilyrðum
verkefnisins en falla ekki að ofantöldum
þemum. Með hliðsjón af síbreytilegu og
óþekktu ástandi.
Eftirtalin verkefni með íslenskum
þátttakendum voru samþykkt í COVID-19
verkefnakalli 2020:
Local, national and transnational public
health responses and comparative clinical
data across the NPA region: COVIDWATCH-
EU-NPA er samstarfsverkefni Íslands, Írlands,
Noregs, Kanada, Finnlands, Norður-Írlands, og
Skotlands. Íslenski þátttakandinn er Sjúkrahús-
ið á Akureyri. Meginmarkmið verkefnisins er að
leiða saman hóp af sérfræðingum til að þróa
tæki til gagnaöflunar þvert á NPA svæðið.
Tækinu er ætlað að kortleggja klínískt ferli
heimsfaraldursins (um allt NPA svæðið) og
bera saman áhrif mismunandi aðgerða í
viðkomandi löndum í fyrstu bylgju COVID-19.
Verkefnistíminn var fjórir mánuðir og styrkur
til verkefnisins var 44.991,00 evrur.
Impact on COVID-19 from Technology
Solutions in NPA Regions: TechSolns er sam-
starfsverkefni Íslands, Norðurrlands, Færeyja,
Finnlands, Írlands, Svíþjóðar, Skotlands og
Noregs. Íslenski þátttakandinn er Sjúkrahúsið
á Akureyri. Meginmarkmið verkefnisins er að
greina hvaða tæknilausnir eru nú þegar til sem
draga úr áhrifum COVID-19 til að vernda
viðkvæma einstaklinga og aðstoða þá sem
þurfa til dæmis á langri einangrun að halda.
TechSolns mun safna upplýsingum, útbúa
tilmæli og meta hvers konar tæknilausnir hafa
verið settar á fót á meðan á lokun stendur.
Verkefnistíminn var tæpir fjórir mánuðir og
styrkur til verkefnisins var 44.942,00 evrur.
Impact from COVID-19 Isolation on Mental
Health in NPA Regions: Re-Mind er samstarfs-
verkefni Íslands, Svíþjóðar, Norður-Írlands,
Noregs, Finnlands, Írlands, Færeyja, Skotlands
og Kanada. Íslenski þátttakandinn er Sálfræð-
ingafélag Íslands. Markmið verkefnisins snýr
að því að bregðast við afleiðingum og áhrifum
COVID-19 á geðheilbrigði almennings í tengsl-
um við kvíða, þunglyndi, misnotkun á áfengi
og sjálfsvígsáhættu. Verkefnistíminn var fjórir
mánuðir og styrkur til verkefnisins var
45.000,00 evrur.
Analysing emerging themes in the „new“
environment of living with COVID-19, through
the twin lenses of care homes and university
campuses: AET er samstarfsverkefni Íslands,
Skotlands, Norður-Írlands, Finnlands, Sþjóð-
ar, Skotlands, Bandaríkjanna, Írlands, Færeyja,
Grænlands og Noregs. Íslenski þátttakandinn
er Sjúkrahúsið á Akureyri. Meginmarkmið verk-
efnisins er rannsaka og lýsa betur upplifunum
umönnunarstarfsmanna á öldrunarheimilum,
starfsmanna í háskólum og námsmanna á
afleiðingum og áhrifum COVID-19, en út-
breiðsla faraldursins meðal háskólanema
og aldraðra er mikið áhyggjuefni. Verkefnis-
tíminn var fjórir mánuðir og styrkur til verkefn-
isins var 36.181,08 evrur.
Í lok árs 2020 var 19 verkefnum með íslenskri
þátttöku lokið og tólf verkefnum lýkur árið
2021 og 2022. Heildarkostnaður verkefna sem
íslenskir aðilar taka þátt í er um 6,5 milljarðar
íslenskra króna. Íslenskir þátttakendur eru
eingöngu styrktir með framlagi íslenskra stjórn-
valda, þó með þeirri undantekningu að stjórn
NPA ákvað á fundi í desember 2019 að styrkja
íslenska aðila til þátttöku í tveimur verkefnum
um tæplega 37 m.kr. til að tryggja íslenska þátt-
töku. Íslensk stjórnvöld hafa lagt rúmar 370
m.kr. á sjö ára tímabili til verkefnaþátttöku
30
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
íslenskra aðila en eigið framlag íslensku þátt-
takendanna er um 281 m.kr. Í heildina er
fjárframlag íslenskra stjórnvalda um 6% og
mótframlag íslenskra þátttakenda 4% af
heildarkostnaði verkefna sem íslenskir aðilar
taka þátt í. Íslenskir aðilar taka þátt í níu sam-
starfsverkefnum á sviði nýsköpunar, sjö frum-
kvöðlaverkefnum, átta orkuverkefnum og sjö
verkefnum sem stuðla að varðveislu náttúru
og menningar og auknu íbúalýðræði. Núver-
andi tímabili Norðurslóðaáætlunarinnar lauk
í lok árs 2020 en síðustu verkefnum þeirrar
áætlunar lýkur árið 2022. Endurskoðun nýrrar
áætlunar hefur seinkað vegna kórónuveiru-
faraldursins en er vel á veg komin þegar þetta
er ritað. Lagðar hafa verið fram tillögur um
tvö áherslusvið sem umræðugrundvöll fyrir
endurskoðun áætlunarinnar. Þau eru:
1. Snjallari Evrópa með því að stuðla að ný-
sköpun og snjöllum efnahagsbreytingum.
2. Grænni Evrópa þar sem stuðlað verði að
lágkolefnasamfélögum, hreinum og vist-
vænum orkuskipum, grænum og bláum
fjárfestingum, hringrásarhagkerfi og að-
lögun að loftslagsbreytingum.
Enn er ekki ljóst með hvaða hætti Skotland
og Norður-Írland munu taka þátt vegna út-
göngu úr Evrópusambandinu en þau hafa lýst
yfir áhuga á áframhaldandi þátttöku. Þá hefur
Rússland einnig lýst yfir áhuga á þátttöku og
hefur sótt formlega um inngöngu. Vegna
kórónuveirufaraldurs og þeirra takmarkana
sem honum fylgja fóru allar ráðstefnur og
fundir fram með rafrænum hætti á liðnu ári.
Í upphafi árs 2021 var opnað fyrir umsóknir í
klasaverkefni, en markmið þeirra er að stuðla
að auknu flæði þekkingar og betri nýtingu fjár-
magns og betri framvindu ESB áætlana sem
leggja áherslu á forgangsverkefni sem tengjast
norðurslóðum, byggðamálum og hafsvæðum.
Umsóknarfrestur er til loka mars 2021.
Á heimasíðu Norðurslóðaáætlunarinnar,
www.interreg-npa.eu, og á heimasíðu Byggða-
stofnunar er að finna frekari upplýsingar og
yfirlit yfir öll NPA verkefnin.
Orkukostnaður heimila
Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til
að reikna út kostnað heimila á nokkrum þétt-
býlisstöðum og fáeinum dreifbýlisstöðum
vegna rafmagns og hita á ársgrundvelli frá árinu
2013. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m
2
að grunnfleti og 350m
3
. Almenn raforkunotkun
er sú raforka sem er notuð í annað en að hita
upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki en miðað
er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun
og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en
14.200 kWst með varmadælu. Orkukostnaður í
dreifbýli er almennt mun hærri en í þéttbýli.
Verulegur munur er einnig á orkuverði á milli
þéttbýlisstaða.
Fyrir útreikninga miðað við gjaldskrár 1. sept-
ember 2020 var nokkrum þéttbýlisstöðum
bætt inn í greininguna, þ.e.a.s. Brautarholti á
Skeiðum, Drangsnesi, Kópaskeri, Laugarvatni,
Laugum í Reykjadal, Reykhólum, Reykjahlíð og
k í Mýrdal. Flestum staðanna var bætt við
vegna þess að þeir eru á veitusvæði minni hita-
veitna og gætu því haft sérstöðu hvað varðar
orkukostnað og þ.a.l. búsetuskilyrði. Auk þess
var í fyrsta sinn birt mælaborð um orkukostnað
heimila samhliða hefðbundinni skýrslu.
Raforka – Lægsta mögulega verð fyrir raforku
fyrir viðmiðunareign er hæst 121 þ.kr. á stöðum
sem skilgreindir eru sem dreifbýli. Byggða-
kjarnarnir Brautarholt, Hofsós, Hrísey, Laugar,
Laugarvatn, Drangsnes og Reykhólar falla þar
undir. Í þéttbýli er raforkuverð hæst á Vest-
fjörðum 92 þ.kr. en lægst hjá Veitum 79 þ.kr.
Notendur eru bundnir því að greiða fyrir
flutning og dreifingu á rafmagni frá dreifiveitu
sem hefur sérleyfi á viðkomandi svæði. Not-
endum er heimilt að kaupa raforku af hvaða
sölufyrirtæki sem þeir kjósa en þau eru nokkur
og með mismunandi verð. Lægsta mögulega
verð er það verð sem notendur geta fengið
með því að velja orkusala sem býður lægsta
söluverð á raforku á hverjum tíma. Munur á milli
lægsta mögulega verðs og algengasta verðs
hefur vaxið síðustu ár. Árið 2017 var munurinn
mestur 2,1% á höfuðborgarsvæðinu og á Akra-
nesi en fór í 5,4% á sömu stöðum árið 2020.
ÁRSSKÝRSLA
2020
31
Orkukostnaður alls árið 2020, miðað við gjaldskrá 1. september 2020
320.000
280.000
240.000
200.000
160.000
120.000
80.000
40.000
0
Heimild: Orkustofnun
kr.
RARIK - drei. án hitav.
Húshitun – lægsta mögulega verð
Raforkunotkun – lægsta mögulega verð
shitun – Þegar kemur að húshitunarkostn-
aði er munurinn á milli svæða öllu meiri, en
lægsti mögulegi kostnaður þar sem húshitun
er dýrust er um þrefalt hærri en þar sem hús-
hitun er ódýrust. Lægsta mögulega verð er
hæst 191 þ.kr. á stöðum þar sem þarf að notast
við beina rafhitun, þ.e.a.s. á Grundarfirði, á
Hólmavík, Neskaupstað, Reyðarfirði, í Vík og á
Vopnafirði auk dreifbýlis á svæðum RARIK og
Orkubús Vestfjarða. Rafhitunarkostnaður
hefur þó lækkað talsvert undanfarin ár vegna
niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði.
Niðurgreiðslur vegna fjarvarma hafa einnig haft
áhrif á verð þar sem slíkar veitur eru. Lægsti
húshitunarkostnaður er á Seltjarnarnesi og á
Flúðum 66 þ.kr. og í Brautarholti á Skeiðum
53 þ.kr.
Með notkun varmadæla getur húshitunar-
kostnaður, þar sem nú er bein rafhitun, lækk
umtalsvert eða í 96 þ.kr. Þeir sem eru m
beina rafhitun í sínu íðarhúsnæði geta sótt
um eingreiðslu (styrk) til Orkustofnunar til að
setja upp varmadælu. Lækkun á þessum
svæðum getur verið um 100.000 kr. á heimili
á ársgrundvelli miðað við 50% sparnað með
svokallaða loft í vatn varmadælu. Íbúar sem fá
orkuna frá kyntri hitaveitu eða hitaveitu geta
ekki fengið þessa eingreiðslu. Þó er mögulegt
að fá eingreiðslu þar sem verið er að leggja
hitaveitu á rafhituðum svæðum ef útreikningar
sýna að það sé hagstæðara að vera áfram
með niðurgreidda rafhitun heldur en hitaveitu.
Fólk sem býr í íbúðarhúsnæði sem er með
beina rafhitun í Vestmannaeyjum, og á ekki
kost á tengingu við sjóvarmaveituna, getur sótt
um eingreiðslu.
Nánari upplýsingar um orkukostnað heimila
eru á heimasíðu Byggðastofnunar.
OV - drei. án hitav.
Hólmavík
Grundarörður
Neskaupstaður
Vopnaörður
Reyðarörður
Vík í Mýrdal
Bolungarvík
Patreksörður
Ísaörður
Grenivík
Kópasker
Höfn
Seyðisörður
Reykhólar
Blönduós
Búðardalur
Skagaströnd
Veitur ohf. - drei. alls
Hvolsvöllur
Sigluörður
Eskiörður
Bifröst
Drei. á N-landi m. hitav.
Vestmannaeyjar
Drangsnes
Hrísey
RARIK - drb. án hitav. + varmad.
OV - drei. án hitav. + varmad.
Hofsós
Laugar í Reykjadal
Eyrarbakki
Stokkseyri
Hveragerði
Selfoss (RARIK)
Hvammstangi
Laugarvatn
Reykjahlíð
Selfoss (HS Veitur)
Stykkishólmur
Akranes
Húsavík
Egilsstaðir
OV - þéb. án hitav. + varmad.
Akureyri
Hafnarf, Gbr-vestur
Borgarnes
Dalvík
Hvanneyri
Rvk, Kóp, Gbr-austur
Ólafsörður
RARIK - þéb. án hitav. + varmad.
Hrafnagil
Sauðárkrókur
Þorlákshöfn
Varmahlíð
Garður
Grindavík
Vogar
Sandgerði
Brautarholt á Skeiðum
Reykjanesbær
Kjalarnes
Mosfellsbær
Flúðir
Seltjarnarnes
277 þús.
230 þús.
204 þús.
200 þús.
193 þús.
193 þús.
189 þús.
189 þús.
188 þús.
187 þús.
185 þús.
185 þús.
181 þús.
176 þús.
170 þús.
160 þús.
145 þús.
32
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
ESPON 2020
Ísland hefur tekið þátt í ESPON-áætluninni
frá árinu 2007. Byggðastofnun hefur mannað
stjórnunar- og eftirlitsnefnd ESPON (Monitor-
ing Committee-MC) fyrir Íslands hönd.
Með samningi við Háskólann á Akureyri gegnir
skólinn hlutverki starfstengiliðs (ESPON
Contact Point-ECP) á Íslandi.
ESPON áætlunin 2014–2020 hefur formlega
runnið sitt skeið þar sem meginrannsókna-
áherslurnar voru hagnýtar rannsóknir á
byggðaþróun (Applied research) og verkefna-
miðaðar greiningar (Targeted Analysis). Þær
síðarnefndu byggjast á óskum haghafa hverju
sinni. Enn er þó verið að vinna að verkefnum
en stefnt var á að ljúka samtals um 20 rann-
sóknum í hvorum flokki. Allar niðurstöður sem
fyrir liggja, svo sem lokaskýrslur og niðurstöður
tilviksrannsókna eru birtar á heimasíðu
ESPON (espon.eu).
ESPON byggðagerðir (e. territorial typo-
logies) voru níu talsins og fjölluðu um allt frá
borgarsvæðum til jaðar- og fjallabyggða.
Hagnýtar rannsóknir á byggðaþróun voru
miðaðar við byggðagerðir og þættir í þeim eiga
því að nýtast í stefnumótun í byggðaþróun.
Við búum við sífelldar breytingar þar sem
niðurstöður rannsókna úreldast hratt. Þess
vegna er vinnslutími verkefna ákveðinn fyrir-
fram, frá tólf til átján mánuðum. Þá er verk-
efnakostnaður einnig ákveðinn fyrir útboð,
sem er misjafn eftir stærð verkefna, en hefur
að jafnaði verið á bilinu frá 50 til ríflega 100
milljónir króna. Niðurstöður og vinnslugögn
eru yfirleitt sett fram með myndrænum hætti,
oft á kortum, til að lesendur geti fengið betri
og hraðari yfirsýn og samanburð. Á vef ESPON
er mikið magn korta sem sýnir margþættan
samanburð á milli Evrópulanda.
Verkefni sem falla undir áhersluna um verk-
efnamiðaðar greiningar gefa stofnunum,
ráðuneytum eða öðrum haghöfum kost á að
skilgreina og vinna verkefnatillögur fyrir ESPON
og fá þær auglýstar. Slík verkefni hafa gefist vel
og fengið þátttöku á Íslandi. Að auki býður
ESPON út margs konar verkefni, uppfærslu á
tækjabúnaði, heimasíðu og tækjum sem þar
má finna og nýta, s.s. gagnvirk kort, kortaleitara
og kortasafn.
ESPON 2020, byggðarannsóknaáætlun ESB,
er að 85% hluta fjármögnuð af Uppbyggingar-
sjóði ESB, að 15% hluta af aðildarlöndum sam-
bandsins og samstarfslöndunum í ESPON,
Noregi, Sviss, Liechtenstein og Íslandi. ESPON
hafði til ráðstöfunar á starfstímabilinu um
50,5 milljónir evra, samsvarandi 7,7 milljörðum
króna miðað við gengi í marsbyrjun 2021.
Þátttökugjald Íslands var 100.000 evrur fyrir
þetta sjö ára starfstímabil, svarandi til ríflega
tveimur milljónum króna á ári. Markmið með
íslenskri þátttöku í ESPON er að veita íslensk-
um rannsóknastofnunum aðgang að sam-
starfsvettvangi rannsóknastofnana í Evrópu
á sviði byggðamála og fjársterkum rannsókna-
sjóði. Að auki gerir það Íslandi kleift að fylgjast
með umræðu um byggðaþróun í Evrópu og
máta við íslenska umræðu, jafnframt því að
Ísland sé virkur þátttakandi í umræðum og
rannsóknum á byggðaþróun í Evrópu.
ÍBÚAFUNDUR BROTHÆTTRA BYGGÐA Í STRANDABYGGÐ.
ÁRSSKÝRSLA
2020
33
Vegna áhrifa COVID-19 var starf ESPON
með mjög breyttu sniði árið 2020 og megin-
hluti funda í stjórnunar- og eftirlitsnefnd voru
á fjarfundaformi auk þess sem ráðstefnuhald
breyttist. Starfið á árinu snérist að miklu leyti
um að klára áætlunina fyrir tímabilið 2014–
2020. Jafnframt hafa verið haldnir sérstakir
fundir um skipulag næsta tímabils ESPON-
áætlunar sem gert er ráð fyrir að verði staðfest
af stofnunum Evrópusambandsins vorið 2021.
Fulltrúar samstarfslandanna í ESPON, sem eru
auk Íslands, Noregur, Sviss og Liechtenstein
hafa haldið nokkra fundi á árinu til að stilla
saman strengi.
Fyrir Ísland eru ákveðin tækifæri fólgin í
þátttöku í ESPONætlunum. Tækifærin liggja
í virkri þátttöku í næstu samstarfsáætlun sem
mun skila sér í þekkingaröflun, styrkingu á
gagnaöflun og rannsóknum á Íslandi. Gert er
ráð fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands á
næsta tímabili þó ekki hafi verið tekin um það
formleg ákvörðun.
Upplýsingar um starf ESPON 2020, gagna-
grunn, rannsóknaverkefni sem unnið er að og
rannsóknaverkefni sem boðin hafa verið út, eru
aðgengilegar á heimasíðunni www.espon.eu.
Ríkisstörf
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014
gert árlega könnun á staðsetningu starfa á
vegum ríkisins. Fyrir liggja nú tölur um fjölda
stöðugilda við áramót 2019/2020. Störfin eru
mun fleiri en stöðugildin en Byggðastofnun
hefur kosið að setja upplýsingarnar fram í
fjölda stöðugilda. Miðað er við hvar störfin eru
unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður
býr. Mikið er lagt upp úr að hafa gögnin sam-
bærileg milli ára en engin önnur gögn eru til um
fjölda starfa eða stöðugilda hjá ríkinu. Því fer
gagnaöflun fram með skipulögðum hætti og
drjúgum tíma er varið í að rýna gögnin.
Í eftirfarandi töflu má sjá heildarfjölda
stöðugilda hjá ríkinu um áramót sjö ár í röð,
skipt niður á kyn. Sjá má að stöðugildum hefur
alls staðar fjölgað á milli ára, þó hlutfallslega
mest á milli áranna 2016 og 2017. Heildarfjölg-
un stöðugilda frá 2013 til 2019 eru 2.324 stöðu-
gildi eða 10,3%. Kynjahlutfallið hefur verið eins
á milli ára en stöðugildi kvenna telja um 63% ár
hvert. Á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og
dvalarheimilum voru um 10 þúsund stöðugildi
í árslok 2019 og skipuðu konur um 82% þeirra.
Skiptingu ríkisstarfa á landshluta er að finna
á heimasíðu Bygastofnunar í skýrslunni Hvar
eru ríkisstörfin?
Stöðugildi Stöðugildi Samtals
Dagsetning kvenna karla stöðugildi Breyting milli ára
31.12.2013 14.192 8.463 22.655 - -
31.12.2014 14.221 8.504 22.725 +70 +0,3%
31.12.2015 14.448 8.625 23.073 +348 +1,5%
31.12.2016 14.918 8.760 23.679 +606 +2,6%
31.12.2017 15.350 8.961 24.312 +633 +2,7%
31.12.2018 15.681 9.100 24.781 +469 +1,9%
31.12.2019 15.716 9.263 24.980 +199 +0,8%
Fjöldi stöðugilda á vegum ríkisins 2013–2019
34
Úthlutað kr.
2020
2019
2018
Samanburður greiddra styrkja milli ára, skipt niður á landshluta
miljónir króna
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Austurland
..
..
..
Norðurland
eystra
..
..
..
Norðurland
vestra
..
..
..
Suðurland
..
..
..
Vestfirðir
..
..
..
Vesturland
..
..
..
Suðurnes
.
.
Samanburður greiddra styrkja milli ára, skipt niður á framleiðslustarfsemi
miljónir króna
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Drykkjarvörur Fiskafurðir Iðnaðarvörur Kjötafurðir
Önnur matvæla-
framleiðsla
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
..
Snyrtivörur
.
Úthlutað kr.
2020
2019
2018
Grænmeti
.
.
Svæðisbundin flutningsjöfnun
Byggðastofnun sér um móttöku og yfirferð
styrkumsókna skv. lögum nr. 160/2011 um
svæðisbundna flutningsjöfnun. Árið 2020
bárust 92 umsóknir um flutningsjöfnunar-
styrki vegna flutningskostnaðar á árinu 2019
og voru 86 umsóknir samþykktar að upphæð
163,6 m.kr.
Af greiddum styrkjum voru 54,9% vegna
flutnings á fiskafurðum, 14,9% vegna kjötaf-
urða, 14,7% vegna iðnaðarvara, 10,3% vegna
annarrar matvælaframleiðslu, 4,7% vegna
drykkjarvara og 0,5% vegna grænmetisrækt-
unar og sölu.
Þau landsvæði sem fengu hæsta styrki voru
Norðurland eystra (41%) og Vestfirðir (20%).
Flestir umsækjendur höfðu sótt um styrki
áður.
Markmið með veitingu styrkjanna er að
styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuupp-
byggingu í landsbyggðunum. Það er gert með
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
ÁRSSKÝRSLA
2020
35
því að jafna flutningskostnað framleiðenda
sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri
innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og
búa við skerta samkeppnisstöðu vegna
hærri flutningskostnaðar en framleiðendur
stað settir nær markaði.
Sóknaráætlanir landshluta
Með lögum um byggðaáætlun og sóknaráætl-
anir frá árinu 2015 og fimm ára samningum
milli ríkisins og landshlutasamtaka sveitar-
félaga var verklag og hugmyndafræði sóknar-
áætlana fest í sessi. Almennt má segja að vel
hafi tekist til. Heimamenn í hverjum landshluta
eru að læra betur inn á þetta nýja fyrirkomulag
og virðist vera almenn ánægja með það. Mörg
áhugaverð verkefni hafa farið af stað á vegum
sóknaráætlana, bæði sem áhersluverkefni
og verkefni styrkt af uppbyggingarsjóðum.
Byggðastofnun hefur frá upphafi sóknaráætl-
ana árið 2012 farið með verkefnisstjórn sókn-
aráætlana landshluta.
Landshlutasamtök sveitarfélaga bera ábyrgð
á framkvæmd sóknaráætlana og eru þær
unnar í víðtæku samráði heimamanna. Skipta
má verkefninu í þrjá meginþætti, þ.e. hin eigin-
lega sóknaráætlun sem er stefnuskjal, áherslu-
verkefni og verkefni uppbyggingarsjóða. Í árslok
2019 lauk sóknaráætlanatímabilinu 2015–2019
og samningar um nýjar sóknaráætlanir lands-
hluta fyrir tímabilið 2020–2024 voru undir-
ritaðir árið 2019.
Árlega vinna landshlutasamtökin greinargerð
sóknaráætlana liðins árs og stýrihópur Stjórn-
arráðsins leggur fram heildargreinargerð, sem
unnin er af Byggðastofnun. Sú greinargerð
liggur fyrir að vori eða hausti eftir aðstæðum
og því er ekki hægt að gera grein fyrir tölum
ársins 2020 hér, þar sem þær eru enn ekki
fyrirliggjandi. Upplýsingar sem hér birtast eru
úr greinargerð fyrir árið 2019.
Grunnframlög ríkisins til samninganna stóðu
nokkurn veginn í stað á milli áranna 2018 og
2019, voru tæpar 727 m.kr. Framlög ríkisins
komu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytinu og mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu. Framlögin renna annars vegar til
uppbyggingarsjóða og hins vegar til áherslu-
verkefna. Hver landshluti ákveður skiptinguna,
en þó skal að lágmarki setja 55% af framlagi
kisins til uppbyggingarsjóða. Þá er landshlut-
unum heimilt að nýta tiltekna upphæð í
umsýslu.
Uppbyggingarsjóðir eru samkeppnissjóðir
sem hafa það hlutverk að styrkja menningar-
og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna
sem falla að sóknaráætlun hvers landshluta.
Sjóðirnir styrkja að jafnaði ekki meira en 50%
af kostnaði verkefna. Sérstök úthlutunarnefnd
fer fyrir hverjum sjóði, skipuð heimamönnum
hvers landshluta.
Á árinu 2019 bárust uppbyggingarsjóðunum
sjö samtals 935 umsóknir. Flestar voru þær á
Suðurlandi (263 umsóknir) og fæstar á Suður-
nesjum (55 umsóknir). Heildarupphæð um-
sókna var rúmlega 1,7 milljarður króna. Samtals
voru 548 verkefni styrkt, að upphæð tæpar
464 m.kr. Mótframlag styrkþega er að lágmarki
sama upphæð.
Áhersluverkefni eru samningsbundin
verkefni sem hafa beina skírskotun til sókn-
aráætlunar landshlutans og áherslna samráðs-
vettvangs. Ekki er gerð krafa um mótframlag.
Á höfuðborgarsvæðinu er ekki sérstakur upp-
byggingarsjóður heldur kveður samningurinn
einungis á um áhersluverkefni.
Í öllum átta landshlutunum var samtals
unnið að 67 áhersluverkefnum árið 2019 á
móti 73 verkefnum árið á undan. Heildarfram-
lag úr sóknaráætlunum til þessara verkefna
nam tæpum 332 m.kr. en var 353 m.kr. árið
2018. Ótalið er mótframlag heimamanna.
Fulltrúar í hverjum samráðsvettvangi voru
á bilinu 26–105 (sem er mun hærri tala en áður
hefur sést, gildir fyrir Suðurland, en þar voru
40 manns árið 2018), samtals 348 einstakl-
ingar. Kynjahlutfall samráðsvettvangs og fag-
ráða er almennt nokkuð jafnt, en aldursdreifing
fulltrúa samráðsvettvangs síður, því illa gengur
að fá ungt fólk til að taka þátt Langestir eru á
aldrinum 4060 ára. Fáir eru 25 ára og yngri,
nema á Suðurlandi og Norðurlandi eystra þar
sem þeir eru átta á hvoru svæði.
36
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
Á árinu 2020 var lögð fram greinargerð fyrsta
fimm ára tímabils sóknaráætlana landshluta,
árin 2015–2019. Í henni kemur m.a. fram að:
Rúmum 5 milljörðum króna var varið til
sóknaráætlana á tímabilinu 2015–2019,
þar af komu 4 milljarðar frá ríkinu.
Rúmar 576 m.kr. af þessum 4 ma.kr. voru
í formi viðaukasamninga.
Unnið var að 283 áhersluverkefnum um
land allt og framlag til þeirra nam 1,6 ma.kr.
á tímabilinu.
5.094 umsóknir bárust í uppbyggingarsjóð-
ina á tímabilinu og 2.966 verkefni hlutu
styrki, alls um 2,3 ma.kr. á tímabilinu.
Árangurshlutfall umsókna í uppbyggingar-
sjóðunum er hátt, eða 58,2% á tímabilinu
Karlar fá hærri styrki en konur öll árin, en
eiga færri umsóknir og sækja um hærri
fjárhæðir en konur.
Alls sátu 348 einstaklingar í samráðsvett-
vangi landshlutanna sem hafa beina
aðkomu að sóknaráætlun hvers landshluta.
Þjónustukort
Í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna frá haustdög-
um 2017 segir: „kisstjórnin mun hefja sam-
starf við sveitarfélögin um gerð þjónustukorts
sem sýnir aðgengi landsmanna að allri al-
mennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila
til að bæta yfirsýn og þar með skapa grundvöll
fyrir aðgerðir til að tryggja íbúum þjónustu og
jafna kostnað.“ Vinna við þjónustukortið var í
byggðaáætlun 2018–2024 falin Byggðastofnun
í samstarfi við ráðuneyti, sveitarfélög og sam-
tök sveitarfélaga.
Byggðastofnun hefur unnið að þjónustu-
kortinu síðan á fyrri hluta árs 2018 og sótt ráð-
gjöf til Landmælinga Íslands, Alta ráðgjafastofu
og Capacent. Fyrstu drög að kortinu voru sett
fram í júlí 2018 og þá óskað eftir ábendingum
og athugasemdum. Síðan hefur upplýsingum
um fjölmarga þjónustuþætti verið bætt við,
staðsetningu þeirra og þjónustu sem veitt
er eins og sjá má á www.thjonustukort.is
Á síðari hluta árs 2018 var settur á laggirnar
sérstakur samstarfshópur ráðuneyta og
Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að
auðvelda samstarf um þjónustukortið. Sá
hópur hefur nú lokið störfum.
Vinna við þjónustukortið felur í sér gagna-
öflun og uppfærslu gagna í samstarfi við fjölda
kisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga.
Kortið þarf að vera sem réttast hverju sinni
svo uppfæra þarf gögnin reglulega.
Gagnasafnið er opið og aðgengilegt öllum.
Niðurhalssíða fyrir kortið opnaði á árinu 2019
þar sem hlaða má niður á einfaldan hátt gögn-
um sem Byggðastofnun á og birt eru á kortinu.
Sem notandi landupplýsinga er Byggðastofn-
un í hópi stofnana sem taka þátt í samráðs-
hópi stjórnenda um grunngerð landupplýsinga
sem stýrt er af Landmælingum Íslands.
Framvinda verksins hefur verið í samræmi
við verkáætlun þar sem gert er ráð fyrir skrán-
ingu um 72 þjónustuþátta ríkis, sveitarfélaga
og einkaaðila. Verkáætlunin hafði í upphafi
fjóra megináfanga fyrir gagnaöflunina og
framsetningu á korti:
Í ÖRÆFASVEIT
ÁRSSKÝRSLA
2020
37
1. Lok 1. áfanga miðuðust við 20. desember
2018, en markmiðið var að 75% af opinber-
um þjónustuþáttum hefðu verið skráðir og
færðir inn á kort. Það markmið náðist.
2. Lok 2. áfanga miðaðist við 1. apríl 2019 og
markmiðið var að 90% skráðrar opinberrar
þjónustu hefði verið skráð og færð inn á
kort. Það markmið náðist.
3. Lok 3. áfanga miðaðist við 1. október 2019
og að 90% skráðra þjónustuþátta ríkis og
60% þjónustuþátta sveitarfélaga hefðu
verið skráð og færð inn á kort.
4. Lok 4. áfanga miðaðist við 20. desember
2019 og að 95% skráðra þjónustuþátta
sveitarfélaga og ríkis hefðu verið skráð og
færð inn á kort og að samningar lægju fyrir
um uppfærslu gagna til framtíðar. Einnig
að mæligildi hefðu verið skilgreind og færð
inn á þjónustukortið, s.s. vegalengdir frá
þjónustu og íbúafjöldi á þjónustusvæðum.
Seint á haustmánuðum 2019 var ákveðið
að sameina 3. og 4. áfanga og hafa sameiginleg
skil á þeim áföngum 1. desember 2019. Hvað
varðar markmið þeirra áfanga náðist að skrá
95% þjónustuþátta ríkis en gagnaöflun frá
sveitarfélögum stóð enn yfir í árslok 2019.
Hlé var tekið um mitt ár 2020 á þeirri gagna-
öflun en sú vinna er nú hafin að nýju. Þeim
þjónustuþáttum sem hægt er að koma í
sjálfvirka uppfærslu hefur nú verið komið
þannig fyrir en ljóst er að mörg gagnasett
þarf enn að uppfæra handvirkt.
Við árslok 2019 var vinna hafin við að
skilgreina mæligildi í kortinu og stendur sú
vinna enn yfir.
Árið 2020 fór fram viðmótshönnun þar sem
þjónustukortið var rýnt út frá notendaupplifun
og í kjölfarið var sían vinstra megin á kortinu
endurbætt og ýmis önnur virkni gerð skýrari.
Litir og leturgerð í jaðri kortsins voru uppfærð
í samræmi við hönnunarstaðal Byggðastofn-
unar og merki þjónustuþátta samræmd.
Árið 2021 þarf að vinna að yfirrslu við-
mótshönnunarinnar yfir á kortið, svokallaða
viðmótsforritun, þannig að ný útgáfa kortsins
birtist á vefnum. Jafnframt er gert ráð fyrir
að nöfn þjónustuþátta verði þýdd yfir á ensku
og pólsku.
„Konur gára vatnið”
– eflum leiðtogafærni kvenna
Byggðastofnun tekur þátt í verkefni sem styrkt
er af Evrópusambandinu og nefnist í íslenskri
þýðingu „Konur gára vatnið” – eflum leiðtoga-
færni kvenna (Women Making Waves). Jafn-
réttisstofa stýrir verkefninu og aðrir samstarfs-
aðilar eru frá Englandi, Grikklandi og Spáni.
Verkefnið hófst árið 2019 og lýkur í mars 2022.
Meginmarkmið verkefnisins er að efla leiðtoga-
hæfni, fagmennsku og sjálfstraust kvenna sem
búa við tþætta mismunun á vinnumarkaði.
Einnig að vekja athygli á og skapa umræður um
ólíkar aðstæður kvenna á vinnumarkaði og um
kynjahalla í leiðtogastöðum. Markhópurinn á
Íslandi er atvinnulausar konur, konur af erlend-
um uppruna, konur í dreifbýli og konur sem
eru að hefja nýjan starfsferil.
Verkefnið hefur tvíþætt hlutverk. Annars
vegar verður boðið upp á markvissa fræðslu
sem ýtir undir eflingu sjálfstrausts og atvinnu-
færni þannig að þátttakendur eigi greiðari að-
gang að leiðtogastöðum og hafi nauðsynlegar
bjargir til að draga úr kynjamisrétti. Hinsvegar
að vekja athygli á kynjamisrétti og hindrunum
sem konur mæta þegar þær feta metorðastig-
ann. Þátttakendur munu fá fræðslu um mikil-
vægi fjölbreytileikans á vinnumarkaði og lögð
verður áhersla á jafningjastuðning, ígrundun
og umræðu um tækifæri og hindranir kvenna
í leiðtogahlutverkum á vinnumarkaði sem og
í eigin lífi. Byggt verður upp tengslanet kvenna
sem leitast við að þróa störf sín um alla Evrópu.
Í verkefninu verður stuðlað að því að jafn-
ttisbaráttan verði lögð í hendur þeirra sem
geta í raun breytt hlutunum ef aðstæður eru
fyrir hendi þ.e. kvennanna sjálfra. Segja má að
að valdefling kvenna í víðum skilningi sé kjarni
verkefnisins.
Heimasíða verkefnisins er á eftirfarandi slóð:
womenmakingwaves.eu/
38
Samfélagsmiðlar
Byggðastofnunar
Haustið 2020 hófst vinna að gerð samfélags-
miðlastefnu Byggðastofnunar. Unnin var
markhópagreining og tekin ákvörðun um að
stofnunin ætti að verða sýnilegri á samfélags-
miðlum með það að markmiði að auðvelda
aðgengi að upplýsingum og útgefnu efni sem
Byggðastofnun birtir reglulega. Þá er markmið
þátttöku Byggðastofnunar á samfélagsmiðlum
einnig að vekja athygli fjölmiðla og almennings
á hlutverki stofnunarinnar og þeirri fjölbreyttu
starfsemi sem fer þar fram, að hvetja til
umræðu um byggðamál jafnt sem önnur sam-
félagsmál og að hvetja almenning til að koma
á framfæri ábendingum. Þá þykir einnig mikil-
vægt að fjölga þjónustuleiðum sem notendum
standa til boða og að nota fjölbreyttar leiðir
miðlunar til að auglýsa fræðslufundi, viðburði
og fleira og ná þannig til ólíkra markhópa eftir
aldri og áhugasviðum.
Markhópar Byggðastofnunar á samfélags-
miðlum eru almenningur, fagfólk, fjölmiðlar,
stjórnsýslan og aðrir hagaðilar. Þeir samfélags-
miðlar sem Byggðastofnun hefur tekið í notkun
eru Facebook, Instagram, Twitter og LinkedIn.
Áherslur og markhópar eru þó mismunandi
eftir hverjum miðli. Ábyrgð á innleggjum og
veru stofnunarinnar á samfélagsmiðlum er
í höndum vefstjóra og starfsmanna með rit-
stjórnarréttindi (e. admin). Þá fór Bygalínan,
hlaðvarp Byggðastofnunar, í loftið í árslok
2020. Markmið þáttarins er að varpa ljósi á líf
einstaklinga sem kjósa að lifa og starfa í lands-
byggðunum og fjalla um ólík málefni sem snúa
að byggðamálum. Það er einnig markmiðið
með nýjum áherslum á Instagram-reikningi
stofnunarinnar að veita einstaklingum í lands-
byggðunum tækifæri til að segja og sýna frá
sínu daglega lífi.
A.18 Skilgreining opinberrar
grunnþjónustu og jöfnun
aðgengis
Vinnuhópur á vegum Byggðastofnunar hefur
unnið að verkefni í byggðaáætlun sem ber
heitið A.18 Skilgreining opinberrar grunnþjón-
ustu og jöfnun aðgengis. Markmið þess er að
„íbúar landsins, óháð búsetu, hafi jafnt aðgengi
að opinberri grunnþjónustu með bættum
aðstæðum og tæknilausnum.“ Skilgreina á rétt
fólks til opinberrar grunnþjónustu, svo sem
heilbrigðisþjónustu, lögslu, menntunar,
samgangna og fjarskipta.
Í verkefninu er einnig gert ráð fyrir að unnar
séu tillögur um tæknilega framkvæmd og
jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti
þjónustu á vegum ríkisins og gerðar tillögur um
það í langtímaáætlun eigi síðar en árið 2021.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber
ábyrgð á verkefninu, en Byggðastofnun sér um
framkvæmdina í samstarfi við ýmsa aðila, s.s.
ráðuneyti og samtök sveitarfélaga.
Verkefnið hefur verið kynnt fyrir og unnið í
miklu samstarfi við landshlutasamtök sveitar-
félaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, stýri-
hóp Stjórnarráðsins um byggðamál, byggða-
málaráð, stofnanir og fjölmörg ráðuneyti.
Í júní 2020 sendi vinnuhópurinn minnisblað til
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með
þremur tillögum er snúa að grunnskóla, heil-
brigðisþjónustu og almenningssamgöngum.
Drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjón-
ustu, aðgengi og rétti fólks liggja fyrir og hafa
verið kynnt hagaðilum. Áætlað er að skilgrein-
ingin ásamt greinargerð liggi fyrir á vordögum
2021. Tillögum vinnuhópsins að aðgerðum um
tæknilega framkvæmd og jöfnun kostnaðar
hefur verið komið til starfshóps sem vinnur
að nýrri byggðaáætlun og uppfærðri aðgerð-
aráætlun.
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
ÁRSSKÝRSLA
2020
39
Kortlagning á húsnæði fyrir
störf án staðsetningar
Byggðastofnun tók saman í árslok 2020 upp-
lýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án
staðsetningar og setti fram á gagnvirku korti
sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar.
Var upplýsingum safnað saman með aðstoð
landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Í núgildandi byggðaáætlun fyrir árin 2018
2024 er að finna aðgerð B.7. sem kallast Störf
án staðsetningar. Verkefnismarkmiðið er að
10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og
stofnunum þeirra verði án staðsetningar ár
2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á
starfsfólki. Þar er lagt til að sk störf verði unnin
á starfsstöð (þ.e. í húsnæði þar sem fyrir er
önnur starfsemi) og því er mikilvægt að fyrir
liggi upplýsingar um húsnæði sem til greina
kemur sem víðast í landsbyggðunum. Á kortinu
birtast fjölmargir staðir þar sem hægt er að
taka við fólki sem vinnur starf án staðsetningar.
Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsinga-
banki fyrir þá aðila sem áforma að sinna
opinberu starfi án staðsetningar og fyrir
forstöðumenn ráðuneyta og stofnana. Inni
á kortinu birtast ákveðnar grunnupplýsingar
um viðkomandi staði ásamt tengilið sem hafa
skal samband við ef áhugi er fyrir hendi.
Kortið er unnið að beiðni samgöngu- og
sveitar stjórnarráðuneytisins og er ætlunin
að uppfæra upplýsingarnar sem þar birtast
eins og þörf krefur.
FRÁ BORGARFIRÐI EYSTRI
40
Byggðarannsóknasjóður og
styrkir til meistaranema
Byggðarannsóknasjóður
Sjötta úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði fór
fram í apríl 2020, en var ekki tilkynnt á ársfundi
Byggðastofnunar eins og venjan er, þar sem
ársfundurinn var fjarfundur að þessu sinni.
Byggðarannsóknasjóður er fjármagnaður af
fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá
Byggðastofnun, en stofnunin fer með umsýslu
sjóðsins. Til úthlutunar voru 10 m.kr.
Alls bárust 14 umsóknir, sem var meira en
helmingsfjölgun frá árinu áður. Eftirfarandi
fjögur verkefni hlutu styrki:
Byltingar og byggðaþróun: hlutverk
þekkingarsetra í byggðaþróun fjórðu
iðnbyltingarinnar. Styrkupphæð 2,5 m.kr.
Styrkþegi: Þekkingarnet Þingeyinga.
Markmið rannsóknarinnar er að greina áhrif
fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins
og mögulegar leiðir til að nýta innviði
þekkingarsetra til að mæta áskorunum
og tækifærum byltingarinnar.
Fasteignamarkaður og foreldrar um land
allt: Getur hátt fasteignaverð fælt barna-
fjölskyldur af landsbyggðinni eða haldið
þeim frá? Styrkfjárhæð 2 m.kr. Styrkþegi:
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða
hvað hefur áhrif á búferlaflutninga fólks á
barneignaraldri og að styrkja fyrri greiningu
á þessum þáttum svo auðveldara sé að
hanna íbúaþróunarlíkön fyrir sveitarfélög.
Í þriðja lagi að auka skilning á þeim áhrifum
sem mikil sókn utanbæjarmanna í íbúðir
fjarri heimahögum þeirra kunna að hafa.
Örorka á Norðurlandi eystra – kort-
lagning. Styrkfjárhæð 2,5 m.kr. Styrkþegi:
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
(RHA). Markmiðið með verkefninu er að
kortleggja umfang og þróun örorku á
Norðurlandi eystra í samhengi við þróun
vinnumarkaðar og lýðfræðilegra þátta. Þá
er markmið að unnt verði að nýta niður-
stöður rannsóknarinnar í þágu þeirra sem
vinna að atvinnuþróun, vinnumarkaðs-
úrræðum, menntamálum, endurhæfingu
fólks á vinnumarkaði og byggðaþróun og
að verkefnið stuðli að aukinni þekkingu á
viðfangsefninu á landsvísu.
Verslun í heimabyggð: greining á
sóknarfærum dreifbýlisverslana.
Styrkfjárhæð 3,0 m.kr. Styrkþegi: Emil B.
Karlsson. Markmið rannsóknarinnar er að
leiða í ljós hverjar eru skilvirkustu stuðnings-
aðgerðirnar við litlar verslanir í dreifbýli.
Niðurstöðum er jafnframt ætlað að sýna
hvaða þættir í rekstri dreifbýlisverslana
skipta mestu til að lifa af í samkeppni við
stærri verslunarkeðjur.
Styrkir til meistaranema
Í árslok 2020 lagði stjórn Byggðarannsókna-
sjóðs til að styrktar yrðu fjórar meistara-
rannsóknir á sviði byggðamála en sex umsóknir
um styrki bárust, sem er svipað og áður.
Í janúar 2021 samþykkti stjórn Bygastofn-
unar tillögurnar. Styrkirnir komu af fjárveitingu
byggðaáætlunar 2018–2024 og áskilið var að
verkefnin hefðu skírskotun til markmiða eða
aðgerða byggðaáætlunar. Heildarupphæð
styrkjanna var 1 m.kr.
Alls bárust sex umsóknir og hlutu eftirfarandi
fjögur verkefni styrki:
Fjármálastjórnun sveitarfélaga.
Styrkfjárhæð 300 þús. kr. Styrkþegi: Gunn-
laugur A. Júlíusson, viðskiptafræðideild Há-
skóla Íslands. Fjármálakafli íslenskra sveitar-
stjórnarlaga verður borinn saman við sam-
svarandi lagatexta annarra norrænna ríkja.
Greint verður hvort áherslumunur sé á
vinnulagi milli sveitarfélaga með hátt veltufé
frá rekstri og með lágt veltufé frá rekstri.
Greindur verður munur í áherslum milli
æðstu embættismanna og forstöðumanna
stofnana við vinnslu fjárheimilda.
Arfur sem afl. Styrkfjárhæð 250 þús. kr.
Styrkþegi: Hans Jakob S. Jónsson, hagnýt
þjóðfræði, Háskóla Íslands. Gengið er út
frá að menningararfur geti eflt byggða-
STARFSEMI
ÞRÓUNARSVIÐS
ÁRSSKÝRSLA
2020
41
þróun, aukið lífsgæði, stuðlað að þróun
atvinnuvega og nýsköpun og valdeflt íbúa.
Höfundur lýsir þremur verkefnum sem
hann starfaði við í Svíþjóð árin 1998–2008
og ber saman við kenningar um menn-
ingararf sem afl til byggðaþróunar. Þrjú
málþing verða haldin um jafnmarga staði
á Íslandi og spegla síðan aðferðafræði og
meginreglur sem nýtast kynnu í sama skyni
hér á landi.
Snúbúar á Íslandi. Styrkfjárhæð 250 þús.
kr. Styrkþegi: Hjördís Guðmundsdóttir,
rannsóknatengt meistaranám í félagsvísind-
um, Háskólanum á Akureyri. Kortlagning
snúbúa á Íslandi, með tilliti til menntunar-
og atvinnuhátta, heimilishaga, viðhorfa til
búsetu, búsetusögu og fleiri þátta. Umfang
snúbúa og einkenni þeirra hefur ekki verið
rannsakað í íslensku samhengi áður.
Aukin þekking á drifkröftum búsetuáætlana
snúbúa getur stuðlað að hnitmiðaðri
stefnumótun og markvissari aðgerðum
í byggðaþróun.
Impact of sheep grazing on botanic
diversity and species richness. Styrkfjár-
hæð 200 þús. kr. Styrkþegi: Brynjólfur
Brynjólfsson, náttúru- og umhverfisfræði,
Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið
fjallar um áhrif mislangrar friðunar annars
vegar og sauðfjárbeitar hinsvegar á
tegundafjölbreytileika í íslenskri náttúru.
Borin verða saman svæði sem hafa verið
friðuð í 30, 50 og 80 ár, við sambærileg
svæði sem hafa verið beitt frá alda öðli,
með tilliti til fjölbreytni plöntutegunda.
Annað
Þróunarsviðið hefur fjölbreytt samstarf við
ýmsa aðila á sviði byggðaþróunar, atvinnuráð-
gjafar, rannsókna og nýsköpunar. Skal þar fyrst
nefna landshlutasamtök sveitarfélaga og at-
vinnuþróunarfélögin, en einnig Íslandsstofu,
Jafnréttisstofu, Rannsóknamiðstöð Háskólans
á Akureyri, Háskólann á Akureyri, Háskóla Ís-
lands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Hag-
stofu Íslands, Ferðamálastofu, Landmælingar,
Skipulagsstofnun, Samband íslenskra sveitar-
félaga, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá og raunar
mun fleiri aðila.
Byggðastofnun hefur hlutverki að gegna við
úthlutun svæðisbundinna styrkja í landbúnaði
og útbýr lista yfir þau sauðfjárbú sem falla inn-
an svæðanna samkvæmt reglugerð um stuðn-
ing við sauðfjárrækt. Svæðin eru skilgreind út
frá lágmarks akstursfjarlægðum sauðfjárbúa
frá þéttbýlisstöðum með fleiri en 1.000 íbúa
en svo koma til frekari takmarkanir á styrkhæfi
búa með tilliti til fjölda sauðfjár.
Þróunarsviðið tekur einnig þátt í margvísleg-
um innlendum og erlendum starfshópum,
ritun skýrslna og starfsmenn taka þátt í um-
ræðum um byggðamál. Veittar eru umsagnir
um þingmál, ívilnanir um nýfjárfestingar og
umhverfismat. Byggðastofnun hefur í auknum
mæli komið ábendingum við lagafrumvörp á
framfæri í samráðsgátt stjórnvalda.
Bygastofnun stendur fyrir byggðaráð-
stefnu annað hvert ár í samvinnu við Samband
íslenskra sveitarfélaga og samtök sveitarfélaga
á því svæði sem ráðstefnan er haldin. Fresta
þurfti byggðaráðstefnunni sem vera átti haust-
ið 2020 vegna COVID-19, stefnt er að því að
halda ráðstefnuna haustið 2021. Ráðstefn-
urnar hafa verið vel sóttar og heppnast vel.
42
Hreinar vaxtatekjur voru 522 m.kr. miðað
við 509 m.kr. árið 2019. Rekstrartekjur voru
643 m.kr. og rekstrargjöld 1.227 m.kr. Framlög
í afskriftarreikning útlána og matsbreyting
hlutafjár námu 298 m.kr. Tap ársins var því
61,8 m.kr. miðað við 95,4 m.kr. hagnað árið
áður.
Samkvæmt lögum skal Byggðastofnun
njóta framlags úr ríkissjóði eins og ákveðið er
í fjárlögum hverju sinni og nam það 385 m.kr.
á árinu 2020.
Rekstrargjöldin án framlaga úr afskriftar-
reikningi skiptust þannig að 265 m.kr. voru
vegna lánaumsýslu og sérgreindur kostnaður
vegna þróunarstarfsemi var 663 m.kr., en
stærsti liðurinn þar eru framlög til atvinnu-
ráðgjafa, 210 m.kr. og styrkir vegna verkefnisins
Brothættar byggðir, 158 m.kr.
Vergur rekstrarkostnaður Byggðastofnunar
árið 2020 var 508 m.kr. og hafði lækkað um
44 m.kr. frá fyrra ári. Kostnaðarþátttaka
annarra nam 81 m.kr. Hreinn rekstrarkostn -
aður stofnunarinnar var því 427 m.kr., en var
443 m.kr. árið áður.
Niðurstaða efnahagsreiknings Byga-
stofnunar var 20.285 m.kr. um síðustu áramót,
en nam 16.475 m.kr. í árslok 2019 og hafði því
hækkað um 3.809 m.kr. á milli ára.
Eigið fé í árslok var 3.154 m.kr. samkvæmt
efnahagsreikningi og lækkaði sem nam tapi
ársins. Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki var 19,12%.
Heildarútlán að frádregnum afskriftarreikn-
ingi útlána námu 16.835 m.kr. í árslok 2020
en voru 13.850 m.kr. í árslok 2019 og höfðu
hækkað um 2.985 m.kr. Í árslok 2020 voru
vanskil 1,02% af útlánum. Virði innleystra
eigna var 270 m.kr. um síðustu áramót, en
var 441 m.kr. árið áður. Reynt er að meta
eignir á áætluðu söluverði. Um áramót voru
6 fullnustueignir í eigu stofnunarinnar, sem er
fækkun um fimm eignir frá árinu 2019. Yfirlit
yfir fasteignir stofnunarinnar eru í skýringu 11
í ársreikningnum. Nánari upplýsingar um hverja
og eina eign eru á heimasíðu stofnunarinnar.
Framlög í afskriftarreikning útlána og mats-
breyting hlutabréfa námu 298 m.kr. á árinu
2020 en 182 m.kr. fóru í afskriftarreikninginn
á árinu 2019. Afskriftarreikningur útlána var
1.373 m.kr. í árslok, sem var 7,54% af heildarút-
lánum. Samsvarandi hlutfall árið áður var
8,48% og stóð afskriftarreikningurinn þá í
1.283 m.kr. Endanleg útlánatöp ársins námu
156 m.kr. en voru 24 m.kr. árið 2019.
FJÁRHAGUR OG REKSTUR
Á árinu 2020 var tap af rekstri Byggðastofnunar samkvæmt
rekstrarreikningi 61,8 m.kr.
43
Lánaumsýsla Þróunarstarfsemi Samtals
VAXTATEKJUR
Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir . . . . . . . . . 4.298 4.298
Vaxtatekjur og verðbætur af útlánum . . . . . . . . . 1.323.371 1.323.371
––––––––––––––– –––––––––––––––
. . . .
––––––––––––––– –––––––––––––––
VAXTAGJÖLD
Vaxtagjöld og verðbætur af lántökum . . . . . . . . . 805.686 805.686
Önnur vaxtagjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 126 126
––––––––––––––– –––––––––––––––
. .
––––––––––––––– –––––––––––––––
Hreinar vaxtatekjur
. .
––––––––––––––– –––––––––––––––
REKSTRARTEKJUR
Framlag ríkissjóðs skv. fjárlögum . . . . . . . . . . . . . . . 0 385.300 385.300
Gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . -811 0 -811
Aðrar rekstrartekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18.763 239.756 258.519
––––––––––––––– ––––––––––––––– –––––––––––––––
Hreinar rekstrartekjur
. . ..
––––––––––––––– ––––––––––––––– –––––––––––––––
REKSTRARGJÖLD
Veitt framlög til atvinnuráðgjafa . . . . . . . . . . . . . . . . 0 209.600 209.600
Veittir aðrir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 164.933 164.933
Laun og launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 165.864 209.244 375.108
Annar rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60.268 72.449 132.716
Rekstur fullnustueigna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32.314 0 32.314
Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna . . . . . . . . . 6.986 6.986 13.973
Framlög í afskriftarreikning útlána
og matsbreyting hlutabréfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. .
––––––––––––––– ––––––––––––––– –––––––––––––––
. . ..
––––––––––––––– ––––––––––––––– –––––––––––––––
Tap ársins
-. -. -.
––––––––––––––– ––––––––––––––– –––––––––––––––
SÉRGREINDUR
REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2020
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA
2020
45
ÁRSREIKNINGUR
BYGGÐASTOFNUNAR
2020
46
SKÝRSLA STJÓRNAR
BYGGÐASTOFNUNAR OG FORSTJÓRA
Hlutverk
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr.
106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk
Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf
með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra
landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við
hlutverk si undirbýr, skipuleggur og ármagnar
stofnunin verkefni og veitir lán með það að mark-
miði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að
nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og
vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnu-
þróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa.
Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í
landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum.
Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um
þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að
treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Rekstur árið 2020
Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri
stofnunarinnar 61,8 milljónum króna á árinu en
til samanburðar var 95,4 milljóna króna hagnaður
á árinu 2019. Eigið fé í lok desember 2020 sam-
kvæmt efnahagsreikningi var 3.154 milljónir króna.
Eiginárhlutfall samkvæmt lögum um ármálafyrir-
tæki var 19,12% en var 19,25% í lok árs 2019.
Efnahagur stofnunarinnar nam í lok desember
2020, 20.285 milljónum króna og hefur hækkað
um 3.809 milljónir króna frá árslokum 2019.
Stærsti einstaki liðurinn á eignahlið efnahags-
reiknings eru útlán til viðskiptavina og námu þau
16.835 milljónum króna og höfðu hækkað um
2.985 milljónir króna frá byrjun árs. Handbært fé
í lok desember 2020 nam 1.165 milljónum króna,
en var 475 milljónir króna í árslok 2019. Lántökur
og skuldabréfaútgáfur námu 16.789 milljónum
króna og höfðu hækkað um 3.774 milljónir króna
á árinu. Ný útlán á árinu námu 3.369 milljónum
króna á móti 2.685 milljónum króna á árinu 2019.
Samkvæmt 84. gr. laga nr. 161/2002 um ármála-
fyrirtæki skal eiginárgrunnur í heild nema að
lágmarki 8% af áhæugrunni, en í lok desember
2020 var eiginárhlutfall stofnunarinnar eins og
að ofan greinir 19,12%. Fjármálaeirlit Seðlabanka
Íslands (SÍ) hefur ákveðið í samræmi við heimildir
sínar, samkvæmt 1. og 2. mgr. 86. gr. d laga um
ármálafyrirtæki, sveiflujöfnunarauka fyrir stofnun-
ina auk verndunarauka skv. 86 gr. e sömu laga.
Samanlögð krafa um eiginárauka er 2,50%.
Skv. ákvörðun SÍ skal Byggðastofnun viðhalda
2,5% verndunarauka frá og með 19. mars 2020.
Samanlögð eiginárkrafa verður því frá þeim tíma
10,50%.
Frá og með 1. janúar 2020 gilda á Íslandi ákvæði
501. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem
kveður á um svonefndan afslá vegna áhæu-
skuldbindinga lítilla og meðalstórra fyrirtækja
(e. SME factor), sbr. 3. mgr. 92. gr. reglugerðar
nr. 233/2017. Án afsláarins hefði eiginárhlutfallið
verið 16,98%.
Í byrjun janúar 2019 óskaði Framkvæmdasýsla
ríkisins fyrir hönd Byggðastofnunar eir tilboðum í
byggingu á nýrri skrifstofubyggingu fyrir stofnunina
að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Framkvæmdum er
nú lokið og flui stofnunin inn í húsið í júlí 2020.
Lokauppgjör frá Framkvæmdasýslu ríkisins liggur
ekki fyrir á þessu stigi.
Á fundi stjórnar 22. maí 2020 samþykkti hún
reglur um árstýringu Byggðastofnunar þar sem
kveðið er á um stefnu og heimildir í árstýringu
stofnunarinnar.
Samþykkt var á fundi stjórnar 22. maí 2020 að
heimila forstjóra að skrifa undir samning um aðild
Byggðastofnunar að ábyrgðakerfi Evrópska ár-
festingabankans (EIF), eða svokölluðu COSME verk-
efni. COSME hefur það hlutverk að auka aðgengi
að lánsfé til aðila innan Evrópusambandsins og EES
sem með einum eða öðrum hæi standa höllum
fæti og eiga erfi um vik með að nálgast ármagn
á opnum markaði. Þea er gert í formi ábyrgða til
lánveitenda sem þar með draga úr áhæu þeirra
við lánveitingar til þessara aðila.
Á sama fundi voru samþykkti nýir lánaflokkar og
breytingar á lánaflokkum vegna lána sem vei
verða innan ábyrgðarkerfis EIF.
Áhrif COVID-19 á rekstur og efnahag
Byggðastofnunar
Áhrif COVID-19 á rekstur Byggðastofnunar hafa
að mestu komið fram í ölda beiðna um frestun
aorgana af lánum viðskiptavina hennar. Stofnun-
in var þátakandi í samkomulagi viðskiptabanka,
lánastofnana og lífeyrissjóða um tímabundna
greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heims-
faraldurs COVID-19 og gilti það til 30. september
2020. Það fól í sér að greiðslufrestir vegna áhrifa
COVID-19 yrðu veiir til áramóta að hámarki.
Stofnunin hefur þó gengið mun lengra í skilmála-
breytingum en efni samkomulagsins kveður á um.
Á árinu 2020 voru skráðar 160 beiðnir um
greiðslufresti vegna áhrifa COVID-19. Kemur lang-
mestur öldi þeirra frá aðilum í ferðaþjónustu og
öðrum þjónustuaðilum. Ljóst er að áhrifin eru enn
að koma fram og munu áfram hafa áhrif á sjóð-
streymi stofnunarinnar. Stjórnvöld og Seðlabankinn
hafa komið fram með ölmargar aðgerðir til að
vinna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum
faraldursins en mikil óvissa er enn um þróun far-
aldursins og hvenær verður endanlega hægt að
léa af öllum takmörkunum sem til komnar eru
vegna hans. Nánar er allað um þea í skýringu 21.
47
Stjórnarhættir
Málefni byggðamála, og þar á meðal Byggða-
stofnunar heyra undir samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið.
Skv. 3. gr. laga um Byggðastofnun skipar ráðherra
á ársfundi sjö menn í stjórn Byggðastofnunar til
eins árs í senn og sjö menn til vara. Á ársfundi
stofnunarinnar 16. apríl 2020 skipaði samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra nýja stjórn sem sitja
skal fram að næsta ársfundi en þó ekki lengur
en til 1. júlí 2021. Í stjórnina voru skipuð Magnús
Björn Jónsson stjórnarformaður, Halldóra Kristín
Hauksdóir varaformaður, Gunnar Þorgeirsson,
Karl Björnsson, María Hjálmarsdóir, Sigríður
Jóhannesdóir og Unnar Hermannsson. Á sama
tíma voru sjö varamenn skipaðir, þau Bergur Elías
Ágústsson, Herdís Þórðardóir, Þórey Edda Elís-
dóir, Lilja Björg Ágústsdóir, Anna Guðrún Björns-
dóir, Friðjón Einarsson og Heiðbrá Ólafsdóir.
Þann 11. ágúst 2020 sagði Unnar Hermannsson
sig frá setu í stjórn og tók Heiðbrá Ólafsdóir sæti
hans. Ráðherra skipar formann og varaformann
og ákveður þóknun stjórnar. Fjármálaeirlit SÍ
metur hæfi stjórnarmanna skv. 52. gr. laga um
ármálafyrirtæki.
Á árinu 2020 hélt stjórn Byggðastofnunar 15
stjórnarfundi. Fundir eru almennt haldnir á skrif-
stofu stofnunarinnar á Sauðárkróki, en vegna áhrifa
COVID-19 hélt stjórn fleiri fundi og voru flestir
fundirnir arfundir. Eru fundargerðir stjórnar
birtar á heimasíðu stofnunarinnar.
Á fundi stjórnar í maí 2020 samþykkti stjórn
Byggðastofnunar stjórnarháaryfirlýsingu Byggða-
stofnunar og er hún birt á heimasíðu stofnunar-
innar byggdastofnun.is.
Í 4. gr. laga um Byggðastofnun er nánar kveðið
á um verkefni stjórnar. Stjórn hefur se sér reglur
um störf sín og voru þær síðast endurskoðaðar
26. febrúar 2020.
Stjórn Byggðastofnunar leitast við að viðhalda
góðum stjórnunarháum og hefur se sér reglur
um störf stjórnar auk siðareglna fyrir starfsfólk og
stjórn. Þá hafa verið sear starfsreglur fyrir endur-
skoðunarnefnd og stjórn hefur skilgreint hlutverk
regluvarðar. Hjá stofnuninni starfar lánanefnd sem
allar um allar lánsumsóknir, sölu fullnustueigna
auk þess að gera tillögu til stjórnar um sölu hluta-
bréfa og afgreiðslu lánamála yfir sínum heimilda-
mörkum. Þá eru til staðar hjá stofnuninni afla-
marksnefnd, áhæumatsnefnd, og öryggisnefnd
sem sear hafa verið verklagsreglur um. Verklags-
reglur um útlánastarfsemi, ármála- og eigna-
umsýslu hafa verið uppfærðar reglulega og í þeim
er m.a. kveðið á um heimildir lánanefndar. Voru
reglurnar síðast uppfærðar og samþykktar af stjórn
á fundi hennar 19. febrúar 2021.
Í umboði stjórnar starfar endurskoðunarnefnd sem
hefur lögbundið eirlitshlutverk með endurskoðun
stofnunarinnar. Endurskoðunarnefnd skal aðstoða
stjórn við að uppfylla skyldur sínar með því að
starfa sem óháður og hlutlægur aðili sem hefur
eirlit með reikningsskilaferli stofnunarinnar og
innra eirliti hennar ásamt störfum ytri og innri
endurskoðenda stofnunarinnar eins og nánar er
tilgreint í verklagsreglum hennar og í samræmi við
108. gr. b. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Stjórn
Byggðastofnunar staðfesti nýjar reglur um störf
endurskoðunarnefndar Byggðastofnunar á fundi
22. maí 2020.
Stjórn ber ábyrgð á skipun endurskoðunarnefndar
og skal nefndin svara beint til stjórnar. Hún skal
skipuð þremur aðilum eigi síðar en mánuði eir
aðalfund. Nefndarmenn skulu vera óháðir endur-
skoðanda eða endurskoðendum Byggðastofnunar
og meirihluti nefndarmanna skal jafnframt vera
óháður Byggðastofnun. Á fundi stjórnar 22. maí
2020 voru Ragna Hjartardóir, Sigríður Jóhannes-
dóir og Kristbjörg Kristbergsdóir skipaðar í
endurskoðunarnefnd Byggðastofnunar til eins
árs og Halldóra Kristín Hauksdóir til vara.
Stjórn skipar regluvörð samkvæmt erindisbréfi og
kemur regluvörður að lágmarki einu sinni á ári fyrir
stjórn og kynnir skýrslu um þau málefni sem undir
starfssvið hans heyra. Þá hefur stjórn einnig skipað
persónuverndarfulltrúa skv. erindisbréfi.
Ríkisendurskoðun ber ábyrgð á endurskoðun
Byggðastofnunar skv. 4. gr. laga um Ríkisendur-
skoðun og endurskoðun ríkisreikninga nr. 46/2016.
Ríkisendurskoðun fól PricewaterhouseCoopers ehf.
í kjölfar útboðs að sjá um endurskoðun á ársreikn-
ingi Byggðastofnunar í umboði sínu rekstrarárin
2018-2024.
Byggðastofnun er undanþegin rekstri á innri
endurskoðunardeild skv. ákvörðun Fjármálaeir-
litsins frá árinu 2012. Árið 2016, í kjölfar útboðs,
samdi Byggðastofnun við KPMG um að sjá um
innri endurskoðun Byggðastofnunar á árunum
2016-2020. Þann 10. desember 2020 samþykkti
stjórn að framlengja samninginn við KPMG til
ársins 2025.
Verkefni forstjóra eru nánar tilgreind í 5. gr. laga
um Byggðastofnun og í erindisbréfi ráðherra.
Stofnunin skiptist í ögur svið, fyrirtækjasvið, lög-
fræðisvið, rekstrarsvið og þróunarsvið. Fjöldi starfs-
manna í lok árs var 25 í jafn mörgum stöðugildum.
48
Áhættustýring
Skv. niðurstöðu Fjármálaeirlitsins frá árinu 2015
er Byggðastofnun undanþegin starfrækslu áhæu-
nefndar sbr. 5 mgr. 78 gr. laga nr. 161/2002 um
ármálafyrirtæki. Vegna þessarar undanþágu þá
hvíla starfsskyldur áhæunefndar sem mælt er
fyrir um á stjórn Byggðastofnunar.
Á árinu 2015 var í fyrsta skipti staðfest áhæu-
stefna af stjórn Byggðastofnunar og er hún endur-
skoðuð árlega, nú síðast í október 2020, en stjórn
Byggðastofnunar ber ábyrgð á áhæustýringu
stofnunarinnar. Skv. 11. gr. laga um Byggðastofnun
skal árhagslegt markmið lánastarfsemi stofnunar-
innar vera að varðveita eigið fé að raungildi og
takmarkar það áhæuvilja hennar, en stjórn
stofnunarinnar ákveður viðunandi áhæu. Fjórum
sinnum á ári fær stjórn stofnunarinnar upplýsingar
um stöðu helstu áhæuþáa og framkvæmd
áhæustýringar.
Áhæustýring og virkt innra eirlit er ein af
meginstoðum ábyrgs reksturs stofnunarinnar.
Byggðastofnun hefur skilgreint helstu áhæuþæi
í rekstri sínum. Þeir eru útlánaáhæa, samþjöpp-
unaráhæa, markaðsáhæa, gengisáhæa, vaxta-
áhæa, uppgreiðsluáhæa, verðbólguáhæa,
lausaáráhæa, útstreymisáhæa, seljanleika-
áhæa, rekstraráhæa, upplýsingatækniáhæa,
pólitísk og lagaleg áhæa, orðsporsáhæa og
starfsmannaáhæa.
Virkt innra eirlit er hjá stofnuninni og hafa flestir
ferlar verið skráðir. Þessir ferlar og áhæuþæir
eru metnir reglulega. Hafa úektir sýnt fram á að
skilgreindar eirlitsaðgerðir eru virkar.
Í samræmi við 17. grein laga nr. 161/2002 um
ármálafyrirtæki hefur verið skipaður sérstakur
umsjónarmaður áhæustýringar hjá Byggðastofn-
un og gilda um störf hans reglur um umsjónar-
mann áhæustýringar sem samþykktar voru af
stjórn í janúar 2017. Hefur umsjónarmaður áhæu-
stýringar beinan og milliliðalausan aðgang að
stjórn Byggðastofnunar og flytur skýrslu um þau
málefni sem undir starfssvið hans heyra einu sinni
á ári auk þess að leggja fyrir stjórn ársórðungs-
lega áhæuskýrslu.
Fjármögnun
Á árinu 2020 var gengið frá lántökum hjá Endur-
lánum ríkissjóðs upp á 5.295 milljónir króna. Voru
þea lán í krónum, evrum og japönskum jenum
með 5-15 ára lánstíma. Nánar er allað um lántök-
ur í skýringu 17 í ársreikningnum. Var lántakan
byggð á lántökuheimild árlaga 2019 og 2020.
Voru lántökur að hluta til nýar til uppgreiðslu
óhagstæðra lána hjá Dexia Credit Local en aðal -
lega til að ármagna ný útlán. Í árlögum ársins
2021 hefur Byggðastofnun 3.000 m.kr. lántöku-
heimild.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf samkvæmt
66. gr. d í lögum um ársreikninga
Byggðastofnun telst til eininga tengdum almanna-
hagsmunum eins og hugtakið er skilgreint í lögum
um ársreikninga nr. 3/2006, með síðari breyting-
um. Meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja
lánsframboð á byggðalega viðkvæmum svæðum.
Stjórn Byggðastofnunar hefur se sér starfsreglur
þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnarformanni í
Byggðastofnun sé óheimilt að taka að sér önnur
störf fyrir stofnunina en þau sem teljast eðlilegur
hluti starfa hans sem stjórnarformanns. Stjórnar-
maður skal ekki taka þá í meðferð máls er varðar
viðskipti hans sjálfs, fyrirtækis sem hann á virkan
eignarhlut í, situr í stjórn, er í forsvari fyrir, er starfs-
maður við eða á verulegra hagsmuna að gæta í
eða telst að öðru leyti innherji í, svo og varðandi
samkeppnisaðila slíkra fyrirtækja. Sama gildir um
þátöku í meðferð máls sem tengist aðila sem er
venslaður stjórnarmanni persónulega eða árhags-
lega. Aðalmenn og varamenn í stjórn Byggðastofn-
unar, eða fyrirtæki sem þeir eiga eða eru í forsvari
fyrir, skulu ekki sækja um lán og/eða styrki hjá
stofnuninni. Öll önnur viðskiptaerindi stjórnar-
manna og/eða varamanna, og fyrirtækja sem þeir
kunna að eiga eða vera í forsvari fyrir skulu lögð
fyrir stjórn Byggðastofnunar.
Stjórn Byggðastofnunar hefur einnig se siðareglur
sem gilda um stjórn og starfsmenn. Siðareglur
minna starfsmenn og stjórn Byggðastofnunar og
aðra þá sem starfa í umboði hennar á víðtækar
og strangar siðferðiskröfur sem gerðar eru til þeirra
og stuðla þannig að því að efla það traust og þann
trúverðugleika sem stofnuninni er nauðsynlegt að
hafa.
Byggðastofnun fylgir lögum, reglum og samning-
um sem snerta jafnréismál og gilda á hverjum
tíma. Byggðastofnun er vinnustaður þar sem konur
og karlar eru metin á eigin forsendum, hafa jafna
möguleika og sömu réindi í starfi og til starfs-
frama. Jafnréisáætlun Byggðastofnunar er ætlað
að stuðla að jöfnum réi og stöðu kynjanna innan
stofnunarinnar og samþæingu kynja- og jafn-
réissjónarmiða í starfi og stefnumótun Byggða-
stofnunar. Jafnréisáætlun Byggðastofnun nær til
allrar starfsemi Byggðastofnunar.
Árið 2020 veii Jafnréisstofa Byggðastofnun
heimild til að nota jafnlaunamerkið árin 2020-
2023. Í því fólst staðfesting á að Byggðastofnun
hafi fengið voun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt
jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfyllti öll skilyrði
staðalsins. Með því er staðfest að launaákvarðanir
séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi
samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að reglu-
bundið er fylgst með því hjá stofnuninni að starfs-
fólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi
sambærileg laun óháð kynferði.
SKÝRSLA STJÓRNAR
BYGGÐASTOFNUNAR OG FORSTJÓRA
49
Sauðárkróki, 25. mars 2021
Mags B. Jónsson
formaður
Hallra K. HauksdóttirGunnar Þorgeirsson
Aðalsteinn Þorsteinsson
forstjóri
Sigríður JóhannesdóttirMaría HjálmarsdóttirKarl Björnsson
Byggðastofnun hefur sjálæra þróun og vernd
umhverfisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Á þann
há leggur Byggðastofnun si af mörkum til að
mæta þörfum samtímans án þess að draga úr
möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta
þörfum sínum. Umhverfis- og samfélagsstefna
og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi
Byggða stofnunar til að draga úr álagi á umhverfið,
auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi
og samfélagslegri ábyrgð. Stefnan tekur til allrar
starfsemi Byggðastofnunar.
Byggðastofnun tekur þá í verkefninu Græn skref
í ríkisrekstri og hefur se sér markmið um að
uppfylla öll fimm skrefin fyrir 1. júní 2021 eins og
krafa er gerð um í Lolagsstefnu Stjórnarráðsins.
Atburðir eftir lok árs
Í febrúar 2021 dró stofnunin á 500 m.kr. eirstöðvar
á lánasamþykkt hjá Endurlánum ríkissjóðs frá 2020.
Gert er ráð fyrir að stofnunin ármagni lánveitingar
ársins á árinu 2021 hjá Endurlánum ríkissjóðs.
Framtíðarhorfur
Í október 2020 sei samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytið inn á samráðsgá stjórnvalda drög
að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum
lögum vegna póstmála (flutningur póstmála frá
Póst- og arskiptastofnun (PFS) til Byggðastofn-
unar). Frumvarpið er hluti af heildaryfirferð á
lagaumhverfi Póst- og arskiptastofnunar og var
það lagt fram á Alþingi í febrúar 2021 samhliða
frumvarpi til nýrra heildarlaga um Fjarskipta-
stofnun. Tilgangur frumvarpsins, sem samið var í
samvinnu við PFS og Byggðastofnun, er að mæla
fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til
að færa stjórnsýslu og eirlit með póstþjónustu
frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að
Byggðastofnun hafi nokkurn veginn sömu heimildir
og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram
verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanleg
póstþjónusta um land allt og til og frá landinu.
Frumvarpið er nú í meðförum Alþingis. Verði frum-
varpið samþykkt eins og það var lagt fram á Al-
þingi mun þessi breyting fela í sér ölgun starfa á
skrifstofu stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að
rekstrargjald sem póstrekendur greiði Byggðastofn-
un og framlög á árlögum standi undir þessu verk-
efni.
Eiginárstaða stofnunarinnar er sterk og gefur
henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja í
landsbyggðunum. Ljóst er þó að þar sem efna-
hagsreikningur stofnunarinnar hefur stækkað ört á
undanförnum árum í samræmi við aukna eirspurn
eir útlánum hennar getur komið til þess að ríkis-
sjóður þurfi á næstu misserum að leggja stofnun-
inni til aukið eigið fé svo hún geti uppfyllt eiginár-
kröfur SÍ og áfram sinnt mikilvægu hlutverki sínu í
landsbyggðunum.
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög
um ársreikninga og reglur um reikningsskil lána-
stofnana.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að
ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri
Byggðastofnunar á árinu 2020, eignum, skuldum
og árhagsstöðu 31. desember 2020 og breytingu
á handbæru fé á árinu.
Jafnframt er það álit okkar að ársreikningurinn og
skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um
þróun og árangur í rekstri stofnunarinnar, stöðu
hennar og lýsi helstu áhæuþáum og óvissu sem
stofnunin býr við.
Stjórn Byggðastofnunar og forstjóri hafa allað um
ársreikninginn fyrir árið 2020 og staðfesta hann
með undirritun sinni.
Heiðbrá Ólafsdóttir
50
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
Til stjórnar og forstjóra Byggðastofnunar
Álit
Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Byggðastofnunar fyrir árið 2020, að undanskilinni skýrslu
stjórnar og forstjóra.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af aomu stofnunarinnar á árinu 2020, efnahag
hennar 31. desember 2020 og breytingu á handbæru fé á árinu 2020, í samræmi við lög um ársreikninga
og sear reikningsskilareglur.
Álit okkar er í samræmi við skýrslu okkar til endurskoðunarnefndar.
Ársreikningurinn innifelur
- Skýrslu stjórnar og forstjóra,
- Rekstrarreikning fyrir árið 2020.
- Efnahagsreikning þann 31. desember 2020.
- Yfirlit yfir sjóðstreymi fyrir árið 2020.
- Skýringar, sem innifela helstu reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Skýrsla stjórnar og forstjóra er undanskilin endurskoðun, sbr. kafla um aðrar upplýsingar.
Grundvöllur álits
Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er
nánar útskýrð í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda.
Óhæði
Við erum óháð stofnuninni samkvæmt ákvæðum laga um endurskoðendur og endurskoðun og siðareglna
sem gilda um endurskoðendur á Íslandi og varða endurskoðun okkar á ársreikningi stofnunarinnar. Við
uppfyllum jafnframt aðrar kröfur um starf okkar sem endurskoðendur í samræmi við ákvæði siðareglna.
Samkvæmt okkar bestu vissu, lýsum við yfir að önnur þjónusta sem við höfum vei stofnuninni er í
samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglna og að við höfum ekki vei þjónustu sem óheimilt er að
veita samkvæmt ákvæðum 5.1. gr. Evrópureglugerðar nr. 537/2014.
Gerð er grein fyrir annarri þjónustu sem við höfum vei stofnuninni, á árinu 1. janúar til 31. desember
2020, í skýringu nr. 5.
Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.
Lykilatriði endurskoðunarinnar
Lykilatriði endurskoðunarinnar eru þau atriði sem að okkar faglega mati höfðu mesta þýðingu í endur-
skoðun okkar á ársreikningi stofnunarinnar árið 2020. Sem hluti af endurskoðun okkar á ársreikningnum
voru þessi lykilatriði skoðuð sérstaklega. Við látum ekki í ljós sérstakt álit varðandi þessi lykilatriði, einungis
er látið í ljós álit á ársreikningnum í heild.
Lykilatriði endurskoðunarinnar
Mat á útlánum
Sjá nánar skýringar nr. 10 „Útlán til viðskiptavina“
og nr. 13 „Afskriarreikningur“.
Áhersla í endurskoðun okkar var á mat útlána þar
sem útlán nema um 16.835 milljónum króna eða
83% af heildareignum stofnunarinnar. Afskriar-
reikningur útlána nemur 1.373 milljónum króna
eða 7,54% af heildarútlánum stofnunarinnar.
Vegna umfangs matskenndra þáa við útreikning
á afskriarreikningi er þessi liður lykilatriði í
endurskoðun okkar.
Útlán stofnunarinnar eru upphaflega metin á
gangvirði sem er lánsárhæðin, auk alls kostnaðar
vegna viðskiptanna. Útlán eru síðan metin á
afskrifuðu kostnaðarverði. Áfallnir vextir og
verðbætur eru taldir með í bókfærðu virði lána.
Endurskoðunaraðgerðir
Endurskoðun á mati útlána fólst m.a.
í eirfarandi þáum:
Útlánaferill yfirfarinn og metinn.
Við höfum lagt mat á þær aðferðir sem
stjórnendur beita við matið, farið yfir
matsreglur útlána og prófað eirlitsaðgerðir
í virðisrýrnunar ferlinu.
Framkvæmd var gagnaendurskoðun á afskriar-
reikningi útlána. Yfirfarið var mat á undir-
liggjandi tryggingum og mat lagt á forsendur
stjórnenda.
Viðeigandi skýringar voru yfirfarnar.
51
Aðrar upplýsingar, þ.m.t. skýrsla stjórnar og forstjóra
Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar eru skýrsla stjórnar og forstjóra,
sem lá fyrir við áritun okkar.
Aðrar upplýsingar eru jafnframt ársskýrsla Byggðastofnunar. Ársskýrsla liggur ekki fyrir við áritun okkar á
ársreikninginn en við búumst við að fá hana aenta til yfirferðar áður en hún verður gefin út.
Álit okkar á ársreikningnum nær ekki til annarra upplýsinga, þ.m.t. skýrslu stjórnar og forstjóra og við
staðfestum þær ekki á neinn há.
Í tengslum við endurskoðun okkar á ársreikningi stofnunarinnar ber okkur að yfirfara aðrar upplýsingar,
sem tilgreindar eru hér að ofan, þegar þær liggja fyrir og meta hvort þær eru í verulegu ósamræmi við
ársreikninginn eða skilning sem við höfum aflað við endurskoðunina eða ef svo virðist að verulegar
rangfærslur séu í þeim. Ef við, á grundvelli vinnu okkar, ályktum að verulegar rangfærslur séu í öðrum
upplýsingum ber okkur að skýra frá því.
Hvað varðar skýrslu stjórnar og forstjóra höfum við, í samræmi við ákvæði 104. gr. laga um ársreikninga
nr. 3/2006, yfirfarið að skýrsla stjórnar og forstjóra hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita
í samræmi við lög um ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í ársreikningnum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum
Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga
og sear reikningsskilareglur. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eirliti sem nauðsynlegt er
að sé til staðar varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka
hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Við gerð ársreikningsins ber stjórnendum stofnunarinnar að meta hæfi þess til áframhaldandi starfsemi.
Stjórnendum ber að semja ársreikning stofnunarinnar á þeirri forsendu að um áframhaldandi starfsemi sé
að ræða, nema stjórnendur ætli að leysa stofnunina upp eða hæa rekstri hennar, eða hafi ekki raunhæ
val um annað en að hæa starfsemi stofnunarinnar. Stjórnendum stofnunarinnar ber að setja fram
viðeigandi skýringar varðandi hæfi hennar til áframhaldandi starfsemi ef við á og hvers vegna stjórnendur
beita forsendunni um áframhaldandi starfsemi við gerð og framsetningu ársreikningsins.
Stjórn og endurskoðunarnefnd skulu hafa eirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins
Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem
er vegna sviksemi eða mistaka og gefa út áritun með áliti okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa en ekki
trygging þess að endurskoðun, sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla, muni
ávallt leiða í ljós alla verulega annmarka séu þeir til staðar. Annmarkar geta stafað af sviksemi eða
mistökum og eru metnir verulegir ef þeir, einir og sér eða samanlagðir, gætu ha áhrif á árhagslegar
ákvarðanir notenda sem grundvallaðar eru á ársreikningnum.
Endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegu mati og faglegri tortryggni.
Við framkvæmum einnig eirfarandi:
• Greinum og metum áhæuna af verulegum annmörkum, vegna sviksemi eða mistaka, og skipuleggjum
endurskoðunaraðgerðir til að mæta þessari áhæu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg
og viðeigandi grunnur fyrir áliti okkar. Áhæan af því að greina ekki verulega annmarka sem stafa af
sviksemi er meiri en áhæa af annmörkum vegna mistaka, þar sem sviksemi getur stafað af fölsun,
misvísandi framsetningu ársreiknings, að mikilvægum atriðum sé viljandi sleppt, samanteknum ráðum
eða að innra eirlit sé sniðgengið.
• Öflum skilnings á innra eirliti sem er viðeigandi fyrir endurskoðun okkar í þeim tilgangi að hanna
endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eirlits stofnunarinnar.
• Metum hvort val stjórnenda á reikningsskilaaðferðum sé viðeigandi og hvort matsaðferðir þeirra séu
raunhæfar. Einnig skoðum við hvort tengdar skýringar séu við hæfi.
52
Reykjavík 25. mars 2021
PricewaterhouseCoopers ehf.
Arna G. Tryggvadóttir
Löggiltur endurskoðandi
ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA
• Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um áframhaldandi starfsemi og metum á grundvelli
endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi stofnunarinnar eða hvort aðstæður séu til
staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi hennar. Ef við teljum að veruleg óvissa
ríki, ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum í ársreikningnum um óvissuna og ef þær
upplýsingar eru ekki nægjanlegar að okkar mati, víkjum við frá fyrirvaralausu áliti. Niðurstaða okkar
byggir á þeim endurskoðunargögnum sem við höfum aflað fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að
síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni lei til þess að stofnunin verði ekki lengur rekstrarhæf.
• Metum framsetningu, gerð og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum og hvort hann
grundvallast á fyrirliggjandi færslum og atburðum og gefi glögga mynd samanber álit okkar.
Við upplýsum stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu
endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp geta komið í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega
annmarka í innra eirliti ef við á.
Við höfum lýst því yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við uppfyllum nauðsynleg siðferðis- og
óhæðisskilyrði og við munum láta þeim í té allar upplýsingar um hugsanleg tengsl og önnur atriði sem
gætu ha áhrif á óhæði okkar og trúnað.
Við höfum lagt mat á hvaða atriði, af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd
um, höfðu mesta þýðingu á yfirstandandi ári og eru það lykilatriði endurskoðunarinnar. Við lýsum þessum
lykilatriðum í áritun okkar nema lög og reglur leyfi ekki að upplýst sé opinberlega um tiltekin atriði eða
í algjörum undantekningartilfellum þegar mat okkar er að neikvæðar afleiðingar af birtingu slíkra
upplýsinga vegi þyngra en ávinningur almennings af birtingu upplýsinganna.
Önnur atriði samkvæmt ákvæðum laga og reglna
Kosning endurskoðanda
Við vorum fyrst tilnefnd sem endurskoðendur stofnunarinnar af ríkisendurskoðun sbr. 7. gr. laga nr.
46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga í desember 2018. Tilnefning okkar var
samþykkt í janúar 2019 og hefur verið staðfest árlega síðan þá. Við höfum því verið endurskoðendur
stofnunarinnar samfellt í þrjú ár.
53
REKSTRARREIKNINGUR 2020
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
Skýr.
2020 2019
VAXTATEKJUR
Vaxtatekjur af kröfum á lánastofnanir . . . . . . 4.298 67.825
Vaxtatekjur og verðbætur af útlánum . . . . . . 1.323.371 1.104.619
––––––––––––––– –––––––––––––––
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
VAXTAGJÖLD
Vaxtagjöld og verðbætur af lántökum . . . . . . 805.686 662.883
Önnur vaxtagjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
126 108
––––––––––––––– –––––––––––––––
805.812 662.991
––––––––––––––– –––––––––––––––
Hreinar vaxtatekjur
. .
––––––––––––––– –––––––––––––––
REKSTRARTEKJUR
Framlag ríkissjóðs skv. fjárlögum . . . . . . . . . . . . .
6
385.300 417.000
Gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
7
( 811 ) ( 1.978 )
Aðrar rekstrartekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
8
258.519 230.464
––––––––––––––– –––––––––––––––
643.008 645.486
––––––––––––––– –––––––––––––––
Hreinar rekstrartekjur
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
REKSTRARGJÖLD
Veitt framlög til atvinnuráðgjafa . . . . . . . . . . . . . 209.600 210.700
Veittir aðrir styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 164.933 107.736
Laun og launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
3, 4
375.108 367.566
Annar rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 132.716 183.820
Rekstur fullnustueigna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
12
32.314 1.694
Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna . . . . . .
15
13.973 5.750
Framlög í afskriftarr. útlána o.fl. . . . . . . . . . . . . .
2, 13
298.032 182.258
––––––––––––––– –––––––––––––––
1.226.676 1.059.525
––––––––––––––– –––––––––––––––
Hagnaður (tap) ársins
( .) .
––––––––––––––– –––––––––––––––
––––––––––––––– –––––––––––––––
54
EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2020
Skýr.
31.12.2020 31.12.2019
EIGNIR
Bankainnstæður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 .. .
Útlán til viðskiptavina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 .. ..
Fullnustueignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
 . .
Veltuhlutabréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
14 . .
Hlutdeildarfélög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 . .
Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. .
Varanlegir rekstrarfjármunir . . . . . . . . . . . . . .
15 . .
––––––––––––––– –––––––––––––––
Eignir samtals
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
SKULDIR OG EIGIÐ FÉ
Lántökur og skuldabréfaútgáfur . . . . . . . . .  .. ..
Óráðstöfuð framlög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Aðrar skuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––––––– –––––––––––––––
Skuldir samtals
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
EIGIÐ FÉ
Eigið fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,  .. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
Skuldir og eigið fé samtals
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
55
SJÓÐSTREYMI 2020
2020 2019
HANDBÆRT FÉ FRÁ REKSTRI
Hagnaður (tap) ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( . ) .
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á handbært fé:
Framlög í afskriftarr. útlána
og matsbreyting hlutabréfa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. .
Afskriftir rekstrarfjármuna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. .
Hagnaður af sölu fullnustueigna . . . . . . . . . . . . . . . . . .
( . )
Vextir, verðbætur og gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––––––– –––––––––––––––
Handbært fé frá rekstri
. .
––––––––––––––– –––––––––––––––
FJÁRFESTINGARHREYFINGAR
Afborganir útlána . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Veitt lán . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( .. ) ( .. )
Innleystar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( . )
Hlutabréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( . )
Varanlegir rekstrarfjármunir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( . ) (. )
Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( . ) .
––––––––––––––– –––––––––––––––
Fjárfestingarhreyfingar
( .. ) (.. )
––––––––––––––– –––––––––––––––
FJÁRMÖGNUNARHREYFINGAR
Aorganir af lántökum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ( .. ) (.. )
Nýjar lántökur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
Aðrar skuldir og óráðstöfuð framlög
. . . . . . . . . . . . (. )
––––––––––––––– –––––––––––––––
Fjármögnunarhreyfingar
.. ..
––––––––––––––– –––––––––––––––
Hækkun (lækkun) á handbæru fé . . . . . . . . . . . . . . . . .
. ( . )
Handbært fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ..
Handbært fé í lok ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. .
––––––––––––––– –––––––––––––––
––––––––––––––– –––––––––––––––
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
56
SKÝRINGAR
1. Upplýsingar um stofnunina
Byggðastofnun er lánastofnun, kt. 450679-0389 og er megin
starfsemi stofnunarinnar fólgin í útlánum og öðrum árhags-
legum stuðningi auk þess að fylgjast með þróun byggðar á
Íslandi. Lögheimili stofnunarinnar er að Sauðármýri 2,
550 Sauðárkróki.
2. Reikningsskilaaðferðir
Grundvöllur reikningsskilanna
Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga
og reglur um reikningsskil lánastofnana. Ársreikningurinn
byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eir
sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er
í íslenskum krónum og allar árhæðir eru sýndar í þúsundum
króna, nema þar sem annað er tilgreint.
Matsfeir
Stjórnendur þurfa að meta og taka sértækar ákvarðanir er
varða mikilvæga liði ársreikningsins sem vegna eðlis síns eru
háðir mati hverju sinni. Matsaðferðir stjórnenda styðjast við
góða reikningsskilavenju. Raunveruleg verðmæti þeirra liða
sem þannig eru metnir, geta við sölu eða aðra ráðstöfun,
reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu.
Verðtryggðar eignir og skuldir og eignir og skuldir
í erlendum gjaldmiðlum
Áfallinn gengismunur og verðbætur á höfuðstól eigna og
skulda eru færðar í ársreikningnum. Verðtryggðar eignir og
skuldir eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar
2021. Útlán og lántökur í erlendum gjaldmiðlum eru umreikn-
aðar í íslenskar krónur á síðasta skráða miðgengi Seðlabanka
Íslands í lok desember 2020. Innistæður á gjaldeyrisreikn-
ingum í íslenskum bönkum eru umreiknaðar í íslenskar krónur
á síðasta skráða kaupgengi viðkomandi viðskiptabanka.
Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning og
efnahagsreikning. Seðlabanki Íslands hæi birtingu kaup- og
sölugengis þann 1. apríl 2020 og eir það hefur Byggðastofn-
un miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands í stað sölugengis.
Miðgengi Seðlabanka Íslands
í lok ársins:
31.12.2020 31.12.2019
USD . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
DKK . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
JPY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
Kaupgengi Arion banka í lok ársins:
USD . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
JPY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
Kaupgengi Landsbankans í lok ársins:
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
Kaupgengi Íslandsbanka í lok ársins:
USD . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
JPY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . , ,
Vísitölur í upphafi árs:
1.1.2021 1.1.2020
Vísitala neysluverðs til vetryggingar . , ,
Varanlegir rekstrarfjármunir
Varanlegir rekstrarármunir eru færðir til eignar á kostnaðar-
verði að frádregnum afskrium. Endurbætur eru eignfærðar
ef líklegt er að þær skili stofnuninni framtíðarhagnaði og hægt
er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan há. Allur viðhalds-
kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikning þegar til hans er
stofnað. Afskriir eru miðaðar við áætlaðan nýtingartíma
einstakra varanlegra rekstrarármuna og reiknaðar sem fastur
árlegur hundraðshluti af stofnverði, að frádregnu áætluðu
hrakvirði, miðað við eignarhaldstíma á árinu.
Afskriftarreikningur útlána
Afskriarreikningur útlána er myndaður til að mæta þeirri
áhæu sem fylgir útlánastarfsemi, en hér er ekki um endan-
lega afskri að ræða. Framlög í afskriarreikning útlána eru
færð til gjalda í rekstrarreikningi að frádregnum endur-
greiðslum vegna áður afskrifaðra lána.
Eignarhlutir í félögum
Hlutdeildarfélög, eru félög sem stofnunin á að jafnaði 20-50%
eignarhlut í. Eignarhlutir stofnunarinnar í hlutdeildarfélögum
eru í upphafi færðir á kostnaðarverði og eir upphaflega
færslu samkvæmt stöðu eiginár viðkomandi félags út frá
nýjustu upplýsingum frá þeim félögum. Eignarhlutir í öðrum
félögum eru færðir á kostnaðarverði að frádreginni virðis-
rýrnun. Sé eignarhluti undir 20% en Byggðastofnun með
aðila í stjórn félagsins þá er eignarhlutur færður miðað við
stöðu eiginár út frá nýjustu upplýsingum frá þeim félögum
þó þau séu flokkuð á meðal veltuárbréfa. Matsbreytingar eru
færðar yfir rekstrarreikning og efnahagsreikning.
Fullnustueignir
Fullnustueignir eru færðar á áætluðu söluverði. Matsbreytingar
eru færðar yfir rekstrarreikning og efnahagsreikning.
Útlán
Útlán stofnunarinnar eru útlán til viðskiptavina. Þau eru
upphaflega metin á gangvirði, sem er lánsárhæðin, auk
alls kostnaðar vegna viðskiptanna. Útlán eru síðan metin á
afskrifuðu kostnaðarverði. Öll viðskipti stofnunarinnar vegna
árfestinga hennar eru skráð á viðskiptadegi sem telst sá
dagur sem stofnunin hefur skuldbundið sig til viðskiptanna.
Áfallnir vextir og verðbætur eru taldir með í bókfærðu virði
lána. Vaxtatekjur af lánum og kröfum eru skráðar undir liðnum
Vaxtatekjur“ í rekstrarreikningi og gengismunur undir liðnum
„Gengismunur“. Niðurfærsla er byggð á mati á tapsáhæu
gagnvart einstökum útlánum. Útlán sem eru endanlega töpuð
eru færð út úr bókum stofnunarinnar.
Viðskiptakröfur
Viðskiptakröfur eru færðar samkvæmt upphaflegu viðskipta-
verði að teknu tilliti til gengisbreytinga og að frádreginni
niðurfærslu sem gerð er til að mæta þeim kröfum sem kunna
að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhæu gagn-
vart hverjum skuldunaut. Kröfur sem eru endanlega tapaðar
eru færðar út úr bókum stofnunarinnar.
Handbært fé
Til handbærs ár í efnahagsreikningi og við gerð sjóðstreymis
teljast bankainnstæður.
Tekjur
Tekjur eru færðar þegar verulegar líkur eru á að árhagslegur
ávinningur þeirra renni til stofnunarinnar og þegar hægt er að
meta þær með áreiðanlegum hæi.
Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning þegar þær falla til.
Arðstekjur eru færðar þegar réur stofnunarinnar til innheimtu
liggur fyrir.
Leigutekjur af útleigu fullnustueigna eru færðar samkvæmt
línulegri aðferð á leigutímanum.
3. Laun og launatengd gjöld
 
Laun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Lífeyrissjóðsframlög . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Tryggingagjald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Breyting á áunnu orlofi . . . . . . . . . . . . . . 
Önnur launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Laun og launatengd gjöld alls . . . . . . . 375.108 367.566
–––––––––– ––––––––––
Að meðaltali störfu  starfsmenn hjá stofnuninni á tímabilinu
m.v. heilsársstörf. Þann . desember  voru  starfsmenn
á launaskrá hjá stofnuninni og heilsdagsstöðugildi voru .
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
57
4. Þóknanir til stjórnar, endurskoðunarnefndar
og forstjóra
Laun til stjórnar Byggðastofnunar, endurskoðunarnefndar
og forstjóra greinast þannig:
 
Magnús Björn Jónsson,
stjórnarformaður frá .. . . . . .
Illugi Gunnarsson,
stjórnarformaður til .. . . . . 
Einar E. Einarsson, varaformaður
stjórnar til .. . . . . . . . . . . . . 
Fjóla B. Jónsdóir, form.
endurskoðunarn. til .. . . . . 
Gunnar Þ. Sigbjörnsson,
stjórnarm. frá .. til .. . . . .
Gunnar Þorgeirsson, stjórnarmaður . . . . .
Halldóra K. Hauksdóir,
varaform. stjórnar frá .. . . . . .
Heiðbrá Ólafsdóir frá .. . . . 
Karl Björnsson, stjórnarmaður . . . . . . . . .
Kristbjörg H. Kristbergsdóir,
endurskoðunarn. frá .. . . . . . . 
María Hjálmarsdóir, stjórnarmaður
frá .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Ólafur V. Sigurbergsson,
endurskoðunarn. til .. . . . .  
Ragna Hjartardóir form.
endurskoðunarn. frá .. . . .  
Sigríður Jóhannesdóir,
stjórn og endurskoðunarnefnd . . . . . . .
Unnar Hermannsson, stjórnarmaður
frá .-.. . . . . . . . . . . . . . 
Þórey Edda Elísdóir, (varamaður) . . . . 
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri . . . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Þóknanir til stjórnar, endurskoðunarn.
og forstjóra samtals 32.825 30.054
–––––––––– ––––––––––
5. Þóknanir endurskoðenda
Endurskoðun ársreiknings og
könnun árshlutauppgjörs . . . . . . . . . . . .
Önnur þjónusta endurskoðunartengt . . 
Önnur sérfræðiþjónusta
/innri endurskoðun . . . . . . . . . . . . . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Þóknanir endurskoðenda samtals . . . 8.548 6.499
–––––––––– ––––––––––
6. Framlag ríkissjóðs skv. fjárlögum
og annað framlag ríkissjóðs
Framlag skv. árlögum
Almennur rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Tímabundið framlag vegna versnandi
stöðu minnkaræktar . . . . . . . . . . . . . . . .
Atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Framlag ríkissjóðs skv. árlögum . . . . 385.300 417.000
–––––––––– ––––––––––
Framlög ríkissjóðs sem fara
í gegnum efnahagsreikning
Framlag ríkissjóðs
v. Brothæra byggða . . . . . . . . . . . . . . .
Framlag ríkissjóðs v. sértækra verkefna
sóknaráætlunarsvæða . . . . . . . . . . . . . .
Styrkir v. hruns í ferðaþjónustu . . . . . . . .
Styrkir v. félagsþjónustu
og barnaverndar . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Framlag ríkissjóðs
v. Byggðarannsóknasjóðs . . . . . . . . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Annað framlag ríkissjóðs samtals . . . 591.500 260.230
–––––––––– ––––––––––
Veiir styrkir af framlagi ríkissjóðs
 
sem fara í gegnum efnahagsreikning
Styrkur v. Byggðarannsóknasjóðs . . . . . . .
Styrkir v. sértækra verkefna
sóknaráætlunarsvæða . . . . . . . . . . . . . . .
Styrkir v. hruns í ferðaþjónustu . . . . . . . .
Styrkir v. félagsþjónustu og
barnaverndar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
–––––––––– ––––––––––
Veiir styrkir alls . . . . . . . . . . . . . . . . . . 290.019 147.270
–––––––––– ––––––––––
Óúthlutaðir styrkir vegna annars framlags ríkissjóðs eru færðir
á efnahagsreikning.
Kostnaður Byggðastofnunar vegna verkefnisins ,,Brothæar
byggðir" nam . þúsund krónum á árinu og er færður í
rekstrarreikning. Tekjur námu . þúsund krónum og eru
færðar meðal annarra rekstrartekna.
7. Gengismunur
Gengismunur af útlánum . . . . . . . . . . .
Gengismunur af gjaldeyris-
reikningum og kröfum . . . . . . . . . . . .
Gengismunur af lántökum . . . . . . . . (.) (.)
–––––––––––– –––––––––––
( 811) (1.978)
–––––––––––– –––––––––––
8. Aðrar rekstrartekjur
Endurgreiddur kostnaður vegna
Brothæra byggða . . . . . . . . . . . . . .
Endurgreiddur ýmiss útlagður
kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Arður af hlutabréfum . . . . . . . . . . . . . .
Söluhagnaður fullnustueigna . . . . . .
Tekjur vegna rekstrarármuna . . . . . . .
Innheimtutekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Annað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––– –––––––––––
258.519 230.464
––––––––––– –––––––––––
9. Bankainnstæður
Bankainnstæður í
31.12.2020 31.12.2019
íslenskum krónum . . . . . . . . . . . . . . .. .
Bankainnstæður í erlendri mynt . . . . .
–––––––––––– ––––––––––––
Bankainnstæður samtals . . . . . . . . 1.165.407 474.679
–––––––––––– ––––––––––––
10. Útlán til viðskiptavina
Sundurliðun eir myntum:
Útlán í íslenskum krónum . . . . . . . . . .. ..
Útlán í erlendum myntum . . . . . . . . .. ..
Afskriarreikningur útlána . . . . . . . . (..) (..)
–––––––––––––– –––––––––––––
16.834.885 13.850.098
–––––––––––––– –––––––––––––
Sundurliðað eir lántakendum:
Bæjar- og sveitarfélög . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Einstaklingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Sundurliðað eir atvinnugreinum:
Þjónustustarfsemi . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Sjávarútvegur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Iðnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Landbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
Fjármálastofnanir . . . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
––––––––––– –––––––––––
100% 100%
––––––––––– –––––––––––
Útlán með áföllnum vöxtum greinast
þannig eir eirstöðvatíma:
Gjaldkræfar kröfur . . . . . . . . . . . . . . . .
Allt að  mánuðum . . . . . . . . . . . . . . .
Yfir  mán. og allt að  ári . . . . . . . .. .
Yfir  ár og allt að  árum . . . . . . . .. ..
Yfir  ár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
–––––––––––––– –––––––––––––
16.834.885 13.850.098
–––––––––––––– –––––––––––––
SKÝRINGAR
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
58
SKÝRINGAR
11. Fullnustueignir
31.12.2020 31.12.2019
Fasteignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Skip . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
–––––––––––– ––––––––––––
270.010 441.010
–––––––––––– ––––––––––––
F. mat Stærð m
2
Eyrarvegur , Þórshöfn . . . . . . . . . . . . . ,
Grænigarður, Ísafirði . . . . . . . . . . . . . . . . .,
lvellir , Breiðdalsk . . . . . . . . . . . . .,
Strandarvegur -, R,
Seyðisfirði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,
Strandgata , Tálknafirði . . . . . . . . . . . ,
Valgerðarstaðir ,
Fljótsdalshéri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .,
––––––––––– –––––––––––
351.141 9.866,2
––––––––––– –––––––––––
Fullnustueignir eru bókfærðar í
ársreikningi á . þúsund krónur.
2020 2019
Fjöldi fullnustueigna í eigu
Bygastofnunar í ársbyrjun . . . . . . .
Fullnustueignir innleystar til
fullnustu krafna á árinu . . . . . . . . . . .
Fullnustueignir seldar á árinu . . . . . . .
Fullnustueignir í eigu
––––––––– –––––––––
Bygastofnunar í lok tímabilsins . . 6 11
––––––––– –––––––––
12. Rekstur fullnustueigna
Leigutekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Rekstrarkostnur . . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––– –––––––––––
(32.314) (1.694)
––––––––––– –––––––––––
13. Afskriftarreikningur
Hreyfingar í þúsundum króna:
Í gegnum framlög í afskriarreikning skv. rekstrarreikningi fara
framlög í afskriarreikning útlána og viðskiptakrafna auk mats-
breytingar hlutaár og fullnustueigna. Afskriarreikningur útlána
skiptist í sérstakan afskriarreikning og almennan afskriarreikn-
ing. Undir sérstakan afskriarreikning útlána falla lántakar með
vanskil umfram  mánuði auk lántakenda sem metnir eru með
verulega tapshæu. Afskriarreikningur útlána sundurliðast
þannig:
Afskriarreikningur Sérstakur Almennur
útlána 2020 afskr.reikn. afskr.reikn. Samtals
Staðan . janúar . . . . . . . . . ..
Framlög á árinu . . . . . . . (.) . .
Endanlega töpuð útlán . (.) (.)
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Staða . desember . . . 230.471 1.142.380 1.372.851
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Afskriarreikn, útlána
í hlutfalli af útlánum . . ,% ,% ,%
Afskriarreikningur Sérstakur Almennur
útlána 2019 afskr.reikn. afskr.reikn. Samtals
Staðan . janúar . . . . . . . . . ..
Framlög á árinu . . . . . . . . . .
Endanlega töpuð útlán . (.) (.)
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Staða . desember . . . 411.754 871.281 1.283.035
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Afskriarreikn, útlána
í hlutfalli af útlánum . . ,% ,% ,%
2020 2019
Framlag á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Framlag vegna vskiptakrafna . . . . . .
Endurmat fullnustueigna . . . . . . . . . . . .
Matsverðsbreyting
á hlutum í hlutdeildarfélögum . . . . . (.)
Matsverðsbreyting
á veltuárbréfum . . . . . . . . . . . . . . . . (.) (.)
Framlög í afskriarreikning
––––––––––– –––––––––––
skv. rekstrarreikningi . . . . . . . . . . . . . 298.032 182.258
––––––––––– –––––––––––
14. Hlutafjáreign
Í lok ársins ái Bygastofnun eirtalin hlutabréf sem
greinast þannig eir nafnverði og eignarhluta:
Hlutdeildarfélög, eignarhlutur > 20%
Eignarhluti Nafnverð
Ámundakinn ehf., Blönduós . . . . . . . . . ,% .
ralíf ehf., Egilsstaðir . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf.,
Selfoss . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Fasteignafélagið Hvammur ehf.,
ðardalur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Fasteignafélagið Kirkjuból ehf.,
Stöðvarörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Fjallalamb hf., Kópasker . . . . . . . . . . . . ,% .
Fjárfestingafélagið Vör hf., . . . . . . . . .
Neskaupstaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag,
Ísaörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Molta ehf., Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Nes listamiðsð ehf., Skagaströnd . . . ,% .
Raflagnir Austurlands ehf.,
Stöðvarörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Ullarvinnsla Frú Láru ehf.,
Seyðisörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Útgerðarfélagið Skúli ehf.,
Drangsnes . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Þörungaverksmjan hf., Reyklar . . . ,% .
–––––––––––
Hlutdeildarfélög, samtals nafnverð . 461.465
–––––––––––
Veltuárbréf, eignarhlutur ≤ 20% Eignarhluti Nafnverð
Ásgarður hf. eignarhaldsfélag,
Egilsstir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Borg, saumastofa ehf.,
Húning vestra . . . . . . . . . . . . . . . . ,%
Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf.,
Reykjanesbær . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Fánasmiðjan ehf., Ísaörður . . . . . . . . . ,% .
Fiskvinnslan Drangur ehf., Drangsnes . ,% .
Grand hótel Mývatn ehf., Mývatn . . . . ,% .
Hótel Flúðir ehf., Flúðir . . . . . . . . . . . . . ,% .
Hótel Varmahlíð ehf., Varmahlíð . . . . . ,% .
P/F Smyril-line, Færeyjar
(. þús. DKK) . . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
Samkaup hf., Reykjanesbær . . . . . . . . ,% .
Snorri Þorfinnsson ehf., Hofsós . . . . . . ,% .
Tllasteinn ehf., Laugar . . . . . . . . . . . . ,% .
Yrkjar ehf., Eyja- og
Miklaholtshreppur . . . . . . . . . . . . . . . ,% .
–––––––––––
Veltuárbréf, samtals nafnverð . . . . . 202.171
–––––––––––
Hlutaáreign, samtals nafnve. . . . . 663.636
–––––––––––
Hlutabréf í hlutdeildarfélögum eru bókfærð í ársreikningi
á . þúsund krónur og veltuárbréf eru bókfærð á
. þúsund krónur. Verðti hlutabréfa sem hefur verið
aflað í tengslum við árhagslega endurskipulagningu nema
. þúsundir króna.
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
59
15. Varanlegir rekstrarfjármunir
Húsgögn,
Varanlegir rekstrarármunir greinast þannig: Fasteignir Bifreiðar innr. og tæki Samtals
Stofnverð / . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Afskrifað alls /. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (.) (.) (.)
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
krt verð 1/1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 406.876 8.099 0 414.975
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
Viðt á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Afskrifað á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (.) (.) (.) (.)
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
krt verð 31/12 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 814 .115 4 .9 81 18 .187 837.28 4
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
Stofnverð alls / . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Afskrifað alls / . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (.) (.) (.) (.)
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
krt verð 31/12 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 814 .115 4 .9 81 18 .187 837.28 4
–––––––––– –––––––––– –––––––––– ––––––––––
Afskriarhlutföll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . % % %
Fasteignir stofnunarinnar eru metnar með eirgreindum hæi. Til samanburðar er bókfært verð eignanna.
Fasteigna- Brunabóta- Bókfært
mat mat verð
Háahlíð , Saárkki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Saármýri , Sauðárkróki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
–––––––––– –––––––––– ––––––––––
193.800 666.250 814.115
–––––––––– –––––––––– ––––––––––
16. Eignir og skuldir tengdar erlendum gjaldmiðlum og verðtryggingu
Erlent: 31.12.2020 31.12.2019
Eignir í erlendum gjaldmiðlum
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
––––––––––––– ––––––––––––
Neó staða erlendra eigna og skulda
. . . . . . . . . . . . . . . . .
(144.595) (8.478)
––––––––––––– ––––––––––––
Verðtryggt:
Verðtryggðar eignir
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
Verðtryggðar skuldir
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
––––––––––––– ––––––––––––
Neó staða verðtrygra eigna og skulda . . . . . . . . . . . . . 289.78 5 (627.195)
––––––––––––– ––––––––––––
Tekið hefur verið tillit til niðurfærslu eigna.
Erlendar eignir og skuldir skiptast þannig eir gjaldmlum:
31.12.20120 USD JPY EUR Samtals
Útlán .
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
Handbært fé
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.  . .
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
Eignir samtals
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
Lántökur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
Neó staða
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
(91.801) (50.934) (1.860) (144.595)
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
31.12.2019 USD JPY EUR Samtals
Útlán .
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
Handbært fé
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . () .
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
Eignir samtals
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
Lántökur .
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
. . .. ..
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
Neó staða
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
(30.816) (53.315) 75.653 (8.478)
––––––––––––– ––––––––––––– ––––––––––––– –––––––––––––
Tekið hefur verið tillit til niðurfærslu eigna.
SKÝRINGAR
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
60
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
17. Lántökur og skuldabréfaútgáfur
Sundurliðun eir tegund
31.12.2020 31.12.2019
Verðtryggðar lántökur og skuldabréfaútgáfur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
Óverðtryggðar lántökur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
..
Erlendar lántökur og lántökur í erl. myntum
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
.. ..
––––– ––––––––– –––––––––––––
16.788.799 13.014.318
––––– ––––––––– –––––––––––––
Lántökur sundurliðast þannig eir eirstöðvatíma:
Gjaldkræ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Allt að  mánuðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Yfir  mán. og allt að  ári . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
Yfir  ár og allt að  árum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
Yfir  ár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
––––– ––––––––– –––––––––––––
16.788.799 13.014.318
––––– ––––––––– –––––––––––––
ntökur skiptast þannig eir mynt:
Greiðslu- Loka-
skilmálar gjalddagi Vaxtakjör 31.12.2020 31.12.2019
ISK . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar gr. - ,-,% verðtr. .. ..
ISK óvtr . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar gr.  ,-,% óvtr. ..
USD . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar a.  Libor +,% . .
JPY . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar gr.  ,% . .
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar a. - Euribor +,-,% . ..
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kúlulán  ,% .
EUR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Jafnar gr.  ,% .
––––– ––––––––– ––––––––––––––
16.788.799 13.014.318
––––– ––––––––– ––––––––––––––
SKÝRINGAR
18. Eigið fé
Samkvæmt . gr. laga nr. / um ármálafyrirtæki
skal eiginárgrunnur í heild nema að lágmarki % af áhæu-
grunni, en í árslok var eiginárhlutfall stofnunarinnar ,%.
Fjármálaeirlit Slabanka Íslands (FME) hefur ákveðið í
samræmi við heimildir sínar, samkvæmt . og . mgr. . gr.
d laga um ármálafyrirtæki, sveiflujöfnunarauka fyrir
stofnunina auk verndunarauka skv.  gr. e sömu laga.
Samanlögð krafa um eiginárauka er ,%. Skv. ákvörðun
FME skal Byggðastofnun viðhalda ,% verndunarauka f
og með . mars . Samangð eiginárkrafa verður
því frá þeim tíma ,%
Frá og með . janúar  gildir á Íslandi ákði . gr.
reglugerðar (ESB) nr. /, sem kveður á um svonefnd-
an afslá vegna áhæuskuldbindinga lítilla og meðalstórra
fyrirtækja (e. SME factor), sbr. . mgr. . gr. reglugerðar nr.
/. Án afsláarins hefði eiginárhlutfallið verið
,%
15.5.2019 1.2.2020 19.3.2020
Lögbundin krafa um
eiginárhlutfall . . . . . . . ,% ,% ,%
Sveiflujöfnunarauki . . . . ,% ,% ,%
Verndunarauki . . . . . . . . ,% ,% ,%
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Samanlögð krafa
um eiginárauka . . . . . 4,25% 4,50% 2,50%
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Samanlögð
eiginárkrafa . . . . . . . . 12,25% 12,50% 10,50%
––––––––––– ––––––––––– –––––––––––
Eigið fé og eiginárhlutfall samkmt eiginákðum
laga nr. / um ármálafyrirtæki.
31.12.2020 31.12.2019
Staða eigin ár í upphafi árs . . . .. ..
Hagnaður (tap) tímabilsins . . . . . (.) .
––––––––––––– –––––––––––––
Eigið fé í lok tímabils . . . . . . . . . . . . .. ..
––––––––––––– –––––––––––––
Gangvirðisbreyting áreigna
og árskulda . . . . . . . . . . . . . . . . (.) (.)
––––––––––––– –––––––––––––
Eiginárgrunnur í lok tímabils . . 3.143.151 3.204.361
––––––––––––– –––––––––––––
Útlánhæa . . . . . . . . . . . . . . . .. ..
Markaðsáhæa . . . . . . . . . . . . . . . .
Rekstraráhæa . . . . . . . . . . . . . . .. ..
––––––––––––– –––––––––––––
Áhæugrunnur . . . . . . . . . . . . . . 16.443.049 16.642.984
––––––––––––– –––––––––––––
Eiginárhlutfall . . . . . . . . . . . . . . ,% ,%
––––––––––––– –––––––––––––
19. Ábyrgðir og skuldbindingar
Byggðastofnun var ekki í neinum ábyrgðum gagnvart þriðja
aðila þann 31. desember 2020. Í lok árs voru 66 lánsloforð
að árhæð 2.762 milljónir króna óafgreidd. Samkvæmt
reglum Byggðastofnun falla lánsloforð niður 12 mánuðum
frá því þau eru samþykkt.
61
SKÝRINGAR
20. Önnur mál
Stjórn Byggðastofnunar, lykilstjórnendur og hlutdeildarfélög eru skilgreind sem tengdir aðilar auk náinna
ölskyldumeðlima framangreindra og lögaðila undir yfirráðum þeirra. Engin óvenjuleg viðskipti áu sér
stað við tengda aðila á árinu. Engar ábyrgðir hafa verið veiar tengdum aðilum vegna viðskiptaskulda
eða viðskiptakrafna.
Útlán til tengdra aðila þann 31. desember 2020 voru 330.731 þús.kr. og vanskil voru 436 þús.kr.
Laun stjórnar, endurskoðunarnefndar og forstjóra er getið í skýringu 4.
21. Áhrif COVID-19 á rekstur og efnahag Byggðastofnunar
Áhrif COVID-19 á rekstur Byggðastofnunar hafa að mestu komið fram í ölda beiðna um frestun aorgna
á lánum viðskiptavina hennar. Stofnunin var þátakandi í samkomulagi viðskiptabanka, lánastofnana og
lífeyrissjóða um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19 og gilti það
til 30. september 2020. Það fól í sér að greiðslufrestir vegna áhrifa COVID-19 yrðu veiir til áramóta að
hámarki. Stofnunin hefur þó gengið mun lengra í skilmálabreytingum en efni samkomulagsins kveður á
um.
Á árinu 2020 voru skráðar 160 beiðnir um greiðslufresti vegna áhrifa COVID-19 en þær voru 96 fyrstu 6
mánuði ársins. Kemur langmestur öldi þeirra frá aðilum í ferðaþjónustu og öðrum þjónustuaðilum.
Ljóst er að áhrifin eru enn að koma fram og munu áfram hafa áhrif á sjóðstreymi stofnunarinnar. Stjórn-
völd og Seðlabankinn hafa komið fram með ölmargar aðgerðir til að vinna gegn neikvæðum efnahags-
legum áhrifum faraldursins en mikil óvissa er enn um þróun faraldursins og hvenær verður endanlega
hægt að léa af öllum takmörkunum sem til komnar eru vegna hans.
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
62
Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna
FRAMLÖG OG STYRKIR
ATVINNURÁÐGJÖF
Þús. kr.
Austurbrú ses. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Fjórðungssamband Vestfirðinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum . . . . . . . . . . . . . . . . .
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra . . . . . . . . . . . . .
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar
á Norðurlandi eystra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Sameiginlegur kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––––
Samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 209.600
––––––––––––
RIR STYRKIR
Brothæar byggðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Byggðarannsóknasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Eyrarrósin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Sérk verkefni sóknaráætlunarsvæða . . . . . . . . . . . . . . . . .
Styrkir til meistaranema . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Stuðningur við atvinnulíf og samfélag
v. hruns í ferðaþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Styrkir v. áskorana sem fylgja COVID- í
félagsþjónustu og barnavernd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
––––––––––––
Samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 63.152
––––––––––––
63
LÖG OG REGLUGERÐ
UM BYGGÐASTOFNUN
64
LÖG UM BYGGÐASTOFNUN
Lög nr. 106 frá 27. desember 1999 með síðari
breyt ingum.
Tóku gildi 1. janúar 2000. Brey með: L. 87/2009
(tóku gildi 20. ágúst 2009). L. 123/2010 (tóku gildi
1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
L. 13/2013 (tóku gildi 9. mars 2013). L. 69/2015
(tóku gildi 21. júlí 2015). L. 130/2016 (tóku gildi
1. júlí 2017). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða
ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint
sérstaklega eða til þess vísað, er á við samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra eða samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneyti sem fer með lög þessi.
Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv.
forsetaúrskurði er að finna hér.
I. KAFLI
Hlutverk og skipulag.
1. gr. Yfirstjórn og staðsetning.
Byggðastofnun er sérstök stofnun í eigu íslenska
ríkisins og heyrir undir yfirstjórn [ráðherra].
1)
[Ráðherra]
1)
ákveður staðsetningu Byggðastofnunar
að fenginni tillögu stjórnar.
1) L. 126/2011, 291. gr.
2. gr. Hlutverk.
[Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og
atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra
allra landsmanna til atvinnu og búsetu.
Í samræmi við hlutverk si undirbýr, skipuleggur og
ármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það
að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla
að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal
eir föngum vera í samstarfi við aðra.
Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í
samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og
aðra haghafa.
Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu,
m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin
getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar
og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og
atvinnu í byggðum landsins.
Beinar aðgerðir skv. 2. og 3. mgr. einskorðast við
samþykkt stuðningssvæði á gildandi byggðakorti af
Íslandi sem Eirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sam–
þykkt fyrir tiltekið tímabil.]
1)
1) L. 69/2015, 6. gr.
3. gr. Ársfundur og stjórn.
Halda skal ársfund Byggðastofnunar fyrir 1. júlí ár
hvert. Nánar skal kveðið á um ársfund í reglugerð.
[Ráðherra]
1)
skipar á ársfundi sjö menn í stjórn
Byggðastofnunar til eins árs í senn og sjö menn til
vara. [Ráðherra]
1)
skipar formann og varaformann
og ákveður þóknun stjórnar.
Á stjórnarfundum ræður afl atkvæða.
1) L. 126/2011, 291. gr.
4. gr. Verkefni stjórnar.
Verkefni stjórnar Byggðastofnunar eru:
1. Að ákveða starfsskipulag að því leyti sem það
hefur ekki verið gert í reglugerð.
2. Að móta stefnu um helstu áherslur, verkefni og
starfshæi og sjá til þess að henni sé framfylgt.
3. Að ákveða rekstrar- og starfsáætlun til eins árs í
senn.
4. Að vinna að samstarfi við aðrar stofnanir og sjóði
sem starfa að eflingu atvinnulífs í því skyni að
samhæfa og gera atvinnuráðgjöf og stuðnings-
aðgerðir markvissar.
5. Að alla um áætlanir sem stofnunin vinnur að,
svo og skýrslur um starfsemi hennar.
6. Að alla um og samþykkja ársreikning.
7. Að taka ákvarðanir um heildarlántöku, sbr. 15. gr.
8. Að taka ákvarðanir um hlutaárkaup og þátöku
í eignarhalds-, árfestingar- og þróunarfélögum.
9. Að setja reglur um lánakjör og ármögnun
verkefna.
10. Að taka ákvarðanir og setja reglur um lán- og
ábyrgðarveitingar. Þá skal stjórn setja reglur um
upplýsingagjöf til stjórnar um þau efni. [Reglur
stjórnar Byggðastofnunar um lán- og
ábyrgðarveitingar skulu hafa hlotið staðfestingu
ráðherra áður en þær öðlast gildi.]
1)
11. Önnur verkefni sem [ráðherra]
2)
felur stjórn að
vinna á sviði byggða- og atvinnumála.
1) L. 13/2013, 1. gr. 2)L. 126/2011, 291. gr.
5. gr. Forstjóri.
[Ráðherra]
1)
skipar forstjóra til fimm ára í senn að
fenginni tillögu stjórnar. [Kjararáð ákveður starfskjör
forstjóra.]
2)
1)L. 126/2011, 291. gr. 2)L. 87/2009, 7. gr.
6. gr. Verkefni forstjóra.
Verkefni forstjóra Byggðastofnunar eru:
1. Að stjórna daglegum rekstri stofnunarinnar.
2. Að gera tillögur til stjórnar um:
a. starfsskipulag stofnunarinnar,
b. rekstrar- og starfsáætlun,
c. áherslur í starfseminni,
d. lántökur og heildarútlán,
e. reglur um lánakjör.
3. Að ráða stofnuninni starfsfólk.
4. Önnur verkefni sem honum eru falin af stjórn.
65
II. KAFLI.
Starfsemi.
7. gr.
1)
1)L. 69/2015, 6. gr.
8. gr. Rannsóknir á atvinnu- og byggðaþróun.
Byggðastofnun vinnur að gagnasöfnun og rann sókn-
um og fylgist með atvinnu- og byggðaþróun og
helstu áhrifaþáum hennar og árangri opinberra
stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og byggða-
þróunar, jafnt á Íslandi sem í löndum þar sem
svipaðar aðstæður eru. Stofnunin getur tekið þá í
alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og gert samninga
við háskóla, rannsóknastofnanir og aðra um rann
-
sóknir á þessu sviði.
9. gr. Atvinnuráðgjöf.
Byggðastofnun skipuleggur og vinnur að ráðgjöf við
atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnu-
þróunarfélög, sveitarfélög og aðra [haghafa].
1)
Stofnunin skal í samstarfi við þá aðila sem sinna
atvinnuráðgjöf vinna að bæu skipulagi atvinnuráð-
gjafar og aukinni þekkingu ráðgjafa, m.a. í því skyni
að gera ráðgjöfina markvissa og stuðla að betri
nýtingu ármuna.
Stofnunin getur gert samninga við atvinnuþróunar-
félög, stofnanir, sveitarfélög, sjálfstæ starfandi
ráðgjafa eða aðra um að annast atvinnuráðgjöf
á tilteknu sviði, atvinnugrein eða landsvæði.
1)L. 69/2015, 6. gr.
10. gr. Fjármögnun verkefna.
Byggðastofnun veitir framlög til verkefna á sviði
atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. Stjórn stofn-
unarinnar ákveður verkefnin og leitar eir samstarfs-
aðilum um þau. Við umöllun um einstök verkefni
getur stjórnin, ásamt samstarfsaðilum, se á fót
verkefnanefndir til ráðgjafar. Einnig er heimilt að
fela atvinnuþróunarfélögum úthlutun ár til einstakra
verkefna.
11. gr. Veiting lána og ábyrgða.
Byggðastofnun veitir lán eða ábyrgðir í samræmi við
hlutverk si, sbr. 2. gr.
Stjórn stofnunarinnar getur falið forstjóra að ákveða
einstakar lánveitingar samkvæmt reglum sem stjórn
setur, sbr. 10. tölul. 4. gr.
Reikningslegur aðskilnaður skal vera á milli lána-
starfsemi stofnunarinnar og annarrar starfsemi. Fjár
-
hagslegt markmið lánastarfsemi stofnunarinnar sam-
kvæmt þessari grein skal vera að varðveita eigið fé
hennar að raungildi.
Stjórn Byggðastofnunar getur tekið ákvörðun um að
gera samninga um að fela ármálastofnunum af
-
greiðslu og innheimtu lána, sem og aðra ármála-
umsýslu stofnunarinnar.
[Ákvarðanir Byggðastofnunar sem lúta að veitingu
lána eða ábyrgða og umsýslu tengdri þeim, sbr.
1. mgr., eru endanlegar á stjórnsýslustigi.]
1)
1)L. 13/2013, 2. gr.
12. gr. Fjármögnun þróunarverkefna.
Byggðastofnun er heimilt að ármagna áhæusöm
verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
samkvæmt nánari reglum sem [ráðherra]
1)
setur að
fengnum tillögum stjórnar.
Þessi starfsemi skal einkum ármögnuð með sérstök
-
um framlögum úr ríkissjóði.
1) L. 126/2011, 291. gr.
III. KAFLI
Önnur ákvæði.
13. gr. Upplýsingar um starfsemi.
[Ráðherra]
1)
skal gefa Alþingi árlega skýrslu um
starfsemi Byggðastofnunar og framvindu byggða-
áætlunar.
Ársreikningum skal fylgja skrá yfir verkefni stofnunar-
innar og ármögnun þeirra.
1)L. 126/2011, 291. gr.
14. gr. Tekjur.
Tekjur Byggðastofnunar eru:
1. Framlag úr ríkissjóði eins og ákveðið er í árlögum
hverju sinni.
2. Fjármagnstekjur.
15. gr. Lántaka.
Byggðastofnun er heimilt innan ramma árlaga að
taka lán til starfsemi sinnar innan lands eða erlendis,
annaðhvort í eigin nafni eða fyrir milligöngu annarra
aðila.
16. gr. Fjárvarsla.
Handbært fé Byggðastofnunar skal geyma á reikn-
ingum í bönkum og sparisjóðum eða tryggum verð
-
bréfum.
17. gr. Undanþága frá gjöldum og sköttum.
Byggðastofnun er undanþegin öllum opinberum
gjöldum og sköum til ríkissjóðs.
18. gr. Þagnarskylda.
Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggðastofnunar
eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
1)L. 71/2019, 5. gr.
19. gr. Reglugerð.
Nánari ákvæði um skipulag og starfsemi Byggða-
stofnunar og framkvæmd laga þessara má setja
með reglugerð.
1)
1)Rg. 347/2000.
20. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000.
Ákvæði til bráðabirgða. Við gildistöku laga þessara
skipar iðnaðarráðherra stjórn Byggðastofnunar skv.
3. gr. fram að fyrsta ársfundi sem halda skal fyrir
1. júlí 2000.
66
REGLUGERÐ FYRIR BYGGÐASTOFNUN
NR. 347/2000
I. KAFLI
Hlutverk og skipulag.
1. gr. Stjórnsýsluleg staða.
Byggðastofnun er sérstök stofnun í eigu íslenska
ríkisins og heyrir undir yfirstjórn iðnaðarráðherra.
2. gr. Hlutverk.
Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu
byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Til að stuðla
að vexti, nýsköpun og umbreytingu í atvinnulífi veitir
stofnunin m.a. lán og ráðgjöf, ármagnar og skipu-
leggur verkefni og stuðlar að öflugri atvinnuráðgjöf.
Til að stuðla að eflingu byggðar gerir stofnunin
tillögur og áætlanir sem grundvallaðar eru á gagna-
öflun og rannsóknum.
3. gr. Ársfundur.
Halda skal ársfund Byggðastofnunar fyrir 1. júlí ár
hvert. Stjórn Byggðastofnunar ákveður fundardag,
fundarstað og dagskrá fundarins. Á ársfundi skal
alla um aðgerðir og horfur í byggðamálum og
starfsemi Byggðastofnunar.
Ársfundinn sitja iðnaðarráðherra og stjórn og stjórn-
endur Byggðastofnunar. Ennfremur skal bjóða til
fundarins fulltrúum atvinnuþróunarfélaga og sveitar-
félaga, alþingismönnum, fulltrúum annarra stofnana
og aðila sem vinna að atvinnu- og byggða þróunar-
málum, ölmiðlum og öðrum sem málið varðar.
4. gr. Verkefni stjórnar.
Stjórn Byggðastofnunar mótar stefnu fyrir stofnun
-
ina og sér til þess að henni sé framfylgt. Formaður
stjórnar boðar til funda. Stjórnin getur falið lána-
nefnd sem forstjóri veitir forstöðu að taka ákvarðanir
um einstakar lánveitingar samkvæmt reglum sem
stjórn setur. Í þeim reglum skal m.a. koma fram
markmið lánastarfseminnar, lánskjarastefna og
hámark láns og áhæuframlags vegna einstaks
fyrirtækis. Ennfremur skipan og starfsskipulag
lánanefndar, viðmiðun við ákvarðanatöku, ferill
um sókna, upplýsingagjöf til umsækjenda og svartími.
Þá skal kveðið á um reglu lega upplýsingagjöf til
stjórnar vegna eirlits hlutverks hennar.
Byggðastofnun skal við ákvarðanir sínar gæta jafn
-
ræðis milli aðila sem eru í sambærilegri stöðu, þess
skal sérstaklega gæ að fyrirgreiðsla stofnunar innar
til fyrirtækja og einstaklinga raski sem minnst
samkeppnisaðstöðu annarra atvinnufyrirtækja á
landsbyggðinni.
5. gr. Verkefni forstjóra.
Iðnaðarráðherra skipar forstjóra Byggðastofnunar
til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar. For-
stöðumaður fyrirtækjasviðs skal vera staðgengill
forstjóra. Forstjóri annast framkvæmdastjórn og
daglegan rekstur stofnunarinnar og skal í þeim
efnum fara eir þeirri stefnu og fyrirmælum sem
stjórnin hefur gefið. Hann gerir tillögur til stjórnar
um skipulag og stefnu. Forstjóri veitir lánanefnd
jafn framt forstöðu. Að öðru leyti en mælt er fyrir
um í lögum um Byggðastofnun og reglugerð þessari
fer um verkefni forstjóra sam kvæmt lögum um lána-
stofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði.
II. KAFLI
Starfsemi.
6. gr. Skipulag starfseminnar.
Starfsemi Byggðastofnunar skal, auk skrifstofu
forstjóra, skiptast í eirtalin svið:
1. Fyrirtækjasvið sem annast m.a. lánsbeiðnir,
ráðgjöf, útborgun lána, verkefnaármögnun,
athuganir og þróunarverkefni vegna fyrirtækja
og atvinnulífs.
2. Þróunarsvið sem annast samstarf við atvinnu-
þróunarfélög og stofnanir, gagnasöfnun og
úrvinnslu upplýsinga og hefur umsjón með
úektum, rannsóknum og öðru þróunarstarfi á
sviði byggðamála og atvinnulífs.
3. Lögfræðisvið sem annast m.a. lögfræðileg
verkefni, innheimtu og yfirstjórn skjalagerðar.
4. Rekstrarsvið sem annast m.a. rekstur stofnunar-
innar, bókhald, innheimtu lána, ásamt gerð
rekstrar- og greiðsluáætlana.
7. gr. Áætlun.
Í upphafi hvers árs skal stjórn Byggðastofnunar láta
gera áætlun um starfsemi stofnunarinnar á viðkom-
andi ári. Áætlun þessi skal vera í tveimur hlutum:
Starfsáætlun og áætlun fyrir lánastarfsemi. Lána-
starfsemin skal greiða þann kostnað í rekstri stofn
-
unarinnar sem til hennar má rekja. Áætlanir skulu
sendar iðnaðarráðherra til kynningar eigi síðar en
15. febrúar ár hvert. Í starfsáætlun skal allað um
þau verkefni sem stjórn stofnunarinnar vill að unnið
sé að og ekki teljast til venjubundinna verkefna.
Þar skal einnig vera rekstraráætlun fyrir annað en
lána starfsemina. Gera skal grein fyrir hvernig fram-
lögum á árlögum og öðrum tekjum skal ráðstaf
í kostnað við rekstur, þátöku í kostnaði vegna starf-
semi atvinnuþróunarfélaga, ármögnun verkefna
og kaupa á hlutafé. Í áætlun fyrir lánastarfsemi skal
koma fram stefna um útlán ársins og rekstrar- og
árhags áætlun fyrir lánastarfsemina. Þar skal m.a.
sundurliða nauðsynleg framlög í afskriarreikning
útlána vegna almennra lána og áhæulána. Með
áhæulánum er á við lán með meiri áhæu en
vaxtamunur þeirra getur grei.
Í áætlun um ármögnun verkefna skal gerð grein
fyrir þeim verkefnum sem stofnunin hyggst vinna að
á árinu og þeim markmiðum sem stefnt er að með
þeim. Þar skal gerð grein fyrir því hvert framlag
stofnunarinnar er til einstakra verkefna og hvert
framlag samstarfsaðila er.
67
III. KAFLI
Atvinnuráðgjöf.
8. gr. Efling atvinnulífs.
Byggðastofnun vinnur að aukinni ölbreytni atvinnu
-
lífsins á landsbyggðinni og aðlögun þess að brey-
um aðstæðum, m.a. með eflingu rannsóknar- og
þróunarstarfs og aukinni notkun upplýsingatækni í
starfsemi fyrirtækja.
Byggðastofnun gerir samninga við atvinnuþróunar-
félög, stofnanir, sveitarfélög, sjálfstæ starfandi
ráðgjafa eða aðra um að annast atvinnuráðgjöf á
tilteknu sviði, atvinnugrein eða landsvæði. Þá skal
stofnunin vinna að því að efla samstarf og samhæf-
ingu í atvinnuþróunarstarfsemi. Byggðastofnun veitir
atvinnuþróunarfélögum faglega aðstoð við atvinnu-
þróun og nýsköpun, miðlar upplýsingum, aðstoðar
við endurmenntun, samræmingu á starfsemi
atvinnu þróunarfélaganna og eflingu samstarfs þeirra
á milli. Hún myndar tengsl við stofnanir sem vinna
að atvinnu- og byggðaþróun, skipuleggur samstarfs-
verkefni og aðstoðar við leit að samstarfsaðilum
varðandi sérhæfð mál.
9. gr. Efling búsetuþátta.
Byggðastofnun hefur samvinnu við atvinnuþróunar-
félög, sveitarfélög og opinberar stofnanir og aðra
aðila um eflingu búsetuþáa. Þar má telja menntun
og menningu, samgöngur, umhverfismál og þjón-
ustu. Byggðastofnun getur tekið þá í gerð svæðis-
skipulags samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
Byggðastofnun tekur þá í samstarfshópum og
aðstoðar við greiningu vanda dreiýlla svæða, þar
sem veruleg röskun hefur orðið á atvinnuháum og
búsetu.
10. gr. Rannsóknir, upplýsingar og umsagnir.
Byggðastofnun vinnur að gagnasöfnun og rann-
sóknum og fylgist með atvinnu- og byggðaþróun og
helstu áhrifaþáum hennar og árangri opinberra
stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og byggða-
þróunar, jafnt á Íslandi sem í löndum þar sem
svipaðar aðstæður eru. Stofnunin getur tekið þá
í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og gert samn-
inga við háskóla, rannsóknastofnanir og aðra um
rann sóknir á þessu sviði. Byggðastofnun metur áhrif
lagasetningar og annarra stjórnvaldsaðgerða á
byggðaþróun. Byggðastofnun veitir umsagnir og
getur unnið greinargerðir og tillögur fyrir Alþingi,
ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög og aðra á verk
-
efnasviði sínu.
11. gr. Samstarf og samskipti.
Byggðastofnun vinnur að myndun samstarfsneta og
getur tekið þá í og skipulagt innlend og erlend
samstarfsverkefni á sviði byggða- og atvinnumála.
Byggðastofnun aðstoðar atvinnuþróunarfélög og
aðra samstarfsaðila við gerð og öflun slíkra verkefna.
12. gr. Stefnumótandi byggðaáætlun.
Iðnaðarráðherra leggur fyrir Alþingi tillögu til þings -
ályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir
ögurra ára tímabil. Áætlunin skal lýsa markmiðum
og stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum, áætl-
unum um aðgerðir á sviði atvinnumála, opinberrar
þjónustu o.fl.
Koma skal fram með hvaða hæi einstakar aðgerðir
skulu ármagnaðar, tímasetning þeirra og hver ber
ábyrgð á framkvæmd þeirra. Í byggðaáætlun skal
gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar
og framvindu gildandi byggðaáætlunar.
Iðnaðarráðherra skal vinna að byggðaáætlun í sam -
vinnu við Byggðastofnun og leita faglegrar ráðgjafar
hjá stofnuninni um rannsóknir og úektir til undir-
búnings gerð byggðaáætlunar. Við gerð byggða-
áætlunar hafi iðnaðarráðherra samráð við önnur
ráðuneyti, sveitarfélög og aðra aðila eir þörfum.
Byggðaáætlun skal endurskoða á tveggja ára fresti.
Byggðastofnun fylgist með framkvæmd þeirra þáa
stefnumótandi byggðaáætlunar sem ráðherra felur
henni.
IV. KAFLI
Fjármögnun verkefna
og veiting lána og ábyrgða.
13. gr. Fjármögnun verkefna.
Byggðastofnun veitir framlög til verkefna vegna
atvinnuuppbyggingar og á sviði nýsköpunar. Stjórn
stofnunarinnar ákveður verkefnin og leitar eir
samstarfsaðilum um þau. Við umöllun um einstök
verkefni getur stjórn, ásamt samstarfsaðilum, se á
fót verkefnanefndir til ráðgjafar. Byggðastofnun
getur einnig falið atvinnuþróunarfélögum úthlutun
ár til einstakra verkefna.
14. gr. Veiting lána og ábyrgða.
Byggðastofnun veitir lán og ábyrgðir. Stjórn stofn-
unar innar getur falið forstjóra að ákveða einstakar
lán veitingar samkvæmt reglum sem stjórn setur.
Lánskjör skulu ákveðin af stjórn. Lánstími skal ekki
vera lengri en 25 ár.
Markmið lánastarfseminnar er m.a. að tryggja
fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri á
landsbyggðinni aðgang að langtímalánum á sem
hagstæðustum kjörum, stuðla að vexti framsækinna
fyrirtækja, nýsköpun í atvinnulífi og eflingu byggða.
Fjárhagslegt markmið lánastarfseminnar er að varð
-
veita eigið fé að raungildi.
15. gr. Umsóknir um lán.
Við mat á umsóknum skal hafa til viðmiðunar rekstur
og rekstrarhorfur fyrirtækis, árhagsstöðu, reynslu
og þekkingu fyrirsvarsmanna þess, tryggingar fyrir
lánum, nýsköpunargildi, samkeppnissjónarmið og
gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni.
Þá skal lögð áhersla á samstarf við aðrar lána-
stofnanir og stuðla að því að þær láni til fyrirtækja
á landsbyggðinni. Öll lán skal áhæuflokka við
afgreiðslu, m.a. miðað við rekstrarhorfur fyrirtækis,
árhagsstöðu og tryggingar fyrir lánum.
Umsóknir um lán skulu að jafnaði vera á umsóknar
-
eyðublöðum sem fást hjá stofnuninni og atvinnu-
þróunarfélögum.
16. gr. Eftirgjöf lána.
Óheimilt er að gefa eir vei lán. Frá þessu má þó
gera undantekningar þegar sérstakar ástæður mæla
með, svo sem þegar lán eru ekki með haldbærum
tryggingum og það samræmist innheimtuhags-
munum stofnunarinnar. Leita skal umsagnar Ríkis-
endurskoðanda áður en einstök lán eru gefin eir.
68
17. gr. Takmarkanir.
Byggðastofnun er heimilt að ármagna verkefni,
veita lán og ábyrgðir á landsbyggðinni, þ.e. ekki í
eirtöldum sveitarfélögum:
Hafnararðarkaupstað, Garðabæ, Bessastaðahreppi,
Kópavogskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, Reykja
-
víkurborg og Mosfellsbæ.
Um ármögnunar- og lánastarfsemi Byggðastofnun
-
ar gilda ákvæði samningsins um Evrópska efnahags-
svæðið, sbr. lög nr. 2/1993.
Aðstoð sem fellur undir c-lið 3. mgr. 61. gr. EES-
samn ingsins vegna árfestinga skal ekki nema hærri
ár hæð en svarar til 17% að teknu tillit til tekju skas,
af upphaflegum stofnkostnaði vegna starfs stöðvar
eða breytinga á henni. Til viðbótar er heimilt að
veita smáum og meðalstórum fyrirtækjum aðstoð
er svarar til allt að 10% af sömu kostnaðarþáum,
sbr. skilgreiningu 10.2 í leiðbeiningarreglum Eir-
litsstofnunar EFTA um ríkisaðstoð, sem birtar eru í
EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. Framangreindir
hundraðshlutar eru hámarksviðmiðanir fyrir alla
opinbera árhags aðstoð til sama verkefnis.
Við útreikning og mat á veiri aðstoð skal miða við
þá ávöxtun sem fengist hefði við eðlilegar markaðs-
aðstæður hverju sinni.
V. KAFLI
Þátttaka í atvinnurekstri.
18. gr. Stofnun fyrirtækja.
Byggðastofnun getur, í samræmi við hlutverk si.
stuðlað að stofnun nýrra fyrirtækja samkvæmt
ákvörðun stjórnar. Höfð skal hliðsjón af byggða-
áætlun við slíkar ákvarðanir.
Til að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja getur
Byggða stofnun vei aðstoð og ráðgjöf við undir-
búning, svo og vei ábyrgðir og lagt fram ármagn.
Almennt séð skal árhagsleg fyrirgreiðsla miðast við
að stofnunin sé ekki sjálf beinn þátakandi í atvinnu-
rekstri. Þó er stofnuninni heimilt að taka þá í félagi
með allt að 30% hlutaárframlagi ef ríkar ástæður
eru til að mati stjórnar stofnunarinnar.
Byggðastofnun er þó ávallt heimilt að taka þá í
félagi með hlutaárframlagi eða öðrum stofnfram-
lögum sem eigandi ef um er að ræða eignarhalds-,
árfestingar- eða þróunarfélag, þar með talin
atvinnuþróunarfélög.
Þrá fyrir ákvæði 2. mgr. er Byggðastofnun ætíð
heimilt að verja kröfur sínar með því að breyta þeim
í hlutafé. Þá er Byggðastofnun heimilt að breyta
fullnustueignum í hlutafé þegar það er talið vera ár
-
hagslega hagkvæmasta leiðin til að verja innheimtu-
hagsmuni stofnunarinnar.
19. gr. Sala hlutabréfa (eignarhluta).
Bjóða skal til sölu á almennum markaði þau hluta
-
bréf sem Byggðastofnun á og skal við það miðað að
hlutabréfin séu auglýst til sölu eigi sjaldnar en einu
sinni á ári. Heimilt er einnig að setja bréfin í sölu á
viðurkenndum hlutabréfamarkaði.
Ákvæði þessarar greinar taka ekki til hlutaáreignar
Byggðastofnunar í eignarhalds-, árfestingar- og
þróunarfélögum, þar með talið atvinnuþróunar-
félögum, en stjórn Byggðastofnunar er heimilt að
selja hlutabréf stofnunarinnar í slíkum félögum.
20. gr. Eignarhalds-, fjárfestingar- og þróunarfélög.
Með vísan til hlutverks Byggðastofnunar er stjórn
stofnunarinnar heimilt að ákveða að stofnunin taki
þá í eignarhalds-, árfestingar- og þróunarfélögum
með allt að 40% eignaraðild. Skilyrði slíkrar aðildar er
að fagárfestar, fyrirtæki í einkaeigu og einstaklingar
eigi a.m.k. 10% hlutaár í slíkum félögum. Þá skal
stofnunin hafa samstarf við árfestingarsjóði og
lánastofnanir, eir því sem við á, um fyrirgreiðslu
til verkefna sem samrýmast hlutverki hennar.
VI. KAFLI
Önnur ákvæði.
21. gr. Upplýsingar um starfsemi.
Iðnaðarráðherra skal gefa Alþingi árlega skýrslu um
starfsemi Byggðastofnunar og framvindu byggða-
áætlunar.
22. gr. Tekjur.
Tekjur Byggðastofnunar eru framlag úr ríkissjóði og
ármagnstekjur.
23. gr. Lántaka.
Byggðastofnun er heimilt innan ramma árlaga að
taka lán til starfsemi sinnar innanlands eða erlendis,
annað hvort í eigin nafni eða fyrir milligöngu annarra
aðila.
24. gr. Þagnarskylda.
Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggðastofnunar
eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vit
-
neskju um í starfi sínu og leynt skulu fara sam kvæmt
lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins.
Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi.
25. gr. Hæfi stjórnarmanna.
Stjórnarmaður skal ekki taka þá í meðferð máls er
varðar fyrirtæki ef hann situr í stjórn þess eða er
starfsmaður þess. Hann skal einnig víkja ef hann er
verulega árhagslega háður fyrirtæki vegna eignar-
aðildar, viðskipta eða af öðrum ástæðum. Sama gildir
um þátöku stjórnarmanns í meðferð máls er varðar
aðila sem eru honum svo persónulega tengdir að
hæa sé á að hann fái ekki litið hlutlaust á málið.
Við upphaf stjórnarsetu ber stjórnarmanni að leggja
fram yfirlit yfir þau fyrirtæki sem hann telur að svo
sé ásta um að hann geti ekki tekið þá í afgreiðslu
á málefn um þeirra. Hann skal einnig tilkynna ef
breytingar verða á högum hans að þessu leyti.
26. gr. Reglugerðarheimild.
Reglugerð þessi er se samkvæmt heimilt í lögum
nr. 106/1999 um Byggðastofnun, svo og með vísan
til 61. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið,
sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 2/1993, um lagagildi samn
-
ingsins hér á landi.
Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu.
Iðnaðarráðuneytinu, 16. maí 2000.
Sauðármýri 2 , 550 Sauðárkróki Sími 455 54 00 postur@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is